Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ríkisstjórninkynnti síð-degis í gær aðgerðir til að deyfa höggið af bankakreppunni. Tekin verður upp greiðslu- jöfnunarvísitala til þess að létta greiðslubyrði af hús- næðislánum þannig að hún lækki um 10% um næstu mánaðamót og gæti lækkað um allt að 20% eftir ár. Verð- bætur verða ekki afnumdar, en þeim verður frestað. Að auki á að lækka dráttarvexti og setja þak á innheimtu- kostnað. Íbúðalánasjóður fær lagaheimild til að leigja hús- næði fólki, sem á í greiðslu- erfiðleikum. Felldar verða tímabundið úr gildi heimildir til að skuldajafna barnabót- um á móti opinberum gjöld- um og vaxtabótum á móti af- borgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Fella á niður stimpil- og þinglýsingargjöld. Þetta er meðal þess, sem ríkisstjórnin hyggst gera. Ef til vill hafa margir átt von á umfangsmeiri aðgerðum, en í núverandi ástandi skiptir allt máli, sem hjálpar almenningi að standa við skuldbindingar sínar. Kostnaður af þessum aðgerðum hefur ekki verið gefinn upp, en búast má við að hann hlaupi á milljörðum, ef ekki tugum milljarða. Vandasamt verður að stýra ríkisútgjöldum í gegnum kreppuna. Lykilatriði er að auðvelda almenn- ingi að komast af og þessar aðgerð- ir stuðla að því. Að auki á að ráð- ast í niðurskurð hjá ríkinu og hefur ráðuneyt- unum verið gert að taka til hjá sér. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær að þessi niður- skurður myndi ekki bitna á grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og skóla. Það er rétt afstaða. Heilbrigðis- kerfið má ekki veikja. Krepp- an má ekki verða til þess að dregið verði úr þjónustu við þá, sem síst mega við því. Ekki er heldur hægt að veikja menntakerfið. Mennt- un hefur aldrei verið mikil- vægari og að auki má búast við því að aðsókn að skólum landsins muni aukast á næst- unni samfara því að störfum fækkar. Skólakerfið ræður ekki við að skera niður sam- tímis því að nemendum fjölg- ar. Raunhæfara væri að auka framlög til menntunar, ekki síst á háskólastigi. Það myndi stuðla að því að efla uppbygg- ingu atvinnulífs á komandi árum. Almenningur hefur beðið aðgerða ríkisstjórnarinnar með óþreyju. Nú hafa aðgerð- ir verið kynntar og mun það draga úr óvissu og auðvelda fólki að átta sig á hvar það stendur. Með aðgerðum rík- isstjórnarinnar er dregið úr óvissu } Höggdeyfir Það lá þegar fyr-ir að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði að endurskoða stefnu sína í Evrópu- málum í ljósi gerbreyttra að- stæðna eftir bankahrunið. Spurningin var bara hvaða að- ferð yrði notuð til þess. Sú aðferð, sem forysta flokksins tilkynnti í gær eftir fund miðstjórnar og þingflokks, er skynsamleg og sameinar nokkur markmið. Í fyrsta lagi tryggir hún fag- lega unna og lýðræðislega nið- urstöðu innan flokksins. Evr- ópunefndin, sem stofnuð hefur verið til að endurskoða stefn- una, mun leiða fram mismun- andi sjónarmið fólks innan og utan flokksins og undirbúa mál- ið vel fyrir landsfund, sem tek- ur afstöðu til málsins. Í öðru lagi er þetta leið, sem tryggir samheldni flokks- manna. Sjálfstæðismenn hafa oft tekizt á um málefni á lands- fundum, en flokkurinn hefur ævinlega gengið sameinaður frá þeim fundum. Með því að flýta landsfundi flokksins og gefa sér tíu vikur til að móta nýja stefnu bregzt flokkurinn í þriðja lagi mun skjótar við en áður leit út fyrir að hann myndi gera, þegar ýmsir ræddu um að endurskoðun stefnunnar yrði að bíða landsfundar, sem var ekki áformaður fyrr en næsta haust – eða jafnvel fram á næsta kjör- tímabil. Efnahagslífið hefði ekki þolað slíka bið, en það get- ur lifað við tíu vikna umhugs- unartíma. Í fjórða lagi styrkir þessi leið stjórnarsamstarfið. Samfylk- ingin, sem leggur mikla áherzlu á að sótt verði um