Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 47
Auðlesið efni 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Mikið hvass-viðri gekk yfir landið
síðast-liðinn fimmtu-dag en seint um
kvöldið slotaði veðrinu nokkuð. Á
Vest-fjörðum var ekki um það ofsa-veður
að ræða sem spáð hafði verið sam-kvæmt
lög-reglunni á Ísa-firði. Fjórum flug-vélum
Ice-landair og Ice-land Express á leið til
Kefla-víkur var snúið frá
Kefla-víkur-flugvelli vegna veður-ofsa og
þess í stað lent á flug-vellinum á Akur-eyri
og á Egils-stöðum. Í Hafnar-firði losnaði
flotbryggja frá landi og í Kópa-vogi losnaði
togari frá bryggju og strandaði í
innsiglingunni.
Snjókoma og hvassviðri á landinu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Elísabet
Gunnarsdóttir
mun taka við
þjálfun
sænska
kvenna-knatt--
spyrnu-liðsins
Kristianstad
en hún sagði starfi sínu hjá
Íslands-meistara-liði Vals
lausu fyrir skömmu. Elísabet
mun vera braut-ryðjandi á
sínu sviði því þegar hún
skrifaði undir samning um að
þjálfa meistara-flokk kvenna
hjá Kristianstad, varð hún
fyrsti Íslendingurinn til að
þjálfa kvenna-lið í efstu deild
utan Íslands.
Þjálfar
í Svíþjóð
Finnur Sveinbjörnsson,
formaður skila-nefndar
Kaupþings, hefur verið ráðinn
banka-stjóri Nýja Kaupþings.
Birna Einarsdóttir, fyrr--
verandi fram-kvæmda-stjóri
við-skipta-banka-sviðs
Glitnis, hefur verið ráðin
banka-stjóri Nýja Glitnis.
Nýir banka-
stjórar
Finnur Svein-
björnsson
Birna
Einarsdóttir
Ríkis-stjórnin hefur formlega óskað eftir
sam-starfi við Alþjóða-gjaldeyris-sjóðinn um
að koma á efnahags-legum stöðug-leika á
Íslandi. Við-ræður á milli fulltrúa Íslands og
sjóðsins um fyrir-komulag sam-starfsins hafa
staðið yfir um nokkurt skeið. Fyrir liggur
samkomu-lag á milli íslenskra stjórn-valda og
sendi-nefndar Alþjóða-gjaldeyris-sjóðsins
sem verður borið undir stjórn sjóðsins til
endan-legrar af-greiðslu eins fljótt og auðið er.
Megin-markmið efnahags-áætlunar
ríkis-stjórnarinnar eru:
Að endur-vekja traust á íslenskum
efna-hag og ná stöðugu gengi krónunnar með
mark-viss-um og öflugum að-gerðum.
Að undir-búa mark-vissar að-gerðir til að
styrkja stöðu ríkis-sjóðs.
Að endur-reisa íslenskt banka-kerfi.
Sam-starf Íslands og
Alþjóða-gjald-eyris-sjóðsins felur í sér
lán-veitingu frá sjóðnum að jafn-virði 2
milljarða bandaríkja-dala og koma 830
milljónir af þeirri fjár-hæð til greiðslu, þegar
við stað-festingu stjórnar sjóðsins. Jafn-framt
eru íslensk stjórn-völd full-viss um að
sam-starf við Alþjóða-gjaldeyris-sjóðinn muni
skapa forsendur fyrir frekari lána-fyrir-greiðslu
frá öðrum löndum.
Óskað eftir sam-starfi við
Alþjóða-gjaldeyris-sjóðinn
Morgunblaðið/Golli
Rúm vika er
þar til kosið
verður um
forseta í
Banda--
ríkjunum.
Enda--
spretturinn er
hafinn í
kosninga--
baráttunni og er Barack
Obama í væn-legri stöðu en
John McCain.
Sam-kvæmt könnun
Pew-rannsókna--
miðstöðvarinnar er helsta
skýringin á auknu for-skoti
Obama sú að kjósendur bera
minna traust til McCains en
áður. Hún bendir til þess að
kjósendur treysti Obama
betur í öllum mál-efnunum,
m.a. í Íraks-málinu og
baráttunni gegn
hryðju-verkum.
Aukið
for-skot
Obama
Barack
Obama
Gunnar Theodór Eggertsson
byrjaði að spinna
fram-halds-sögu fyrir
krakkana sem hann gætti á
frí-stunda-heimili Hlíða-skóla.
Á endanum óx hún upp í
bókar-stærð og hlaut hann
Íslensku barna-bóka--
verð-launin fyrir söguna, sem
ber nafnið Stein-dýrin.
„Krakkarnir eiga mikinn þátt í
því að þessi bók kláraðist,“
segir Gunnar.
Gunnar er 26 ára og var að
hefja doktors-nám í
bók-mennta-fræði í haust og
er þetta hans fyrsta bók.
„Þetta er ævintýra-saga sem
hefst í íslensku þorpi þar
sem hópur af krökkum
upp-götvar að dýrin í þorpinu
eru að breytast í steina.
Fullorðna fólkið gleymir því
um leið að dýrin hafi verið til.
Krakkarnir átta sig á því að
það er eitt-hvað dular-fullt í
gangi og fara að kanna
hvaðan þessi á-lög komi.“
Íslensku barna-
bóka-verðlaunin
Morgunblaðið/Ómar
Gunnar Theodór Eggertsson
Knatt-spyrnu-félagið Fram og
ung-menna-félagið Fjölnir
hafa ákveðið að slíta
við-ræðum um sam-einingu
félaganna. Á dögunum
ákváðu aðal-stjórnir
félaganna að skipa
vinnu-hópa til að fara yfir
hvort mögu-leiki væri á
sam-einingu. Búið er að slíta
við-ræðum og því verður
ekkert af því að félögin renni
saman í eitt félag.
Ekkert
verður af
sameiningu
Dr. Páll
Þórðarson,
dósent og
efna-fræðingur
við New South
Wales--
há-skólann í
Sydney,
Ástralíu, hlaut ný-verið
hvatningar-verðlaun fyrir unga
vísinda-menn, svo-nefnd
Young Tall Poppy Science
Awards.
Páll hefur verið bú-settur í
Ástralíu síðustu fimm ár.
Hvatningar-
verðlaun
Gylfi
Arn-björnsson,
sem verið
hefur fram--
kvæmda-stjóri
Alþýðu--
sambands
Íslands síðan
2001, bar sigur úr býtum í
forseta-kjöri á ársfundi
sam-bandsins. Greidd voru
283 atkvæði og hlaut
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
114 atkvæði, en Gylfi 166
atkvæði.
Gylfi nýr
forseti ASÍ
Íslenska kokka-lands-liðið
vann til fernra verð-launa á
Ólympíu-leikum mat-reiðslu--
meistara í Erfurt í Þýskalandi
sem fór fram 19. til 22.
október. Liðið fékk tvenn
gull-verðlaun og tvenn
silfur-verðlaun.
Íslenska liðið lenti í 10.
sæti á mótinu, en 32 þjóðir
kepptu á Ólympíu-leikunum.
Lið Noregs hreppti 1. sætið.
Lands-lið kokka
fékk gull og silfur