Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TIL tíðinda dró á sameiginlegum fundi þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í gær þegar ákveðið var að skipa sérstaka nefnd um Evrópumál innan flokksins og flýta fyrirhuguðum landsfundi til 29. janúar. Geir H. Haarde, formaður flokks- ins og forsætisráðherra, lagði tillög- una fyrir miðstjórn á fundi sem hófst í Valhöll á hádegi í gær. Fundurinn stóð frameftir degi en kl. 14.30 boð- uðu Geir og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður flokksins og menntamálaráðherra, til frétta- mannafundar þar sem þessar ákvarðanir um Evrópumál voru kynntar. Evrópunefndinni er falið að standa fyrir opinni og málefnalegri umræðu um kosti og galla aðildar Ís- lands að ESB. Formaður hennar verður Kristján Þór Júlíusson al- þingismaður og Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, verður vara- formaður. Geir lagði áherslu á að rétt væri að skoða upp á nýtt það hagsmunamat sem hefur legið að baki stefnu Sjálf- stæðisflokksins í Evrópumálum. Þessi vinna ætti sér stað við ger- breyttar aðstæður í samfélaginu og miklar efnahagsþrengingar. Hann segir að þetta feli ekki í sér að nein stefnubreyting hafi verið ákveðin gagnvart Evrópusambandinu. „Við höfum ævinlega lagt áherslu á að það sé háð hagsmunamati hvernig sam- starfi okkar við Evrópulönd er hátt- að. Við göngum ekki til þess að taka afstöðu af því tagi á grundvelli trúar- vissu eða trúarbragða, heldur á grundvelli þess hvernig við teljum að hagsmunum Íslands sé best borgið,“ sagði Geir. „Við erum í breyttum heimi og við höfum ávallt talað um að við þyrftum að fara í kalt hagsmunamat,“ sagði Þorgerður Katrín. „Við erum að virkja okkar grasrót.“ Framtíð Íslands betur borgið innan eða utan ESB? Evrópunefndin mun skoða stöðu Íslands gagnvart ESB, ríkjum Evr- ópu og valkostum Íslands í alþjóða- samstarfinu og skila af sér skýrslu til landsfundar. Á grundvelli hennar mun landsfundur flokksins meta hvort framtíð Íslands sé betur borg- ið innan Evrópusambandsins en ut- an þess. Undir nefndinni munu starfa vinnuhópar sem eiga að fjalla um stærstu álitaefnin sem lúta að stöðu Íslands í samstarfi við Evrópu- þjóðir. Auk þessa er málefnanefnd- um Sjálfstæðisflokksins gert að hraða sinni vinnu eins og kostur er fram að landsfundi og vinna drög að ályktunum fyrir fundinn. Niðurstöð- ur málefnanefndanna eiga að leggja grunn að vinnu við endurnýjun á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Málefnanefndirnar munu sérstak- lega skoða áhrif inngöngu í Evrópu- sambandið í viðkomandi málaflokk- um. Endurmeta kosti og galla ESB  Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt til 29. janúar  Evrópunefnd og vinnuhópar skipaðir  „Þurfum að fara í kalt hagsmunamat,“ segir Þorgerður Katrín  Stefnubreyting hefur ekki verið ákveðin Morgunblaðið/Ómar ESB í brennidepli Geir H. Haarde formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, ræddu Evrópumálin á löngum fundi miðstjórnar flokksins í gær. Marka á skýra stefnu í þessum málaflokki. Í HNOTSKURN »Vinnuhóparnir fjalla umfjölmörg álitaefni gagn- vart ESB s.s. um yfirráð yfir náttúruauðlindum, hagsmuni atvinnuvega, afsal fullveldis, öryggismál og peninga- málastjórn og framtíðargjald- miðil. » Í umboði Evrópunefndarsegir að ef ekki náist fullt samkomulag geti hún skilað fleiri en