aðild að Evr- ópusambandinu, getur ekki kvartað undan því að samstarfs- flokkurinn gefi sér tíu vikur til að móta nýja stefnu í málinu. Með þessu útspili í Evrópu- málum hefur Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sýnt þá forystu sem margir væntu af honum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alltaf haft for- göngu um mikilvægustu ákvarðanir í utanríkismálum þjóðarinnar og sýnir nú að hann varpar þeirri ábyrgð ekki frá sér. Geir H. Haarde hefur sýnt þá forystu sem margir væntu} Skynsamleg aðferð O rð Franklins D. Roosevelts í kreppunni miklu um að hið eina að óttast sé óttinn sjálfur eru víð- fræg. En setning hans á undan á líka vel við: „Nú er fyrst og fremst tíminn til að segja sannleikann, allan sannleikann, heiðarlega og af hugrekki.“ Hvar er sannleikur á Íslandi grafinn og hverjir moka? Þegar Roosevelt talaði um ótta og vildi fylla fólk kjarki með sannleika blasti við banka- hrun og atvinnuleysi, sultur á alþýðuheim- ilum. Hinum megin hafs var Þýskaland flak- andi sár. Sigurvegarar fyrra stríðs í gulli prýddum Versölum létu undirrita skulda- áþján langt inn í framtíðina sem varð ávísun á enn frekari hörmungar og jarðveg haturs. Í Bandaríkjunum hófst markvisst upp- byggingarstarf, „The New Deal“ – að gefa upp á nýtt. Hafist var handa um að styrkja félagslega þjónustu, á oddinn var sett að tryggja öllum atvinnu og gróðahyggj- unni voru settar skorður. Glass/Steagall-löggjöfina frá þessum tíma hefur m.a. borið á góma í kreppunni nú, en samkvæmt henni ber að aðgreina viðskiptabanka frá fjárfestingarsjóðum. Þegar Davíð, Halldór, Valgerður, Finnur og Geir einkavinavæddu bankana voru einmitt síðustu leifar Glas/Steagall-laganna afnumdar fyrir vest- an haf, illu heilli. Nú á að endurlífga þau. Á liðnum árum hefur þingmál í slíkum anda ítrekað verið lagt fram á Al- þingi, frá allt of smáum minnihluta, en allt það sem ham- ið hefði getað trylltan frjálshyggjudansinn var hunsað og úthrópað. Það var ekki í tísku, það hentaði ekki hagsmunaöflum. Framtíðin snýst um að gefa upp á nýtt, að jafna spilum á hendi, að nokkrir útvaldir fái ekki alla ásana, hvorki innan samfélags né samfélaga í millum. En það er ekki nóg að setja útslitnum kerfum nýjar reglur. Við þurfum ný viðmið, nýtt hugarfar, umbyltingu hornsteina, hugrekki til breytinga. Ef við gerum það ekki byrjar hrunadansinn upp á nýtt, fyrst með feimnislegum sporum en að lokum tryllist dansinn aftur. Það gerist alltaf. Látum ekki sama fólkið með sömu lífsgildin og sömu hugsjónirnar færa okkur sömu lausnirnar. Dulbúnar í alþýðlegum klæðum, svona fyrsta kastið, um leið og sannleik- anum er sópað undir teppið eða hann skrumskældur í fjölmiðlum valdsins. „Næst verður þetta allt öðruvísi.“ Er það, já? Hvernig? Þau sem höfðu spila- stokkinn á hendi sitja enn sem fastast. Þau verða að sleppa takinu. Nákvæmlega sömu vinnubrögðin og komu okkur í kviksyndið eru enn við lýði – pukur, hroki og van- virðing fyrir lýðræðinu og inntaki ábyrgðar. Sannleikur og ótti: Hvenær ætla ráðamenn að hætta að láta eigin ótta um valdamissi ráða för, hvenær ætla þeir að segja fólki sannleikann, allan, og hvenær ætla þeir að sjá sóma sinn í að hin eiginlega uppspretta valda í þessu landi, fólkið sem hér býr, fái stokkinn í eigin hendur og geti gefið upp á nýtt? liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Að gefa upp á nýtt Fundur í skugga átaka flokksmanna FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is M IÐSTJÓRNAR- FUNDUR Fram- sóknarflokksins fer fram í dag í skugga erfiðleika í íslensku efnahagslífi og innanflokksátaka. Hörð átök hafa einkennt innra starf flokksins undanfarin ár og sér ekki fyrir endann á þeim enn, eins og ný- legir atburðir í þingflokki hans bera glöggt merki. Bjarni