Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 50
50 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
✝ Halldór Þor-steinn Gestsson,
fæddur á Siglufirði
15. apríl 1917, lést
á Heilbrigð-
isstofnun Siglu-
fjarðar 3. nóv-
ember 2008.
Foreldrar hans
voru hjónin Lára
Thorsen, fædd á
Hjalteyri 21.6.
1887, d. 16.11. 1976
og Gestur Guð-
mundsson frá
Bakka á Siglufirði,
f. 21.8. 1892, d. 8.3.1937. For-
eldrar Láru voru Lars Thorsen
frá Noregi og Hjörtína Kristín
Kristjánsdóttir. Foreldrar Gests
voru Guðmundur Bjarnason og
Halldóra Björnsdóttir, sem
bjuggu í Bakka á Siglufirði.
Systkini Halldórs eru Hjörtína
Kristín, fædd 26.10. 1923, búsett
í Keflavík, Svava, f. 1921 og
Óskar Leó, f. 1925, en þau létust
bæði í æsku. Halldór giftist 15.
október 1944 Líneyju Bogadótt-
ur frá Minni-Þverá í Fljótum, f.
20.12. 1922. Foreldrar hennar
voru Bogi Guðbrandur Jóhann-
esson, f. 9.9. 1878, d. 27.10. 1965
og Kristrún Hallgrímsdóttir, f.
3.12. 1878, d. 15.8. 1968.
Halldór og Líney eignuðust
sjö börn. Þau eru: a) Kristrún. f.
15.10. 1943, maki Sigurður Haf-
liðason, b) Lára. f. 30.1.1945,
maki Eyjólfur Herbertsson, c)
Gestur Óskar. f. 21.1. 1947, maki
Ólöf Markúsdóttir, d) Guðrún
Hanna. f. 28.7. 1948, maki Þor-
steinn H. Jónsson,
e) Halldóra Hafdís
Karen, f. 4.8. 1949,
maki Guðmundur
Meyvantsson, f)
Bogi Guðbrandur
Karl, f. 24.7. 1951
g) Líney Rut, f.
24.4. 1961, maki
Oddný Sigsteins-
dóttir. Þegar Hall-
dór lést átti hann
56 barna- og
barnabarnabörn.
Halldór og Líney
bjuggu allan sinn
búskap að Hlíðarvegi 11 eða þar
til þau fluttust að Skálarhlíð
1994.
Halldór gekk í Barna- og
unglingaskóla Siglufjarðar.
Hann stundaði nám í rafvirkjun
við Iðnskóla Siglufjarðar og síð-
ar við Póstskólann í Reykjavík.
Hann hóf ungur störf hjá
Pósti og síma á Siglufirði, fyrst
sem sendill 1928 en hann gegndi
síðar ýmsum störfum hjá því
fyrirtæki, var t.d. vaktmaður á
símanum, loftskeytastöðinni og
póstafgreiðslumaður. Hjá Pósti
og síma starfaði hann allan sinn
starfsaldur eða þar til að hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir
árið 1987. Einnig vann hann sem
vörubílstjóri og afgreiðslumaður
hjá Áfengisverslun Siglufjarðar.
Ungur aðstoðaði hann föður sinn
sem var ferjumaður á ferjubátn-
um Farsæli.
Útför Halldórs verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Halldór minn. Nú ert þú farinn yf-
ir móðuna miklu. Ég á engin orð yfir
það sem fer um huga minn En ég fer
nærri um að þú vitir það. Þú varst og
ert mér hjartkær, elsku Halldór
minn. Við áttum hvort annað .
Ég, Lína þín, kveð þig, ástin mín,
með þessu ljóði.
Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa,
meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd
þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt.
Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú
rótt.
(Jónas Tryggvason.)
Elskan mín.
Far þú í friði. Friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín,
Líney.
Elsku pabbi!
Nú er komið að kveðjustund, elsku
hjartans pabbi.
Það er ekki létt að kveðja þig í
hinsta sinn, þó að við vissum að
hverju dró og vissum að þú værir
tilbúinn að fara, sáttur við lífið. Við
eru öll afar þakklát fyrir allt það sem
okkur sem fjölskyldu hefur hlotnast.
Vissulega hefur gefið á bátinn úr
ýmsum áttum en allir hafa staðið
saman sem einn maður, hafi einhver
lent í raunum. Þú og mamma hafið
alltaf verið til staðar og staðið saman
vörð um ykkar hóp. Ástríki ykkar
hefur stutt okkur öll í lífinu.
Trú og traust á Guð og æðri mátt-
arvöld hefur verið ykkar og okkar
leiðarljós.
