Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Munu klárlega læra af kreppunni Í efnahagsólgu undanfarinna vikna hefur fólki orðið tíðrætt um framtíðina og þær byrðar sem útlit er fyrir að komandi kynslóðir muni þurfa að bera vegna hennar. Ef marka má sex fulltrúa unga fólksins er útlitið þó ekki svo svart. Krakkarnir eru hvergi bangnir að takast á við verkefnin framundan og eru jafnvel þakklátir fyrir þann lærdóm sem þeir geta dregið af ósköpunum sem dunið hafa yfir. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir knúði dyra í tveimur ólíkum framhaldsskólum og heyrði hvað framtíðarfólkinu finnst um kreppuna. ben@mbl.is „EF það tekur næstu 20 ár að borga lánin lendir það á okkar kynslóð og okkar stjórn- artíð,“ segir Ásdís Ólafsdóttir sem er að ljúka MH. Skólafélagi hennar Kormákur Örn Ax- elsson sem er á þriðja ári grípur orðið: „Við erum samt kynslóðin sem mun klárlega læra mjög mikið af þessu. Við getum alveg álitið okkur heppin því við erum skuldlaus og verð- um í námi næstu árin.“ Þótt þau verði ekki mikið vör við kreppuna í eigin buddu segir Daníel Perez Eðvarðsson sem er á fyrsta ári búið að skerða vinnutíma hans um helgar. Hið sama er um Ásdísi, sem telur það ekki alslæmt. „Við erum kynslóðin sem fær sér Subway í staðinn fyrir ókeypis kvöldmat heima og það er gott fyrir okkur að sjá að það er ekkert sjálfsagt. Hins vegar breytist þessi hugsun þegar maður sér fram á 10% atvinnuleysi. Þá er þetta ekki lengur bara kennslustund í lífinu. Ég útskrifast núna um jólin og það er ekki góð tilfinning að eiga að fara út að leita að vinnu núna.“ Þau benda á að kreppan geti haft jákvæð áhrif á námsþróun. „Iðnnám á mögulega eftir að koma sterkara inn,“ segir Kormákur. „Menn hafa verið að versla með verðmæti sem voru byggð á lofti en nú held ég að fleiri vilji búa til veraldlega hluti sem menn hafa not fyrir í daglegu lífi.“ Daníel heldur áfram. „Það sýnir sig líka núna að menn þurfa að hafa menntun til að fá vinnu. Því þýðir ekkert fyrir okkur unga fólkið að æða á vinnumarkaðinn núna heldur þurfum við að einbeita okkur að því að mennta okkur vel. Á einhverjum tímapunkti í lífinu gengur þetta örugglega yfir.“ Þau segjast vissulega farin að hugsa sig tvisvar um í eigin neyslu. „Maður þarf samt líka að styðja við bakið á fyrirtækjunum í landinu með því að kaupa hluti,“ segir Daní- el. Ásdís bendir hins vegar á að ekki eigi allir peninga. „Vinir mínir flytja í hrönnum aftur heim því það er ekki lengur í boði að leigja. Ég á líka vini sem eru 22 ára og voru að eign- ast sitt fyrsta barn. Ég held að þau hafi mikl- ar áhyggjur.“ Hlýtur að reddast! Þau benda þó á að landið sé ekki illa statt. „Við höfum fiskinn í sjónum, við höfum auð- lindir og raunveruleg verðmæti upp á að bjóða,“ segir Kormákur. Ásdís telur þetta þó geta verið varhugavert. „Það gerir mig ótrú- lega reiða þegar talað er um að sleppa bara umhverfismati og drífa sig í að virkja. Við eigum sumsé ekki bara að sitja uppi með skuldirnar heldur á líka að eyðileggja landið sem við eigum að taka við.“ Það er þó ekki annað á þeim að heyra en að framtíðin sé sæmilega björt, eftir allt saman. „Ég held að við hugsum bara á alíslenskan hátt að þetta hljóti að reddast,“ segir Ásdís og Kormákur kinkar kolli. „Fólk sér ekki fram á að þetta muni vera svona endalaust.“ „Næsta ár verður mjög erfitt og kannski næstu tvö, þrjú ár,“ segir Ásdís en Daníel er þeirra bjartsýnastur: „Ég býst jafnvel við því að þetta gæti orðið skárra í febrúar.