Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 19

Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 19
GÍFURLEGA mengandi þungaiðn- aður og vinnuaflsfrek framleiðsla af ýmsu tagi hafa einkennt uppbygg- ingu kínverska efnahagsundursins allt frá því Deng Xiaoping, þáverandi leiðtogi kommúnistaflokksins í Kína, innleiddi markaðsfrelsi undir lok átt- unda áratugarins. Hagkerfið hefur vaxið hröðum skrefum og ódýrar vörur þaðan flætt yfir Vesturlönd og tekið yfir innleidda iðnframleiðslu. Nú hillir hins vegar undir að Kín- verjar muni í sífellt frekara mæli hasla sér völl á sviði hátækni, vax- andi iðnaðar sem nýtur ýmissa íviln- ana af hálfu stjórnvalda. Sú stefna stjórnarinnar að fækka verksmiðjum í suðurhluta landsins þykir ýta undir þessa þróun. Dagblaðið The New York Times gerir þetta að umtalsefni á vef sínum og hvernig Hu Jintao Kínaforseti hafi nýlega skorað á fremstu vísinda- menn þjóðarinnar að keppa við það sem best gerist í hátækni. Smíða rafknúnar bifreiðar Að sögn blaðsins hefur þróunin verið hröð og er þar tekið dæmi af fyrirtækinu BYD Corporation sem hefur á aðeins um áratug vaxið úr smáfyrirtæki í að verða næststærsti rafhlöðuframleiðandi heims. Síðar á árinu hyggst fyrirtækið hefja smíði tvinnbíla, bifreiða sem ganga fyrir eldsneyti og rafmagni. Næsta skrefið í þróun tvinnbíla eru svokallaðir tengiltvinnbílar sem tengja má við rafmagnsinnstungu og má ætla að fyrirtækið hyggist einnig sækja á þann markað. Kínverjar flytja þegar inn mikið af raftækjum til Vesturlanda og má nefna að far- tölvur af gerðinni Lenovo hafa náð góðri markaðshlutdeild. Stefnubreytingin er sögð munu kunna að hafa margvíslegar afleið- ingar, meðal annars þær að ýmsar ódýrar vörur, s.s. leikföng, sem þar eru framleiddar, muni hækka í verði. Á móti komi að aðrar vörur, s.s. sjónvörp, verði ódýrari, eftir því sem framleiðsla þeirra í Kína muni aukast næstu árin. baldura@mbl.is Úr iðnaði í hátækni 20.000 verksmiðjum lokað í S-Kína í ár Í HNOTSKURN »Fyrirtækið Hasee í iðn-aðarborginni Shenzhen stefnir á að verða stærsti framleiðandi heims á tölvum innan áratugar. »Samtök smærri atvinnu-rekenda í Hong Kong telja að fyrir árslok muni 20.000 verksmiðjum sem framleiða ódýrar vörur hafa verið lokað í suðurhluta landsins. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 19 ERLENT ALÞJÓÐA-kjarnorkumálastofnun- in, IAEA, hefur lagt blessun sína yfir umdeildan samning Indverja og Bandaríkjamanna um samstarf í kjarnorkumálum, að sögn diplómata í gær. Nýlega voru greidd atkvæði á þingi í Nýju-Delhí um vantraust á samsteypustjórn Manmohans Singhs vegna málsins og sigraði hún naumlega en stjórnvöld segja samn- inginn afar mikilvægan fyrir þróun orkumála í landinu. Indverjar reka nú 14 kjarnorku- ver til orkuframleiðslu en hafa einn- ig smíðað kjarnorkusprengjur. Mikl- ar námur af thorium, mikilvægu eldsneyti í kjarnakljúfa, eru í Ind- landi. Er ætlunin að það verði notað í indversk orkuver sem nú eru í bygg- ingu en einnig vilja þeir fá að selja thorium til útlanda. Indverjar standa utan við samn- inginn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna, NPT. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að hygla í reynd Indverjum með samstarfinu þrátt fyrir að þeir hafni NPT-samn- ingnum. kjon@mbl.is IAEA segir já Indland og Banda- ríkin þróa saman kjarnorkuvinnslu VÍÐA um heim var fylgst með sólmyrkvanum í gær og hér er einn af- skaplega áhugasamur í Varna á Svartahafsströnd Búlgaríu, austan við höf- uðborgina Sofiu. Myrkvinn var alger í Varna og hugulsamur eigandinn hefur lánað hvutta sólgleraugu til að vernda augun. AP Hvað er að sólinni? TELESFORO Martinez, sem er bóndi í Campo Florida austan við Havana á