Öll börn hafa laðast að þér og elsk-
að þig, það lýsir því líklega best
hvern mann þú hafðir að geyma.
Lítil afastelpa sagði „Nú er hann
afi minn engill á himnum, í hvítum
kjól“
Já nú er komið fyrsta skarðið í
Hlíðarvegs-hópinn og við kveðjum
þig með klökkva í hug en þó með
vissu um að nú ert þú kominn á góð-
an stað og örugglega hefur verið tek-
ið vel á móti þér af þeim sem á undan
eru farnir.
Þú barst gæfu til að greina neyð-
arkall frá færeysku skútunni Hav-
frúgvin, þann 17. október 1949. Ein-
hverra hluta vegna ákvaðst þú að
hinkra aðeins lengur við, eftir að
vaktinni þinni á loftskeytastöðinni
var lokið. Aðeins þetta eina neyðar-
kall barst frá skútunni sem hafði
strandað út af Torfnavík á Almenn-
ingum í Fljótum. Björgunarleiðang-
ur fór frá Siglufirði og allir skips-
brotsmennirnir komust af.
Silfurskjöldur um björgunina hangir
uppi í Siglufjarðarkirkju.
Við fylgdum þér öll síðasta spölinn
að girðingunni. Þú kvaddir okkur,
fjöllin þín og fjörðinn þinn áður en þú
sagðir skilið við þennan heim. Siglu-
fjörður var þinn staður og þú unnir
honum.
Nú ert þú farinn á undan, yfir í
annan heim, en við komum seinna á
eftir þér. Við geymum allar góðu og
skemmtilegu minningar um þig,
pabbi minn, og tökum þær fram þeg-
ar tækifærin gefast, við vitum að þú
verður hjá okkur í anda, spaugsam-
ur, glaður og góður.
Um það efumst við ekki. Við biðj-
um algóðan Guð að styrkja mömmu
okkar og varðveita.
Takk fyrir allt, elsku pabbi, hvíldu
í friði.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Guðrún Hanna.
Langfallegasti, langflottasti og
lang-langbesti afi í heiminum. Elsku
afi, þú varst nákvæmlega eins og
hvert barn óskar sér að eiga, já að
eiga svona afa er ekki öllum gefið, en
mér og mínum hlotnaðist sá heiður
að hafa og eiga. Þú varst svo ljúfur
og yndislegur við mann. Vildir öllum
vel, jafnt mönnum og dýrum.
Alltaf þegar þið amma komu í
heimsókn komu þið aldrei tómhent,
það var gaukað að okkur Gæjóli,
Opali eða bolsíum, að ógleymdum
öllum kossunum og faðmlögunum
sem við fengum líka í kaupbæti.
Ekki man ég eftir þér öðruvísi en
vera að glettnast og grínast í okkur
krökkunum og hvað þá ömmu, oft
fengum við ís af Bíóinu í brúnum
poka sem þú varst ekki lengi að
skjótast niður í bæ til að ná í. Á með-
an beið maður spenntur eftir því að
þú kæmir heim, myndir láta okkur
bregða með því að hoppa á einhvern
glugga eða henda einhverju loðnu
dóti, þá hrukkum við í kút og ég tala
nú ekki um ömmu, mömmu og syst-
urnar. Aldrei varðstu þreyttur á að
segja okkur Mikka Mús-sögur. Þú
varst alveg ótrúlegur.
Það var sko algjört ævintýri að
komast upp á loft heima hjá ykkur
ömmu, það voru ófá skipti sem mað-
ur var að laumast upp og skoða en
best var þegar þú varst með og sýnd-
ir okkur allan fjársjóðinn þinn, það
var allt svo spennandi enda nóg af
dóti að skoða. Frá því ég var barn
þegar við fjölskyldan vorum hjá ykk-
ur ömmu um jól, hvað það var mikið
ævintýri, og að fá að skoða jólahúsið
þitt. Maður gat horft endalaust á og
hlustað á jólalög eins og Ég sá
mömmu kyssa jólasvein. Þetta var
ekkert smá stór stund í lífi barns, að
fá að vera hjá ykkur um jól. Húsið
fullt af fólki að ógleymdum mat og
smákökum. Nú í dag þegar koma jól
þá minnist ég alltaf jólahússins hans
afa og er búin að segja mínum
strákum frá því oft.
En elskulegi afi minn, nú ertu bú-
inn að fá hvíldina löngu, og ég veit að
þú hefur í nógu að snúast að passa
allan hópinn þinn. Takk fyrir allar
stundirnar sem við höfum átt með
þér. Hlakka til að hitta þig seinna, afi
minn, sem ég veit að þú gerir, að
taka á móti hópunum þínum þegar
þeirra kall kemur.
