Morgunblaðið - 15.11.2008, Page 1

Morgunblaðið - 15.11.2008, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 313 . tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is LEGÓ-HÖNNUNARKEPPNIN HORNFIRÐINGARNIR SIGRUÐU ÖÐRU SINNI HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA? Tískustraumar og algeng tvínefni Hvers vegna hafði opinber sjálfs- mynd landsmanna um og eftir alda- mótin 2000 lítið breyst í hundrað ár? Sumarliði Ísleifsson leitar svara. LESBÓK Sjálfsmynd Íslend- inga breytist lítið Snorri Ásmundsson hefur vakið at- hygli á undanförnum árum fyrir andófslist sína. Rætt er við hann um listina og hlutverk andófsins í sam- tímanum. Óþekktarorm- urinn Snorri Fjallað er um fjórtán jólabækur í Lesbók í dag. Birtir eru kaflar úr skáldsögum eftir Sjón og Yrsu Sig- urðardóttur og bók Guðmundar Andra er gagnrýnd meðal annarra. Jólabækurnar dæmdar Leikhúsin í landinu >> 65 ÁKVEÐIÐ var á sameiginlegum fundi þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í gær að skipa sérstaka nefnd sem standa á fyrir opinni og málefnalegri umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu, ESB. Evrópunefndin á að skila skýrslu til landsfundar Sjálfstæð- isflokksins sem flýtt hefur verið til 29. janúar næstkomandi en lands- fundinn átti að halda í október á næsta ári. Formaður nefndarinnar, Krist- ján Þór Júlíusson alþingismaður, hefur haft efasemdir um ágæti ESB-aðildar. „Ég hef hins vegar efasemdir um að sú skoðun mín haldi í dag,“ segir hann. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er varaformaður nefndarinnar. Hann segir að áður hafi verið slegið á hönd þeirra sem vildu ræða ESB-aðild. „Nú fá allir að koma sínu að. Rökræðan er mjög mikilvæg.“ | 6 ESB í brennidepli Sérstök Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins metur kosti og galla aðildar að ESB  SKULDIR ríkisbankanna þriggja eru rúmlega 2.500 milljarðar kr. en eignir þeirra 2.900 milljarðar. Kemur það fram í nýjum stofn- efnahagsreikningi þeirra. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá FME, sem kunna að breytast, en samkvæmt þeim er Landsbankinn stærstur með eigið fé og skuldir upp á 1.300 milljarða. Kaupþing er aftur á móti minnst bankanna með efnahagsreikning upp á 624 millj- arða kr. en mestur hluti eigna þess var erlendis. »4 Skulda 2.500 milljarða  „EITT megin- mál ríkisstjórn- arinnar næstu mánuði er að ná samstöðu um Evrópumálin,“ segir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur. Björgvin segir að um sé að ræða pólitískt úrlausnarefni, sem megi m.a. leysa síðar í vetur með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Það væri hugs- anlega nálgun sem allir flokkar gætu sæst á. »32 Evrópumálin eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar  ÍSLENSK málnefnd hefur síðast- liðin tvö ár unnið að tillögum um ís- lenska málstefnu. Tillögurnar verða kynntar á málræktarþingi í Háskóla Íslands á morgun, á Degi íslenskrar tungu. Að sögn Guðrúnar Kvaran, for- manns Íslenskrar málnefndar, tek- ur málstefnan saman stöðu íslensk- unnar á ellefu sviðum sem eru mjög mikilvæg í þjóðlífinu. „Meginatriðið í málstefnunni er að það sé afar mikilvægt að hægt sé að nota íslensku á öllum sviðum þjóðlífsins,“ segir hún. Guðrún segist hafa meiri áhyggj- ur af íslenskunni í viðskiptum og í háskólum en á öðrum sviðum. »62 Tillögur um málstefnu Eftir Guðna Einarsson og Skapta Hallgrímsson FÓLKI verður gert kleift að létta greiðslubyrði af verð- tryggðum húsnæðislánum um allt að 10% frá og með næstu mánaðamótum og allt að 20% eftir eitt ár frá því sem hefði orðið. Þetta er hluti þeirra aðgerða ríkisstjórn- arinnar sem kynntar voru í gær og er ætlað að létta undir með almenningi í kjölfar fjármálakreppunnar. Um er að ræða öll verðtryggð fasteignalán, bæði hjá Íbúðalánasjóði og öðrum, en fólk þarf að sækja um til lánastofnana vilji það nýta sér þennan möguleika. Upp- hæðin sem fólk frestar að greiða fer inn á sérstakan bið- reikning og greiðist síðar þegar launavísitalan verður orðin hagstæðari neysluvísitölunni. Verulegur munur „Þetta getur munað verulega í greiðslubyrði heimil- anna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynnti í gær að lögfestar yrðu heimildir til Íbúðalánasjóðs að leigja út húsnæði í hans eigu. Missi fólk húsnæði í hendur sjóðsins getur það engu að síður búið áfram á sama stað, með því að leigja húsnæðið af honum. Fram kom á blaðamannafundi forsætis- og utanríkis- ráðherra í gær að vilji er til þess að endurskoða lög um dráttarvexti með það fyrir augum að þeir lækki a.m.k. tímabundið. Þá hefur verið ákveðið að fella tímabundið úr gildi heimild til að skuldajafna barnabótum á móti op- inberum gjöldum foreldra. Einnig var tilkynnt að barna- bætur yrðu framvegis greiddar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra greindi frá því að felld yrði úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði og vilji væri til að liðka fyrir því að fólk gæti samið um skattaskuldir sínar. Ýmsar hugmyndir eru enn til skoðunar í ríkisstjórn- inni varðandi aðgerðir til að létta undir með heimilum landsins. Eitt af því er hvort heimila eigi fólki, sem er í miklum erfiðleikum með húsnæðislán, að taka út viðbót- arlífeyrissparnað til þess að greiða af lánunum. Heimilum hjálpað Morgunblaðið/Ómar Aðstoð Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greindu frá umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda í gær.  Greiðslubyrði verður létt af verðtryggðum húsnæðislánum  Íbúðalánasjóði heimilt að leigja fólki íbúðir sem það missir  Fólki komið til bjargar | 2  Fólk getur frestað allt að 10% greiðslna af öllum verð- tryggðum hús- næðislánum frá næstu mánaðamótum og allt að 20% á næsta ári. Þetta er í raun gert til þess að greiðslu- byrðin hækki ekki meira en laun.  Íbúðalánasjóði verður heim- ilað að leigja fólki húsnæði sem það kann að missa í hendur sjóðsins. Fólk gæti þannig búið áfram á sama stað.  Óheimilt verður að skulda- jafna vaxtabótum á móti afborg- unum lána hjá Íbúðalánasjóði.  Dráttarvextir verða lækkaðir sem talið er geta skipt miklu máli, ekki síst fyrir fjölskyldur og lítil fyrirtæki.  Hætt hefur verið við fyr- irhugaða loft- rýmisgæslu Breta hér við land, sem átti að vera í desember. Utanrík- isráðherra sagði í gær að ákvörðunin hefði verið tekin á vettvangi NATO.  Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagðist í gær ekki telja að þetta hefði verið ákveðið vegna deilunnar um Icesave- reikningana.  Icesave- deilan þokast í átt til lausnar, að sögn for- sætisráð- herra, en lausnin er ekki komin. Hann ger- ir ráð fyrir því að bráðabirgða- samkomulag náist fljótlega um að leysa málið með samningi. Helstu aðgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.