einni tillögu til lands- fundarins. »Halda átti landsfund íoktóber á næsta ári en honum verður flýtt og fer fram dagana 29. janúar til 1. febrúar nk. KRISTJÁN Þór Júlíuson, formaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að meta hverjir hagsmunir þjóðarinnar með aðild að Evrópusambandinu, ESB, geti orðið. „Við þurf- um að bera ESB-aðild saman við aðra kosti sem við höf- um. Nú er landslagið allt gjörbreytt. Það blasir í raun við ný heimsmynd. Þá ber öllum skylda til að endurmeta stöðuna í þessu sambandi, ekki bara Sjálfstæðisflokkn- um. Að sjálfsögðu tel ég að aðrir stjórnmálaflokkar hljóti að gera slíkt hið sama.“ Sjálfur hefur Kristján Þór haft efasemdir um ágæti ESB-aðildar. „Mín afstaða hefur einfaldlega verið sú og byggist á því að ég vinn samkvæmt landsfundarsamþykktum. Niðurstaðan á síðasta fundi var sú að það þjónaði ekki hagsmunum Íslendinga best að sækja um aðild og ég hef verið þeirrar skoðunar. Ég hef hins vegar efa- semdir um að sú skoðun mín haldi í dag.“ ingibjörg@mbl.is Skylda að endurmeta stöðuna Kristján Þór Júlíusson ÁRNI Sigfússon, varaformaður sérstakrar nefndar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, er þeirrar skoðunar að setjast að eigi að samningaborðinu við Evrópusam- bandið, ESB. Áður var hann á báðum áttum, að því er hann segir. „Ég hafði miklar efasemdir, til dæmis vegna stöðu sjávarútvegsins, og ég velti fyrir mér sjálfstæði þjóðarinnar. Með þeirri rökræðu sem hefur verið að hefjast hef ég hins vegar fengið ýmis ágæt svör. Við stöndum þar að auki á tímamótum og málin hafa krist- allast að undanförnu. Nú er tækifæri til að skapa nýja framtíðarsýn og þá skiptir máli hver staða okkar í Evr- ópu og alþjóðasamfélaginu verður. Við þurfum hins vegar að setjast að samningaborðinu með skýr markmið. Margir hafa spurt hver þau eigi að vera.“ Það er mat Árna að nefndin eigi að leita álits víða í samfélaginu í undirbúningsvinnunni. „Ég vil að það verði 1000 manns í nefndinni. Ég vil að við heyrum í fjölda fólks og tökum umræðuna á vítt plan.“ Að sögn Árna hafa ekki verið átök í Sjálfstæðisflokknum þótt innan hans séu bæði harðir stuðningsmenn ESB-aðildar og harðir andstæðingar aðildar. Stór hópur sjálfstæðismanna er í miðjunni, það er að segja á báðum áttum, að því er Árni greinir frá. „Fram á síðasta ár var sagt að málið væri ekki á dagskrá. Það var slegið á hönd þeirra sem vildu ræða það. Þetta hefur breyst. Nú fá allir að koma sínu að. Rökræðan er mjög mikilvæg og það er kominn tími til að taka alvöruumræðu um málið.“ Árni gerir ráð fyrir að nefndin hefji störf þegar í næstu viku. „Það er engin ástæða til að hanga yfir upphafi verkefnisins.“ ingibjorg@mbl.is Setjast á að samningaborðinu Árni Sigfússon JÁ, það finnst mér sannarlega,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylking- arinnar, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær með Geir H. Haarde, spurð hvort hún teldi Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins vera skref í rétta átt. Ingibjörg Sólrún var jafnframt spurð að því á fund- inum hvort Samfylkingin hefði stillt Sjálfstæðisflokkum upp við vegg í Evrópumálunum. Hún sagðist ekki leggja það í vana sinn að stilla fólki upp við vegg. „Ég er vön því að eiga góða samræðu við fólk og leita lausna. Ég tel að það sé farsælast,“ sagði hún jafnframt. gudni@mbl.is „Sannarlega skref í rétta átt“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur mikilvægt að endurskoða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði þar sem háttsemi félagsins hafi leitt til alvar- legrar takmörkunar á samkeppni. Í áliti sem Samkeppniseftirlitið birti í gær um athugun sína sem hófst í júlí síðastliðnum segir meðal annars að RÚV hafi í ríkum mæli vikið verulega frá birtri gjaldskrá sinni um auglýsingar sem gangi gegn markmiðum um gagnsæi. Í álitinu segir jafnframt að vís- bendingar séu um skaðleg undirboð, þ.e. að opinbert fé hafi verið notað til þess að niðurgreiða auglýsinga- starfsemi. Þannig hafi samkeppni keppinauta sem ekki njóta rík- isstyrkja verið ógnað. Samkeppniseftirlitið, sem ákvað að eigin frumkvæði að kanna stöðu RÚV á markaðnum, bendir á að telji menntamálaráðherra og/eða lög- gjafinn ekki tækt að RÚV hverfi af markaði fyrir sölu auglýsinga í út- varpi telji stofnunin mikilvægt að verulega verði dregið úr umsvifum félagsins á markaðnum og því settar skýrar reglur sem takmarka um- rædda starfsemi þess. Miklir fjármunir í súginn Ari Edwald, forstjóri 365, segir niðurstöðu athugunar Samkeppn- iseftirlitsins algjörlega hafa legið fyrir að sínu mati. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að það hafi orðið af slíkri at- hugun en leiður yfir því hvað það tók mörg ár að knýja á um slík vinnubrögð af hálfu hins opinbera. Það hafa miklir fjármunir farið for- görðum af hálfu samkeppnisaðila RÚV, sérstaklega síðustu árin, en einnig af skattpeningum sem verið er að nota með ólöglegum hætti til niðurgreiðslna og undirboða eins og þarna kemur fram,“ segir Ari, sem undrast þó vinnubrögð Alþingis. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá því í nóvember 2006 um frumvarp til laga um RÚV benti eftirlitið á sam- keppnislega mismunun vegna starfa RÚV á auglýsingamarkaði. „Það sem mér finnst furðulegast í þessu máli er að allt sem eftirlitið segir nú lá fyrir þegar Alþingi var síðast að setja lög um RÚV. Það var vakin athygli á þessu þá af hálfu Samkeppniseftirlitsins og flestra at- vinnulífssamtaka auk okkar sem störfum á markaðnum. Sjónarmið um heilbrigðar leikreglur í atvinnu- lífi og sjónarmið samkeppnislaga voru þá algjörlega sett til hliðar. Ég skil ekki hvernig alþingismenn, sem afgreiða frá sér lög þvert ofan í álit Samkeppniseftirlitsins af þessu tagi, geta reiknað með að vera tekn- ir alvarlega í umræðum um sam- keppnisreglur og rekstrargrundvöll í atvinnulífi,“ segir Ari. Samkeppni gæti skaðast Í yfirlýsingu sem Páll Magn- ússon, útvarpsstjóri RÚV, sendi frá sér í gær segir að ekki verði ráðið af fyrirliggjandi áliti Samkeppniseft- irlitsins að RÚV hafi brotið gegn gildandi samkeppnislögum. Páll bendir á að hverfi RÚV af auglýs- ingamarkaði geti það, að óbreyttu, leitt til þess að sú staða skapist á markaðnum að einn aðili yrði í ein- stakri stöðu á auglýsingamarkaði. Það gæti jafnframt verið til þess fallið að skaða samkeppni á tengd- um mörkuðum. Samkeppniseftirlitið leggur til endurskoðun á þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði Vísbendingar um skaðleg undirboð Morgunblaðið/Árni Sæberg Útvarpsstjórinn Páll Magnússon segir að ekki verði ráðið af áliti Sam- keppniseftirlitsins að RÚV hafi brotið gegn gildandi samkeppnislögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.