Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 33
Daglegt líf 33VIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Þar gildir alveg það sama um mig og aðra ráðherra þessarar ríkisstjórnar og líka þeirrar fyrri. Störf okkar verða skoðuð. Ég er fullkomlega óhræddur við dóm og niðurstöðu þeirrar nefndar. Öll samskipti mín við Fjármálaeftirlitið og aðra liggja fyrir og þar verður ekkert dregið undan þegar kemur að því að gera þetta mál upp. Fólki er órótt og margir kvíða framhaldinu. Það er skiljanlegt og það eru mjög mannleg og eðlileg við- brögð þegar svona áföll ganga yfir að finna ástæðuna. Sumir hefja leit að sökudólgi frekar en að takast á við stöðuna. Ég met það sem skyldu mína að halda ró minni við þessar aðstæður. Mikilvægasta verkefni okkar á næstu misserum er að mæta því fólki sem ástandið bitnar harðast á. Ég hef sjálfur ekki kallað eftir því að nokkur maður sé dreginn út á torg til að friðþægja uppgjörsþorsta. Það sem mér finnst mestu máli skipta er að það fari fram úttekt og rannsókn sem þing og þjóð treysti. Ég mun óhræddur horfast í augu við niðurstöðurnar og mun ekki skjóta mér undan ábyrgð.“ Skjól í samstarfi þjóða Aftur að stjórnarsamstarfinu. Það heyrist að ákveðnir þingmenn Sam- fylkingar vinni að því að efnt verði til kosninga fljótlega. Hver er þín skoð- un? „Hér situr stjórnarmeirihluti með 43 þingmenn. Það má segja að við höfum myndað þjóðstjórnina í fyrra til að takast á við erfiðar aðstæður þótt það hvarflaði ekki að okkur að þær yrðu jafnerfiðar og raun ber vitni. Takist okkur að endurnýja Morgunblaðið/Ómar samstarfið út frá þessum breyttu að- stæðum eigum við að gera það. Það er hins vegar ástæðulaust að útiloka að það komi til kosninga fyrr en þær eiga að verða.“ Ef svo yrði myndi Samfylkingin þá gera Evrópumálin að kosninga- máli? „Auðvitað verður kosið um þetta hrun, aðdraganda, afleiðingar og ábyrgð. En stóra kosningamálið yrði að mínum dómi Evrópumálin – hvar við tökum okkur stöðu í alþjóða- samfélaginu og framtíðin. Það er brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að hér verði skapaður nýr stöðugleiki með öflugri mynt. Grundvöllur þess að endurreisa og verja til framtíðar efnahagslegt full- veldi Íslendinga er aðild að Evrópu- sambandinu. Við eigum að finna skjól og nýjan stöðugleika í sam- starfi þjóða sem við eigum mest samskipti við og standa okkur næst. Það er ekki tilviljun að litlar þjóðir á borð við Finna og Íra eru öflugir þátttakendur í Evrópusamstarfinu. Þar er hagsmunum fámennari ríkja best borgið. Fullveldi þeirra best varðveitt og hagsmunum fólksins best fyrir komið.“ » Tvöföld þjóð-aratkvæðagreiðsla um Evrópumálin er lýð- ræðisleg aðferð. Ef þetta er nálgun sem get- ur sætt efasemdamenn í öllum flokkum finnst mér einboðið að bjóða upp á hana.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.