Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
1. Af hverju ertu stoltust á
ferlinum?
Hápunktur ferilsins hingað til er
þegar við urðum tvöfaldir meistarar
2006 með Val. Einnig er ég mjög
stolt af árangri kvennalandsliðsins
undanfarið og ég vona innilega að
við getum gert þjóðina stolta með
því að komast á EM 2009.
2. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan
knattspyrnu?
Ég hef áhuga á rosalega mörgu en
ég hef ekki mikinn tíma aflögu frá
fótboltanum og skólanum. Ég hef
mikinn áhuga á öllu íþróttatengdu,
þá sérstaklega fimleikum og frjáls-
um.
3. Við hvað ertu hræddust?
Ég hef alltaf verið hrædd við dauð-
ann af einhverri ástæðu, ætli mér
finnist ekki bara svona skemmtilegt
að lifa.
4. Hvaða manneskju (lífs eða
liðinni) dáist þú mest að og hvers
vegna?
Lance Armstrong, hann er mikil
fyrirmynd og hefur sýnt og sannað
að það er hægt að ná sínum mark-
miðum þrátt fyrir mikið mótlæti í
lífinu.
5. Hvaða eiginleika metur þú mest í
fari fólks?
Heiðarleika og húmor, ég dáist að
fólki sem þorir að vera það sjálft og
kemur til dyranna eins og það er
klætt.
6. Nefndu tvo helstu galla þína og
tvo helstu kosti.
Ég tel mig vera mjög jákvæða, lífs-
glaða persónu, ætli það myndu ekki
teljast mínir helstu kostir. Mínir
helstu gallar eru líklega hvað ég á
oft erfitt með að taka ákvarðanir og
síðan get ég verið svolítið kröfuhörð
gagnvart öðrum.
7. Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ég held það sé ekki sérlega margt
sem fer í taugarnar á mér en ætli
það sé ekki helst þegar fólk er
falskt og kemur illa fram við aðra.
8. Ef þú endurfæddist til annars
lífs, hver og hvar myndirðu vilja
vera?
Ég er mjög sátt við líf mitt eins og
það er en ef ég þyrfti að velja þá
held ég að ég myndi vilja vera
Björgólfur Thor fyrir nokkrum
mánuðum. Ég myndi selja öll hluta-
bréfin mín og kaupa evrur, síðan
myndi ég dunda mér við góðgerða-
störf það sem eftir er.
9. Hvaða ráð hefur þú handa
stjórnvöldum á þessum erfiðu
tímum í efnahagslífi þjóð-
arinnar?
Fyrst og fremst að læra af reynsl-
unni og byggja upp með það í huga
að koma í veg fyrir að svona geti
komið fyrir aftur.
10. Hvaða tvo hluti myndirðu hafa
með þér á eyðieyju?
Friðgeir kærastann minn og One o
One lystisnekkju Jóns Ásgeirs og
Ingibjargar Pálma.
11. Hver er vandræðalegasta
uppákoma sem þú hefur lent í?
Það helsta sem mér dettur í hug er
þegar ég hitti fyrrverandi vinnu-
félaga sem ég á ekki mikil samskipti
við dagsdaglega. Við fórum að
spjalla og mér fannst hún vera búin
að bæta eitthvað á sig. Án þess að
hugsa óskaði ég henni til hamingju
með að vera ólétt. Hún varð mjög
skrýtin á svipin og sagði að hún væri
ekki ólétt. Þessu fylgdi mjög vand-
ræðaleg þögn og andlitið á mér tók
upp ýmis litbrigði af rauðu áður en
ég afsakaði mig og kvaddi.
12. Hver er besti knattspyrnumaður
Íslandssögunnar í karla- og
kvennaflokki?
Það er úr mjög breiðum og hæfi-
leikaríkum hópi leikmanna að velja.
Ég myndi segja að Eiður Smári Guð-
johnsen stæði upp úr í karlaflokki og
Margrét Lára Viðarsdóttir í kvenna-
flokki enda bæði heimsklassa-
leikmenn.
13. Kemst kvennalandsliðið okkar í
lokakeppni Evrópumótsins?
Það leikur enginn vafi á því, við erum
ekki að fara í þessa leiki með neinu
öðru hugarfari. Ég hvet alla til að
styðja okkur og mæta á völlinn þeg-
ar við tökum á móti Írunum hér
heima á fimmtudaginn kl. 18.10.
Áfram Ísland!
Ásta Árnadóttir landsliðskona í knattspyrnu
Ásta Árnadóttir fæddist 9.
júní 1983 á fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Foreldrar
hennar eru Dagný Magnea
Harðardóttir og Árni Þór
Snorrason. Hún á einn bróður
sem er 4 árum eldri og heitir
Þorleifur Kristinn Árnason.
Ásta er í sambúð með Friðgeiri
Steinssyni.
Hún útskrifaðist úr Mennta-
skólanum á Akureyri vorið
2003 af náttúrufræðibraut.
Hún er nú á þriðja ári í sjúkra-
þjálfun við Háskóla Íslands.
Sl. tvö sumur hefur Ásta
unnið við málningarvinnu með
bróður sínum sem er málari.
Fótboltaferillinn hófst þegar
Ásta var 9 ára á Dalvík og æfði
hún þar í eitt ár, þá flutti hún
til Akureyrar þar sem hún æfði
með Þór. Hún byrjaði sem
markmaður en þegar mörkin
tóku að stækka í 3. flokki fór
hún að spila úti.