Kúbu, með ársgamla hænu sína, Titi. Eiginkonan, Estella Guerra, heldur á tveim hænu- eggjum, annars vegar venjulegu [til vinstri] og hins vegar 180 gramma eggi sem Titi verpti fyrr í vikunni. Hænan sló heimsmet sem hæna á Kanaríeyjum setti fyrir nokkrum árum en eggið hennar Titi er 10 grömm- um þyngra. Titi kippir sér ekki neitt upp við athyglina sem afrekið vekur en óneitanlega velta menn fyrir sér hvar mörkin séu. En ekki lýgur ljósmyndin. Ofurhænan Titi AP VETNISVINNSLA með rafgrein- ingu á vatni er dýrt og orkufrekt ferli, staðreynd sem notuð hefur verið sem mótrök gegn vetnisvæð- ingu. Nú gæti hins vegar verið komin fram byltingarkennd aðferð sem býður upp á leið til að varðveita sól- arorku í formi orkuberans vetnis. Það vill svo til að í mörgum raf- greiningarkerfum er notast við eð- almálminn platínu til að kljúfa vatnssameindir (H20) í vetni (H) og súrefni (O), en hann kostar nú frá 1.700 og upp í 2.000 Bandaríkjadali únsan (28,3 grammið), verðbil sem gerir aðferðina dýra og þar af leið- andi vetnið sem til fellur. Efnafræðingurinn Daniel Nocera, sem fer fyrir sólarorkurannsóknum við tækniháskólann í Massachusetts, MIT, eina fremstu vísindastofnun heims, á, ásamt doktorsnemanum Matthew Kanan, heiðurinn að baki hinni nýju aðferð sem gengur í stuttu máli út á að blanda kóbalti og fosfati við vatn. Þúsund sinnum ódýrara Þegar sú lausn hefur verið mynd- uð er rafstraumur leiddur í hana en við það losnar vetni úr viðjum vatns- sameindanna við rafskautin, eins og rakið er á vefsíðu Scientific Americ- an. Sækja mætti rafstrauminn í sólarorku og yrði þar með komin fram ódýr og einföld aðferð til að varðveita orku sólar í vetni, sem síð- an má sækja aftur við hentugleika. Segir þar einnig að kóbalt kosti aðeins 2,25 dali únsan og fosfat 0,05 dali. Með öðrum orðum: Kóbaltið fer langt með að vera þúsund sinnum ódýrari málmur en platína. Næsta skref er að minnka hlutfall eða hreinlega losna við platínu úr efnarafölum, tækjum sem geta hag- nýtt vetnisorku. Þar gæti bylting einnig verið handan við hornið en teymi vísindamannsins Bjorns Wint- her-Jensen við Monash-háskóla í Melbourne í Ástralíu hafi leyst málminn af hólmi með nýrri gerð leiðandi fjölliða, sem kosta 57 dali únsan, eða um það bil einn þrítug- asta af verði platínu. baldura@mbl.is Bylting í vetnisvinnslu? Vetnisbifreið Honda FCX Clarity hefur liðið fyrir hátt platínuverð. LJÓSHÆRÐAR konur í Bretlandi hafa að jafnaði hátt í 700.000 krónum minna í árstekjur en þær dökk- hærðu, að því er ráða má af nýrri könnun sem náði til 3.000 kvenna. Einnig kom þar í ljós að um fimmtungur dökkhærðra kvenna hefði átt í fimm eða fleiri ástarsam- böndum en 13% þeirra ljóshærðu. Þá kom fram að mun fleiri dökk- hærðar konur, ýmist með náttúru- legan hárlit eða litað hár, þökkuðu hárlitnum árangurinn í ástamálum. Athygli vakti að 15% kvennanna kváðust ekki muna hver náttúrulegi hárlitur þeirra væri. baldura@mbl.is Ljóshærðar þéna minna ELSTI skráði brandari í heimi er að sögn fræðimanna, sem kannað hafa mál- ið, úr löndum Súmera, sem bjuggu þar sem nú er sunnanvert Írak, um 1900 árum fyrir Kr. En óneitanlega er svolítið erfitt fyrir nútímafólk að skilja al- mennilega fyndnina þótt sjálft viðfangsefnið sé enn vinsælt. „Nokkuð sem ekki hefur gerst í manna minnum: ung kona leysti ekki vind í kjöltu eig- inmanns síns.“ Annar og mun yngri brandari, frá 1. öld eftir Kr., fjallar um Ágústus keis- ara í Róm. Hann rakst á mann sem var nauðalíkur honum og spurði forvitinn hvort móðir hans hefði einhvern tíma þjónað í keisarahöllinni. „Nei, yðar há- tign en það gerði faðir minn,“ var svarið. kjon@mbl.is Og þá var kátt í höllinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.