Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 49
Minningar 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
✝ RagnhildurGíslína Ársæls-
dóttir fæddist í
Reynishólum í Mýr-
dal, V-Skaft., 5. jan-
úar 1929 og lést 11.
nóvember 2008 á
Dvalarheimilinu
Hjallatúni, Vík.
Hún var þriðja
barn þeirra hjóna
Ársæls Jónssonar,
fæddur í Reyn-
ishólum, f. 18.5.
1888, d. 24.7. 1950
og Guðrúnar Gunn-
steinsdóttur, f. í Vestmann-
eyjasókn 19.7. 1891, d. 8.6. 1975.
Systkini: Gunnsteinn Jón, f. 1923,
Einar, f. 1925, Sigríður, f. 1931,
Sigríður Guðjónína, f. 1933. Þau
eru öll látin.
Ragna eins og hún var ávallt
kölluð giftist árið 1960 Guðlaugi
Guðjónssyni, f. 1928, frá Ytri-
móðir hennar þar til hún lést.
Ragna gekk hefðbundna skóla-
göngu í æsku en sótti einnig
sauma- og matreiðslunámskeið í
Vík. Á yngri árum vann hún við
heimilishjálp hjá sængurkonum í
Vík og dvaldi í heimahúsum við
sauma í lengri og skemmri tíma.
Auk húsmóðurstarfa tók Ragna að
sér í fjöldamörg ár að sauma fyrir
fólk heima og var mikil sauma-
kona. Þegar börnin urðu eldri
vann hún á haustin í sláturhúsi
Matkaups í Vík en fór síðar í fulla
vinnu á Prjónastofunni Gæðum og
síðar Víkurprjóni þar sem hún
vann til 67 ára aldurs. Ragna sá
um þrif á Reyniskirkju frá því hún
var vígð 1946 þangað til hún flutti
til Víkur árið 1991 þar sem þau
Laugi keyptu sér hús að Sunnu-
braut 1 og bjuggu þar alla tíð síð-
an.
Ragna söng í kirkjukór Reyn-
iskirkju frá unga aldri til efri ára.
Þá starfaði hún með félagi eldri-
borgara, Samherja, í Vík.
Útför Rögnu verður gerð frá
Víkurkirkju í Vík í dag kl. 14.
Jarðsett verður í Reyniskirkju-
garði.
Lyngum í Með-
allandi. Börn þeirra
eru: a) Ársæll, f.
1961, kvæntur Bryn-
dísi Fanneyju Harð-
ardóttur. Þau eiga
tvö börn, Rögnu
Björg og Þráin. b) Jó-
hann, f. 1965. c) Dag-
rún, f. 1970, gift Sig-
urði Ó. Jónssyni.
Dagrún á einn son,
Fannar Þór, með
fyrri sambýlismanni,
Benedikt Ragn-
arssyni, d. 2000.
Ragna ólst upp í Reynishólum
og bjó þar stærstan hluta lífs síns.
Hún stundaði búskap með bræðr-
um sínum eftir að faðir hennar
lést þar til Einar bróðir hennar
tók við búskapnum. Í Reynishólum
bjuggu einnig systir Rögnu, Sig-
ríður Guðjónína, til ársins 1971 er
hún flutti á Kópavogshælið og
Elsku mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
„Strákarnir mínir“ biðja að heilsa.
Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Dagrún.
Elsku amma.
Það er mjög erfitt að kveðja þig þó
svo að ég hafi vitað í hvað stefndi í
einhvern tíma. Loksins þegar það
kemur að því að kveðja þá er maður
einhvern veginn ekki alveg tilbúinn.
Þú varst svo yndisleg og á ég ótrú-
lega margar minningar sem ég hef
hugsað um síðustu daga þó svo að ég
fari ekki að telja þær allar upp hér.
Gulur grautur með berjasaft var
eitthvað sem við systkinin fengum
bara hjá þér og þegar við vorum að
borða fýl hjá þér og afa var guli
grauturinn í eftirmat alltaf hápunkt-
urinn hjá okkur.
