Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 34
34 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Fjölmargir Íslendingarstanda nú frammi fyrir að-stæðum sem þeir hafaekki upplifað áður, s.s. at-
vinnuleysi, tekjuskerðingu, ört vax-
andi skuldum og óvissu um eigin af-
komu. Áhrifin eru ekki ólík
hamförum, skyndilega er fótunum
kippt undan fólki og sumir eiga erfitt
með að ná jafnvægi á ný.
Áföllum af þessu tagi getur fylgt
margskonar vanlíðan, bæði líkamleg
og andleg, rétt eins og þegar fólk
upplifir náttúruhamfarir, slys, eða
hvers konar alvarlega lífsreynslu
sem það hefur sjálft ekki stjórn á. Því
er ekki að furða þótt margir finni fyr-
ir streitu og meðfylgjandi kvillum
þessa dagana, jafnvel svo mjög að
kvíðinn og reiðin hafi truflandi áhrif
á alla þætti daglegs lífs.
Margir finna fyrir doða
Á Heilsuverndarstöðinni á Bar-
ónsstíg er nú opin ráðgjöf fyrir al-
menning vegna kreppunnar. Sál-
fræðingarnir Linda Bára Lýðsdóttir
og Hafrún Kristjánsdóttir eru meðal
þeirra sérfræðinga sem tekið hafa á
móti fólki þar síðan fjármálafárviðrið
hófst. Þær segja að ástandið í þjóð-
félaginu geti komið niður á heilsu
allra og til þeirra hafi leitað fólk á öll-
um aldri, þótt enn sé ekki mikil að-
sókn. „Fólk talar um dofa,“ segir
Linda. „En það er erfitt að segja
hvað þessi doði varir lengi.“
Enn ríkir mikil óvissa hjá mörg-
um. Fólk óttast að missa vinnuna,
missa fasteignina, verða gjaldþrota,
en veit ekki hvort eða hvenær. Á
meðan ástandið er svo óstöðugt fyll-
ast margir kvíða og geta jafnvel ekki
hugsað fyrir áhyggjum um hvað bíði
þeirra. Þessu geta fylgt líkamleg
streituviðbrögð þótt margir geri sér
ekki grein fyrir tengslunum þar á
milli. Ekki er óalgengt að finna jafn-
vel fyrir svefntruflunum og að stutt
sé í grát og pirring.
Annað einkenni streitu er að sögn
Hafrúnar almenn svartsýni. „Ef þú
skynjar einhverja ógn þá ertu alltaf
að leita staðfestingar á því að þessi
ógn sé til staðar. Það verður ákveðin
rörsýn og þú byrjar að soga í þig all-
ar neikvæðar fréttir, jafnvel þannig
að þú hunsir öll merki um að þetta
verði kannski ekki svo slæmt.“ Linda
bætir við að fólk mikli gjarnan fyrir
sér slæmar horfur jafnt sem góðar.
„Þegar við stöndum frammi fyrir
væntanlegri ógn þá fyllumst við oft
skelfingu og teljum okkur ekki geta
tekist á við hana. Í flestum tilfellum
er það samt svo að þrátt fyrir mjög
slæmt ástand þá vinnum við okkur
oftast út úr því.“
Í aðstæðum sem þessum þegar
fólk hefur ekki stjórn á hlutunum er
algengt að því finnist það hafa misst
stjórn á öllu lífi sínu. Hafrún segir
það gott fyrsta skref að hjálpa fólki
að finna út hvaða þáttum lífsins það
hefur enn stjórn á, hverju það getur
breytt og hverju ekki. „Það sem er
gott að gera, jafnvel þótt mörgum
finnist það ógnvekjandi, er að setja
niður á blað hvað sé það versta sem
geti gerst. Hversu líklegt er að það
Eðlileg viðbrögð við óvenjulegri stöðu
Morgunblaðið/Ómar
Þegar við stöndum
frammi fyrir væntanlegri
ógn þá fyllumst við oft
skelfingu og teljum okkur
ekki geta tekist á við
hana. Í flestum tilfellum
er það þó svo að þrátt fyr-
ir slæmt ástand vinnum
við okkur út úr því.
SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖFIN hjá Heilsuvernd er öllum opin alla virka daga milli
9 -16. Það er heilbrigðisráðuneytið sem kom verkefninu á sem viðbrögð
við þróun fjármála á Íslandi.
Ekki er þó um fjármálaráðgjöf að ræða né meðferð af neinu tagi og
lyfjagjöf ekki í boði, einungis viðtöl við sálfræðing eða geðhjúkr-
unarfræðing. Farið verður yfir bjargráð og streituvarnir og næstu skref
metin sameiginlega.
Sé um alvarlegt svefnleysi, mikinn kvíða eða þunglyndi að ræða þar
sem talin er þörf á viðtölum lækna verður vísað á heilsugæsluna eða til
fagfólks á stofu.
Linda og Hafrún benda á að best sé að hringja á undan sér til að bóka
tíma, og er síminn 458-9999. Verkefnið er hugsað til 6 mánaða en verður
þá endurskoðað og hugsanlega framlengt ef þörf er á.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
gerist og ef það gerist, hvernig viltu
bregðast við því? Þannig er framtíðin
ekki einhver hræðileg óvissa heldur
gerirðu þér grein fyrir möguleik-
unum fyrirfram, hvort sem þeir eru
góðir eða slæmir.“
Þjóðin öll sjálfshjálparhópur
Linda og Hafrún benda á að fyrir
flesta sé mikil hjálp í því að fá ein-
faldlega að tala um áhyggjurnar við
óháðan aðila. Þess vegna dugi flest-
um eitt til tvö viðtöl sálfræðiráðgjaf-
arinnar. Að sama skapi sé í raun já-
kvætt við þær óvenjulegu aðstæður
sem nú eru að almenningur getur
rætt vandamálin sín á milli. „Við er-
um öll í sömu súpunni þannig að þú
hefur svo marga til að tala við um
hvernig þér líður. Það er eiginlega
hægt að líkja þjóðinni við einn risa-
stóran sjálfshjálparhóp og í því felst
styrkur,“ segir Hafrún.
Sérfræðingateymið á Barónsstíg
er þó til þess gert að koma til móts
við þá sem vilja greiða úr eigin líðan
og óvissu í þeirri nýju stöðu sem
blasir nú við flestum Íslendingum.
„Það hafa náttúrlega engar rann-
sóknir verið gerðar á þessu. Við vit-
um nokkurn veginn hvað gerist hjá
fólki þegar það verða jarðskjálftar,
flóð og bílslys, en það eru lítil for-
dæmi fyrir þessum aðstæðum og við
erum svolítið að þreifa okkur áfram.“
Eftir Atli Vigfússon
Mývatnssveit | „Við vorum búin að
ganga með þessa bakteríu í mag-
anum þegar við sáum auglýst nám-
skeið frá Impru hjá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands og námskeiðið
gaf okkur kjark til þess að koma
þessu af stað.“
Þetta segir Steinunn Ósk Stef-
ánsdóttir, bóndi á Hellu í Mývatns-
sveit, en hún og bóndi hennar, Birgir
V. Hauksson, hafa fengið leyfi til
þess að stunda heimavinnslu afurða
og sölu beint frá býli.
„Námskeiðið var í samvinnu við
Búgarð-ráðgjafarþjónustu landbún-
aðarins í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum og vorum við leidd í gegn-
um gerð viðskiptaáætlunar og
markaðssetningu. Það verður að
segjast að þetta var frábær fræðsla
þar sem námshóparnir hittust tíu
sinnum, enda ekkert gefið eftir,“
segir Steinunn ennfremur og er
mjög glöð með árangurinn, „því
þetta var ánægjulegt og krefjandi
þar sem unnið var með góðum verk-
efnisstjórum.“
Þrjár vörulínur
Í heimavinnslunni á Hellu er eink-
um verið með þrjár vörulínur, þ.e.
lambakjöt, sauðakjöt og ærkjöt með
mikla áherslu á kofareykt hangikjöt
auk þess sem boðið er upp á ferskt
og frosið kjöt í heilum og hálfum
skrokkum. Slátrun fer fram í slát-
urhúsi Norðlenska á Húsavík og láta
þau Birgir og Steinunn kjötið
meyrna fyrir frystingu en síðan
hefst vinnslan.