Ásta lék með Þór/KA þangað
til hún flutti suður 2004. Hef-
ur spilað með Val síðan þá.
Titlar: Íslandsmeistari með
Þór í 1. deild kvenna árið 1999.
Hefur orðið fjórum sinnum Ís-
landsmeistari og einu sinni
bikarmeistari með Val.
Ásta hefur leikið 29 A-
landsleiki, 22 U21, 13 U19 og 4
U17.
LÍFSHLAUP
ÁSTU
Kvennaliðið fer alla
leið í lokakeppnina
Maður eins og ég 25
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD
HAGFRÆÐIDEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.vidskipti.hi.is
Ákveðið hefur verið að taka inn nemendur í
grunnnám, meistaranám og doktorsnám í
viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla
Íslands á vormisseri 2009.
Nánari upplýsingar um nám í viðskiptafræði er á vidskipti.hi.is
og í hagfræði á hag.hi.is
Umsóknarfrestur í meistaranám rennur út 15. nóvember.
Tekið verður við umsóknum í grunnnám um áramótin.
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Háskóla Íslands
www.hi.is
Námslínur í viðskiptafræði:
BS í fjármálum
BS í markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum
BS í reikningshaldi
BS í stjórnun og forystu
MS í fjármálum fyrirtækja
MS í mannauðsstjórnun
MS í markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum
MS í stjórnun og stefnumótun
MS í viðskiptafræði
Reikningsskil og endurskoðun,
M.Acc. (byrjar 14. nóv.)
Námslínur í hagfræði:
BS í hagfræði
BA í hagfræði
MS í fjármálahagfræði
MS í hagfræði
MS í heilsuhagfræði
www.hag.hi.is
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gudrung@mbl.is
Þegar harðnar á dalnum faralandar síður til útlanda þarsem þeir hafa dansað ogsungið af hjartans lyst í
góðærinu og þeir óbundnu gjarnan
fundið sér maka í áhyggjuleysi frí-
daganna. En það þýðir ekki að láta
hugfallast þótt dragi úr þessu
gamni. Í þessu sem öðru má sækja
í sjóð gamallar reynslu. Á árum áð-
ur voru starfandi stór danshús, svo
sem Broadway, Súlnasalur Hótel
Sögu, Hótel Borg og þannig mætti
telja. Þar var mikill markaður fyrir
náin kynni kynjanna. Það verður
ábyggilega markaður fyrir svona
staði þegar fólk dregur úr utan-
landsferðum vegna efnahagsþreng-
inga. Mannlegt eðli er samt við sig,
fólk þarf að kynnast og bindast
hvers kyns böndum.
En það er raunar allur gangur á
því hvernig fólk kynnist og stofnar
til vináttu- og ástarsambanda. Einu
sinni las ég frásögn konu sem sá
mann á húsþaki að mála. Hún opn-
aði gluggann sinn og spurði mál-
arann, sem henni leist mætavel á,
hvort hann væri ekki til í að mála
þakið fyrir hana. Hann hélt nú það
og nokkru síðar hóf hann það starf
og þáði margan kaffisopann á með-
an. Þetta málningarsamband leiddi
til sambúðar sem vonandi stendur
enn.
Í samtali sem ég átti við Báru
Ólafsdóttur um gardínusaum, og
birtist fyrir skömmu í sunnudags-
blaðinu, sagði hún mér í framhjá-
hlaupi skemmtilega sögu um hvern-
ig hún kynntist núverandi
sambýlismanni sínum og ég læt
söguna hér flakka með leyfi Báru.
Hún var þá nýlega farin að vinna
í gluggatjaldaverslun, var fráskilin
kona með uppkomin börn og saum-
aði gardínur í frístundum til að
drýgja tekjurnar.
„Vinkona mín þekkti banka-
manninn Kristin Jónsson,“ sagði
Bára.
„Kristinn var nýlega orðinn
ekkjumaður, hafði selt hús sitt og
keypt íbúð. Hann vantaði gardínur
fyrir nýju íbúðina. Ég mældi fyrir
gardínunum í maí, en Kristinn fékk
þær ekki fyrr en í júlí, því pöntun á
efninu tók sinn tíma. Loks kom að
því að ég setti gardínurnar upp.
Hann var heima og notaði tímann
til að stríða mér heilmikið á meðan
ég var að vinna. Þetta var á laug-
ardegi og ég var langt fram eftir
degi að koma gardínunum fyrir.
Þegar því var loks lokið og ég var
að kveðja þá spurði hann hvort
hann mætti ekki bjóða mér á
Naustið um kvöldið að borða. Ég
þáði það.“
Þau hafa verið saman síðan, í
íbúðinni sem hún saumaði gard-
ínurnar í forðum. „Hann segir
stundum til að stríða mér að ég
hafi komið að minnsta kosti tíu
sinnum að mæla fyrir gardínunum
en það er alls ekki rétt,“ lauk Bára
sögunni.
Nú renna upp tímar þar sem alls
kyns vinnuskipti verða vinsæl, slíkt
fylgir harðæristímum. Við það
skapast samgangur við ýmislegt
fólk og því má næstum bóka að
ekki þarf að leita endilega á dans-
eða veitingastaði, nú eða þá netið,
til þess að kynnast hugsanlegum
maka. Fátt er svo með öllu illt að ei
boði nokkuð gott. Mannlegu sam-
skiptin blómgast á ýmsa vísu þegar
hart er í heimi – sem betur fer.
Þjóðlífsþankar
Mældi sambýlis-
manninn út