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Framtíðin Kreppan á eftir að ganga yfir segja þau Kormákur Örn, Daníel og Ásdís. Kennslustund í lífinu MH „VIÐ sem erum fædd í kringum 1990 þekkj- um ekkert annað en endalausan uppgang og vissum ekki að þetta gæti orðið öðruvísi,“ segir Stefán Þór Helgason sem er á lokaári í Verslunarskólanum. „Ég held að nú fari fólk að bera meiri virðingu t.d. fyrir því að hafa vinnu og fyrir peningunum því við erum að uppgötva að þeir eru ekki endalausir.“ Undir þetta taka skólasystkini hans Ólöf Jara Skagfjörð og Birgir Þór Harðarson sem einnig eru á síðasta ári í Versló. Þau hafa vissulega áhyggjur af ástandinu. „Ég er ekki hrædd um að verða uppiskroppa með mat eða peninga heldur um að nám erlendis verði bæði dýrara og erfiðara. Svo hafa margir á okkar aldri áhyggjur af því að foreldrar þeirra missi vinnuna,“ segir Ólöf. „Ég held að við munum ekki standa frammi fyrir stærra vandamáli á næstu áratugum og það kemur að því að við þurfum að borga þessi lán,“ segir Birgir. „Umhverfismál hafa verið mikið í umræðunni en getum við í al- vöru hugsað um umhverfið núna? Þurfum við ekki bara að virkja, búa til störf og iðnað og flytja vörur út?“ Stefán hreyfir mótbárum: „Menn ættu að passa sig mikið á því að fara ekki í gamla farið – að virkja og byggja álver. Við þurfum frekar að skoða allar hugmyndir og hér í skólanum er t.d. fólk með fullt af góð- um hugmyndum sem við gætum nýtt.“ Þeirra jafnaldrar koma fæstir illa undan kreppunni að þeirra mati. „Hins vegar eru al- veg dæmi um það og t.d. eru margir með bíla- lán sem eru allt í einu farin að hækka,“ segir Stefán. „Sumir hafa líka misst aukavinnuna því mörg fyrirtæki hafa sagt upp afleys- ingafólki. Og ef krakkarnir missa þessar tekjur geta þeir ekki staðið undir lánunum.“ Eins og áhorfendur Ólöf bendir á að unga fólkið geti lagt sitt af mörkum. „Til dæmis með því að kaupa ís- lenskt,“ segir hún og félagar hennar kinka kolli. „Þetta er stór hópur sem eyðir miklu í tískufatnað, skyndibita og þess háttar.“ Þau segja að þótt einhverjir dragi úr neyslunni sé fólk ennþá að átta sig. „Strax eftir áramót held ég að þetta breytist,“ segir Birgir og Stefán bendir á að sennilega komi stærsti skellurinn næsta sumar, ef erfitt reynist að fá sumarvinnu. „Fólk á okkar aldri vinnur að- allega yfir sumarið og dreifir þeim tekjum svo yfir árið. Þess vegna höfum við ekki ennþá fundið svo mikið fyrir þessu.“ Þrátt fyrir allt horfa þau jákvæðum augum á kreppuna. „Við erum dálítið eins og áhorf- endur og sjáum að vinna er ekki sjálfsagt mál,“ segir Stefán sem telur einnig að fólk eigi eftir verða nýtnara. „Það eru allir í skól- anum að tala um kreppuna og hafa sínar skoðanir,“ segir Ólöf. „Það sýnir að krökkum á okkar aldri er ekki sama.“ En hvað um framtíðina? „Ég er mjög bjart- sýnn að eðlisfari og ætla að halda því áfram,“ svarar Birgir að bragði og Ólöf tekur undir. „Ég held að við séum komin á botninn,“ segir Stefán. „Og þegar leiðin liggur upp á við er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Bjartsýn Stefán Þór, Ólöf Jara og Birgir Þór telja kreppuna verða góðan lærdóm fyrir lífið. Leiðin liggur bara upp Versló Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 Mamma Mia lendir hjá Office1 fimmtudaginn 27. Nóvember. H öd di 27. Nóvember DVDMYNDIN SYNGDUMEÐ ÚTGÁFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.