Hangilæri og léttreyktir hryggir
eru vinsæl vara og sauðalærin renna
út eins og heitar lummur. Tvíreykt
kjöt er líka á boðstólum en það er
borðað hrátt og mikið notað á að-
ventunni. Þá selja þau einnig unna
kjötvöru, einkum hakk, kæfu og
sperðla en eru auk þessa með reykt-
an silung sem kemur að hluta til úr
Mývatni en einnig er um eldisbleikju
að ræða úr Öxarfirði.
Hver bóndi hefur sína aðferð
Allt reykta kjötið er taðreykt og
kemur taðið úr þeirra fjárhúsum en
þau hafa stundað sauðfjárbúskap
um árabil. Við taðvinnsluna er lögð
áhersla á vönduð vinnubrögð og er
það verkað samkvæmt gömlum
hefðum, látið veðrast, þurrkað vel,
því hreykt og staflað í stæður. Allt
kjötið er reykt með beini. Meg-
inmunur á reykvinnslunni á Hellu og
þeirri reykvinnslu sem fer fram í
kjötiðnaðarstöðvunum er að heim-
areykta kjötið er reykt mun lengur
og látið hanga í kofanum eftir reyk-
ingu, jafnvel einhverjar vikur. Þetta
skilar sér í meyrara kjöti og afar
sérstöku og seiðandi bragði. Sumir
segja að svona framleiðslu megi líkja
við handverk eða listsköpun þar sem
hver bóndi hefur sína aðferð og legg-
ur alúð og natni í verkið þannig að
hans kjöt verði „best“.
Vönduð heimasíða og hreinleg
vinnsluaðstaða
Birgir og Steinunn hafa ákveðnar
leiðir til þess að ná settum mark-
miðum samkvæmt þeirri við-
skiptaáætlun sem þau settu upp á
námskeiðinu og stefna á að hlusta
ávallt á raddir neytenda til að vera
með þá framleiðslu sem höfðar til
þeirra á hverjum tíma. Markaðs-
setningin fer að mestu fram á heima-
síðunni hangikjot.is þar sem varan
er kynnt en einnig er þar að finna
ýmsan fróðleik sem tengist vinnsl-
unni og búskapnum. Þau hjón hafa
innréttað mjög vandaða vinnsluað-
stöðu í bílskúrnum hjá sér og er allt
flísalagt í hólf og gólf enda hrein-
lætið í fyrirrúmi. Þau segjast bæði
vera bjartsýn á framhaldið og
tengslin við ánægða viðskiptavini
eru mjög gefandi þar sem bóndinn
og kaupandinn tala saman þeim til
mikillar gleði en þau hjón eru í fé-
lagsskapnum „Beint frá býli“ sem
hefur verið mjög mikil hvatning og
framtak sem vekur vaxandi athygli
neytenda.
Kjötvinnslan handverki líkust
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Í ofninum Birgir í reykkofanum
góða en þar kennir ýmissa grasa.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Glaðleg Steinunn Ósk Stefánsdóttir og Birgir Valdimar Hauksson í nýju
vinnsluaðstöðunni. Þau segjast bjartsýn á framtíðina.
Í HNOTSKURN
»Bærinn Hella stendur viðnorðurenda Mývatns við
jaðar Eldhrauns milli Reykja-
hlíðar og Grímsstaða. Hella er
byggð í landi Grímsstaða en
jörðinni fylgir mikið gróið
heiðarland.
»VaxtasprotaverkefniImpru og Búgarðs var ætl-
að að hvetja fólk til að skapa
sér atvinnu í heimabyggð.
Þátttakendur unnu með eigin
viðskiptahugmyndir og komu
flestir úr sveitum Þingeyj-
arsýslu.
»Beint frá býli er félagbænda sem var stofnað í
Möðrudal á Fjöllum 29. febrúar
2008 og er félag þeirra sem
stunda framleiðslu og sölu af-
urða heima á bæjunum. Til-
gangurinn er að vinna að hags-
munum framleiðenda og
tryggja neytendum gæðavörur.
Ráðgjöfin er öllum opin