Amma var rosalega barngóð og
hafa börn og krakkar alltaf hænst að
henni. Það eru margir krakkar í Vík
sem eiga hlut í ömmu minni og sóttu
í að vera heima hjá henni að leika
sér. Ég skil það vel, við vorum þarna
líka vinkonurnar þegar við vorum
litlar. Oft komum við í heimsókn eftir
skóla eða um helgar til þín og afa þar
sem við fengum eitthvað að borða,
horfa á sjónvarpið, spila og stundum
fengum við að leika okkur með
skartgripina þína sem okkur fannst
vera svo flottir og skreyttum okkur
síðan með þeim. Oftar en ekki kom-
um við síðan heim til okkar eftir
heimsóknina með lakkaðar neglur og
uppsett hár, sáttar með daginn.
Amma var svo rólynd. Ég man
held ég bara einu sinni eftir að hún
hafi orðið mér reið, en ég átti það
örugglega alveg skilið þar sem ég og
bróðir minn vorum lítil og vorum
eitthvað að slást og ömmu leist ekki
orðið á blikuna. Ég man ennþá hvað
ég varð hrædd þegar amma varð
svona reið. Við ræddum þetta atvik
nokkrum sinnum þar sem ég mundi
þetta svo vel. Amma hló bara og
sagðist ekki muna þetta.
Amma var örugglega sú sem var
stoltust af mér þegar ég ákvað að
læra hjúkrunarfræði og ég var svo
stolt að eiga ömmu sem þótti svona
vænt um að ég yrði hjúkrunarfræð-
ingur í framtíðinni. Hún gaf mér allt-
af smá pening til að kaupa skólabæk-
ur á hverri önn og þegar ég kom með
þær í Víkina til að sýna henni fletti
hún þessum bókum og skoðaði og
strauk yfir myndirnar og fannst ég
þurfa að kunna öll ósköpin. Ég verð
örugglega alltaf hjúkkan hennar
ömmu á himnum og ég veit að hún á
eftir að fylgjast með mér í starfi í
framtíðinni eins og hún gerði þegar
ég var að læra. Amma, ég lofa að
standa mig vel.
Ragna Björg.
Ragnhildur Gíslína
Ársælsdóttir
✝ Gunnar Ein-arsson fæddist
á Bæ í Lóni 3. mars
1922. Hann lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Upp-
sölum á Fáskrúðs-
firði 5. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einar Högnason, f.
26.12. 1872, d. 28.2.
1940, og Þuríður
Sigurðardóttir, f.
30.9. 1882, d. 11.2.
1958. Gunnar ólst
upp hjá foreldrum sínum til 9 ára
aldurs, var þá sendur í fóstur að
Karlsstöðum á Berufjarð-
arströnd. Systkini Gunnars, 1)
Sigríður, f. 14.10. 1901, d. 26.5.
1989, 2) Helgi, f. 23.8. 1903, d.
8.5. 1981, 3) Marta, f. 22.11. 1905,
d. 12.5. 1953, 4) Högni Halldór, f.
14.2. 1908, d. 2.2. 1965, 5) Þor-
grímur Sigmar, f. 5.5. 1909, d.
7.7. 1997, 6) Bergljót, f. 9.1. 1911,
d. 11.8. 1995, 7) Ragna Signý, f.
15.10. 1912, d. 25.12. 1991, 8)
Signý, f. 7.10. 1916, 9) Nanna
Ingibjörg, f. 7.11. 1919, d. 5.10.
1999, og 10) Fanney, 15.7. 1923,
d. 30.1. 1956. og 11) Guðni, 11.5.
1926.
Gunnar kvæntist hinn 29. maí
1949 Svövu Júlíusdóttur frá
Berunesi á Berufjarðarströnd, f.
26.11. 1930, d. 28.7. 2006. For-
eldrar hennar voru Þóra Stef-
ánsdóttir, f. 21.8. 1913, d. 12.7.
1990, og Júlíus Svavar Hann-
esson, f. 25.7. 1911, d. 6.4. 1930.
Gunnar og Svava hófu saman bú-
skap á Núpi á Berufjarðarströnd.