Harðarson, sem var annar tveggja þingmanna flokksins í Suð- urkjördæmi, sagði af sér þing- mennsku eftir að hafa reynt að koma höggi á Valgerði Sverrisdóttur, varaformann flokksins, með því senda bréf til fjölmiðla sem tveir flokksmenn úr Skagafirði, Sig- tryggur Jón Björnsson og Gunnar Oddsson, skrifuðu. Í því var Val- gerður harkalega gagnrýnd fyrir sinn þátt við einkavæðingu bank- anna þegar hún var iðnaðar- og við- skiptaráðherra og einnig fyrir að tala fyrir inngöngu í Evrópusam- bandið. Þessi atburðarás öll, sem leiddi til þess að Bjarni sagði af sér, á sér ekki fordæmi innan þingflokka að því er stjórnmálafræðingar sem Morgunblaðið ræddi við telja. Grasarótarstarfið styrkt G. Valdimar Valdemarsson, sem stýrir vinnu málefnanefndar flokks- ins, segir það hafa verið venju á mið- stjórnarfundum, síðan Guðni Ágústsson varð formaður, að leggja fram stjórnmálaályktun sem notuð er til að efla umræðu á milli lands- þinga. „Þetta hefur gefist vel en í gegnum tíðina hefur allur gangur verið á því hvort stjórnmálaálykt- anir hafa verið lagðar fram á mið- stjórnarfundum. Það var ekki gert í tíð Halldórs [Ásgrímssonar],“ sagði G. Valdimar í gær en hann var þá að vinna að stjórnmálaályktun fyrir fund flokksins í dag. Hún er venju samkvæmt einhvers konar stöðumat á stjórnmála- ástandinu hverju sinni og hvaða mál Framsóknarflokkurinn telur mik- ilvægt að leiða til lykta. Engum blöðum er um það að fletta að umræða um afstöðu flokks- manna til aðildar að Evrópusam- bandinu og upptöku evru verður eitt heitasta umræðuefni fundarins. Inn- an Framsóknarflokksins skiptast menn og konur í fylkingar um þetta efni. Guðni Ágústsson hefur til þessa ekki verið meðal fylgismanna að- ildar að ESB en hann hefur þó talað fyrir nauðsyn þess að ræða málið innan flokksins. Samstaðan mikilvæg Framsóknarflokkurinn hefur mælst með lítið fylgi í skoðanakönn- unum um nokkurt skeið sé mið tekið af fylgi fyrri tíðar. Það mælist núna um 10 prósent miðað við niðurstöðu könnunar Capacent fyrir Morg- unblaðið. Vafalaust mun Guðni leggja mikið upp úr því að efla sam- stöðu meðal flokksmanna eins og hann hefur lagt áherslu á í málflutn- ingi sínum, síðan hann varð formað- ur flokksins. Ekki hefur veitt af, þar sem innanflokksátök hafa reynst flokknum hindrun í flokksstarfi. Á það jafnt við um innra starf og op- inberan málflutning flokksmanna. Guðni hefur þó verið óþreytandi að leggja áherslu á mikilvægi samstöð- unnar, en það hefur þó ekki orðið til þess að lægja öldur. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að miðstjórnarfundurinn í dag geti gefið sterkar vísbendingar um það sem koma skal á landsþinginu í mars. Þar sem málefnagrunnurinn er lagður. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Vill samstöðu Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lagt mikla áherslu á samstöðu í flokknum. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eru um 180 fulltrúar. Einn fulltrúi fyrir hverja 100 fé- lagsmenn í hverju kjördæmi á sæti í miðstjórninni. Skylda er að a.m.k. þriðjungur miðstjórn- arinnar sé úr röðum ungra fram- sóknarmanna, undir 35 ára aldri. Í miðstjórninni eru einnig allir þingmenn flokksins og ráðherrar. Einnig fulltrúar í landsstjórn, stjórn launþegaráðs, fyrrverandi þingmenn, sveitarstjórn og sjö fulltrúar sem kosnir eru af lands- stjórn. Þá á framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins einnig sæti í miðstjórninni. Miðstjórnarfundir í Framsóknarflokknum fara jafn- an fram tvisvar á ári. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í málefna- starfi flokksins. Laga-, fræðslu- og kynningar-, málefna- og fjár- málanefnd eru allar innan mið- stjórnarinnar. EFLIR MÁL- EFNASTARF››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.