Börn þeirra eru: 1) Einar Jóhann,
f. 24.10. 1949, maki Aðalheiður
Jónsdóttir, f. 1955. Dætur þeirra:
Bjarki, f. 1979, maki Hafrún Sig-
urðardóttir, f. 1981. Sonur þeirra
Baltasar Bói, f. 2008. Synir henn-
ar Benedikt Bent, f. 2002 og
Bjartmar Óli, f. 2007. 5) Ómar
Valþór, f 27.5. 1961, maki Guðleif
Sigurjóna Einarsdóttir, f. 1956.
Sonur þeirra er Einar Ingi, f.
1984, maki Alda María Ingadótt-
ir, f. 1987. 6) Þuríður Ósk, f. 4.7.
1962, maki Steinar Þór Ólafsson,
f. 1960. Dætur Þuríðar: a) Anna
Lára, f. 1985, maki Máni Ólafs-
son, f. 1985. Sonur þeirra Reginn
Freyr, f. 2006, b) Arna Bára, f.
1987, maki Mikkael Ingiberg
Gunnlaugsson, f. 1983. 7) Stefán
Benedikt, f. 15.2. 1970, maki
Hólmfríður Sólveig Pálsdóttir, f.
1971. Börn þeirra Rúnar Páll, f.
1993, og Berglind, f. 1998. 8)
Björgvin Rúnar, f. 18. 11. 1971,
maki Vilborg Friðriksdóttir, f.
1969. Börn þeirra Kolbrún Rós, f.
1993, Friðrik Júlíus, f. 1995, og
Katrín Birta, f. 2001.
Gunnar var bóndi af lífi og sál
og unni sveitinni mikið og bar
hag hennar ætíð fyrir brjósti.
Gunnar og Svava bjuggu að Núpi
á Berufjarðarströnd í hartnær 50
ár og ráku þar blandað bú. Þaðan
fluttu þau að Hrauntúni 1, Breið-
dalsvík. Gunnar var einn af stofn-
félögum félags eldri borgara á
Suðurfjörðum og formaður þess
um langa hríð. Hann var virkur
félagsmaður í Lions- hreyfing-
unni Svani á Breiðdalsvík. Á efri
árum nýtti hann frítímann í ýmis
handverk, tálgaði hann þá að-
allega út fugla og húsdýr ásamt
smíðum á bátslíkönum. Gunnar
fluttist á dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Uppsali á Fáskrúðs-
firði í júní 2007 og var þar til
dánardags.
Útför Gunnars fer fram frá
Heydalakirkju í Breiðdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
a) Hrafnhildur, f.
1974, maki Georg
Valur Geirsson, f.
1974. Börn þeirra
Árndís Birgitta, f.
2000 og Alex Logi, f.
2004. Sonur Hrafn-
hildar er Einar Þór,
f. 1993. b) Svava
Þórey, f. 1975, maki
Helgi Kristinsson, f.
1972. Börn þeirra
Aðalheiður Sjöfn, f.
1999, Kristinn Vikt-
or, f. 2002 og Árni
Valtýr, f. 2007. 2)
Hólmar Víðir, f. 31.5. 1951, maki
Jarþrúður Baldursdóttir, f. 1952.
Börn þeirra: a) Guðmundur, f.
1970. b) Svava Júlía, f. 1974.
Dóttir hennar Júlía Sól, f. 2007.
c) Sóley Hulda, f. 1975, maki
Magnús Ninni Reykdalsson, f.
1970. Dóttir þeirra: Hólmfríður
Erla, f. 1998. d) Gilbert Árni, f.
1980, maki Ingibjörg Steinunn
Sæmundsdóttir, f. 1987. Sonur
þeirra Sæmundur Hólm, f. 2008.
Sonur Gilberts Árna er Andri
Freyr, f. 2002. 3) Sigurður Borg-
þór, f. 16.11. 1953, maki Hrafn-
hildur Sveinveig Þórarinsdóttir,
f. 1955. Börn þeirra a) Þórunn
Bylgja, f. 1980, maki Guðjón
Hilmarsson, f. 1979. b) Gunnar
Rafn, f. 1981, maki Sigrún Ýr
Magnúsdóttir, f. 1983. Dóttir
þeirra Embla Dís, f. 2005. c) Þór-
arinn Máni, f. 1985. d) Unnur
Arna, f. 1991. 4) Svavar Júlíus, f.
8.4. 1959, maki Sigríður Helga
Georgsdóttir, f. 1959. Börn
þeirra: a) Ágústa Randrup, f.
1979, d. 20.5. 1984, b) Hrefna Sif,
f. 1982, c) Róbert, f. 1987, maki
Fanney Haraldsdóttir, f. 1989, og
d) Júlía 1992. Sonur Svavars er
Elsku Gunnar afi er látinn 86 ára
að aldri. Hann var farinn að þrá að
kveðja þennan heim, lungun hans
voru búin og það var ekki það sem
hann vildi að liggja eins og aumingi
eins og hann sagði. Afi var bóndi að
líf og sál. Síðustu ár smíðaði afi
mikið af dýrum og bátum, og er
þetta listasmíði hjá honum, afrakst-
urinn má til dæmis sjá á Safnasafn-
inu á Svalbarðseyri.
Margar minningar leita á huga
minn nú að leiðarlokum. Margar
voru stundirnar í sveitinni heima á
Núpi sem barn og unglingur, alltaf
jafn gaman að koma til ömmu og
afa í sveitina. Svo eftir að amma og
afi hættu búskap og bjuggu um hríð
á Fáskrúðsfirði, eftir að þau keyptu
sér hús á Breiðdalsvík og ekki voru
fáar ferðirnar sem við fórum saman
og keyrðum um allar sveitir á Hér-
aði. Og ekki síst allar þær nætur
sem þau gistu hjá okkur Helga.
Þessar minningar eru mér mikils
virði.
Afi varð aldrei samur eftir að
amma dó fyrir rétt rúmum tveimur
árum. Síðasta eina og hálfa árinu
eyddi hann á dvalarheimilinu Upp-
sölum á Fáskrúðsfirði og þar leið
honum vel. Þar gerði starfsfólkið
allt sem það gat til að honum liði
sem best og það ber að þakka.
Elsku afi minn, bestu þakkir fyrir
allt og við sjáumst síðar, því að ég
veit að þegar minn tími kemur mun-
uð þið amma taka á móti mér.
Blessuð sé minning þín.
Þín afastelpa,
Svava Þórey.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra máli ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Hvíldu í friði, elsku afi.
Takk fyrir allt.
Þín barnabörn,
Bylgja, Gunnar, Þór-
arinn og Unnur.
Ég var í útlöndum þegar þú
kvaddir. Ég var sá eini í fjölskyld-
unni sem vissi ekki að þú værir far-
inn. Ég hafði verið að tala svo mikið
um þig, ég sagði sögu af þér og
ömmu og sagðist halda að þig lang-
aði til þess að fara að komast til
hennar. Í hádeginu næsta dag var
hringt í mig frá Íslandi. Afi minn
var dáinn.
Ég á alltaf eftir að geyma mynd-
ina sem ég hef í huganum af þér, afi
minn. Myndin sú lýsir þér svo vel,
lýsir þér með mínu hjarta. Svo góð-
um, rólegum manni. Þú vildir hafa
alla ánægða, gerðir ekki upp á milli
manna og elskaðir alla þína. Ef ég
hefði vitað að þetta yrði síðasta
skiptið sem ég sæi þig þá hefði ég
horft aðeins lengur á þig, faðmað
þig aðeins fastar og kvatt þig aftur
áður en ég fór.
Það var erfiður dagur fyrir þig
þegar amma var lögð til hinstu
hvílu. En þú tókst á móti mér eins
og alltaf þegar við hittum hvor ann-
an, frá því að ég kom fyrst í sveitina
og fram á þennan dag. „Sæll nafni
minn,“ sagðir þú, kysstir mig á
kinnina og faðmaðir mig þétt að
þér. Þú faðmaðir alltaf svo fast og
þétt. Þennan dag varst þú að kveðja
ástina í lífi þínu. Það er myndin sem
ég gleymi aldrei og hef hugsað um
reglulega síðan. Þú stóðst yfir kist-
unni, svo innilegur, ástfanginn,
sorgmæddur. Þú varst svo góður
maður, afi minn. Ég mun ávallt
minnast þess og mun alltaf muna
þig. Núna ertu kominn aftur til ást-
arinnar þinnar, afi minn. Sameinuð
á ný og nú til eilífðar.
Fyrir hönd systkina minna kveð
ég þig, afi okkar, nafni minn.
Gunnar Rafn Borgþórsson.
Elsku afi.
Nú ert þú búinn að kveðja þenn-
an heim og vona ég að þú sért búinn
að hitta hana ömmu. Þegar ég sit
hér við tölvuna til að koma ein-
hverju niður á blað þá er mér efst í
huga þegar við systur vorum börn
og unglingar. Þær voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum með pabba og
mömmu í sveitina til ykkar ömmu.
Það var alltaf nóg að gera, sama á
hvaða árstíma það var, alltaf var
margt fólk hjá ykkur og mikill
gestagangur. Þú sagðir oft við mig
að ég yrði bóndakona, ég held að
það hafi verið af því ég vildi alltaf
vera úti að brasa með ykkur í stað
þess að vera inni, mér þótti alltaf
vænt um að heyra þig segja þetta.
Langt fram eftir aldri fannst mér
engin jól nema ég kæmist í sveitina,
þá var oft mikið spilað, hlegið og
gert grín. Í heyskapnum man ég
eftir þér með hrífu að raka dreif og
við krakkarnir hjálpuðum þér.
Þegar þið svo fluttuð úr sveitinni
og bjugguð um tíma á Fáskrúðsfirði
þá vorum við Georg Valur nýbyrjuð
að búa og þá komum við mikið til
þín og ömmu og við spiluðum kana
og það var ansi mikið búið að hlæja
og hafa gaman, ykkur þótti svo
gaman að spila.
Mér er einnig mjög minnisstætt
þegar ég og mín fjölskylda, pabbi,
mamma, Svava og hennar fjölskylda
fórum með ykkur ömmu í bústað í
Lónið. Við fórum niður að Bæ í
Lóni þaðan sem þú varst ættaður.
Þú sagðir okkur frá húsinu sem
stóð þarna, að foreldrar þínir hefðu
byggt þetta hús en þú hélst að þau
hefðu aldrei flutt inn í það. Við
rúntuðum um sveitina og fórum á
Höfn, við fengum alveg rosalega
gott veður og þú varst svo glaður
með þetta allt saman.
Það er okkur mikil ánægja að þú
skulir hafa komist í brúðkaupið
okkar í sumar þó þú hafir verið orð-
inn þó nokkuð slappur þá en þú
barst þig vel eins og alltaf. Svo var
það um verslunarmannahelgina sem
við fórum með þig í sveitina. Það
var þitt líf og yndi að komast þang-
að.
Daginn sem þú yfirgafst þennan
heim kom Alex Logi heim með
krukku sem hann málaði á í leik-
skólanum, hann sagði að langafi
ætti að fá krukkuna en við ætlum að
hafa hana hjá okkur og setja kerti í
hana þegar við viljum minnast þín.
Elsku afi, hvíl í friði.
Þín afastelpa,
Hrafnhildur og fjölskylda.
Gunnar Einarsson
Elsku afi ég sakna þín.
Þín langafastelpa,
Aðalheiður Sjöfn.
Takk fyrir allt elsku afi.
Þinn langafastrákur,
Kristinn Viktor.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð …
(Davíð Stefánsson)
Samúðarkveðjur
Stefán, Bára Björk, Guð-
rún og börn.
Elsku langafi ég sakna þín svo
mikið.
Þín langafastelpa,
Árndís Birgitta.
Elsku langafi hvíl í friði þín er
sárt saknað.
Þínir langafastrákar,
Einar Þór og Alex Logi.
HINSTA KVEÐJA