Elsku yndislega amma, við biðjum
guð um að styrkja þig, mömmu,
Kristrúnu, Láru, Gunnu, Gest, Boga,
Líney Rut og öllum hinum í fjöl-
skyldunni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi, minning þín er eins og
dýrmæt perla.
Kveðja,
Kristjana og Ásgrímur.
Gunnlaugur og Bergsteinn.
Elsku besti afi minn. Það er svo
erfitt að skrifa þessar línur, nokkuð
sem ég hélt að ég þyrfti aldrei að
gera. Þessar línur þyrftu þó að vera
svo miklu fleiri ef ég ætti að setja allt
á blað sem ég vildi segja.
Þú reyndist mér alltaf svo vel og
varst mér svo góður. Þú varst alltaf
svo natinn og hjálplegur við mig.
Þegar ég var lítil og þú komst heim í
hádegismat tókst þú þér tíma til að
kenna mér að hjóla. Það voru ófáar
ferðirnar sem þú hljópst eftir Hlíð-
arveginum og hélst í hjólið mitt þar
til ég gat þetta alveg sjálf. Seinna
meir kenndir þú mér líka að keyra
bíl.
Ég gat alltaf leitað til þín afi minn,
sama hvað var, hvort heldur að laga
hjólið, jólaseríurnar eða bara hvað
sem var. Ég bý líka enn að öllum
sögunum sem að þú sagðir okkur
krökkunum, sögupersónurnar eru
enn ljóslifandi.
Þegar ég svaf hjá ykkur ömmu þá
færðir þú mér iðulega þitt sérstaka
kakó og ristað brauð í rúmið og alltaf
með bros á vör. Fréttaáhugi þinn fór
ekki framhjá neinum og þeir eru
ekki margir fréttatímarnir sem
framhjá þér fóru. Það kom stundum
fyrir að margar útvarpsstöðvar voru
í gangi í einu og jafnvel sjónvarpið
líka. Þá var varla annað hægt en
brosa, þú ætlaðir ekki að láta neitt
framhjá þér fara.
Elsku afi minn, það eru svo marg-
ar minningar sem koma upp í hug-
ann, Kanaríeyjaferðin eftirminni-
lega, sögurnar, prakkarastrikin og
öll þín hlýja umhyggja.
Þessar dýrmætu minningarnar
geymi ég í hjarta mínu.
Ég veit að þú ert nú kominn á góð-
an stað og lítur eftir okkur öllum. Ég
kveð þig nú með sorg í hjarta og
þakka allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Takk, elsku afi minn, fyrir allt.
Þín
Berglind.
Við systkinin á Fossveginum vor-
um svo lánsöm að fá að alast upp með
ömmu og afa í næstu götu á Siglu-
firði. Vegalengdirnar eru ekki mikl-
ar á Siglufirði þannig að það var auð-
velt að koma við hjá ömmu og afa og
oftar en ekki fengum við að gista. Á
Hlíðarvegi 11 kom maður ekki að
tómum kofanum því þar var alltaf til
nóg af tíma fyrir okkur og þar var
nóg af ást, kærleik, umhyggju, koss-
um og smá prakkaraskap í afa. Þeg-
ar ég var að alast upp vann afi á póst-
húsinu og það var ósjaldan sem
maður kom við á pósthúsinu til að
kasta kveðju á afa.
Afi var galdrakarl, hann gat alltaf
galdrað nammi úr buxnavasanum og
stungið í litlu goggana í kringum sig.
Gististundir hjá ömmu og afa voru
margar og eftirsóttar þar sem alltaf
var eitthvað brallað og svo vakti afi
mann alltaf með því að færa manni
kakó og ristað brauð að hans hætti í
rúmið. Meira að segja hundarnir
sem tilheyrðu fjölskyldunni fengu
sinn skerf af kærleik afa því hann
átti alltaf sykurmola í vasanum fyrir
þá. Hann elskaði að gleðja aðra.
Á Hlíðarveginum var efsta hæðin
kölluð byggingin. Þar var öllu sem
átti að henda, bilaði eða engin not
voru fyrir safnað saman og geymt,
þvílíkt ævintýraland. Ef eitthvað
vantaði var leitað til afa og átti hann
alltaf eitthvað í fórum sínum til að
redda hlutunum með. Ef það vantaði
viðgerð á hjóli eða einhverju öðru
var afi alltaf boðinn og búinn að gera
við. Það skemmtilega við þessa söfn-
unaráráttu hjá honum er að hún
virðist hafa erfst í nokkra ættliði en
enginn í fjölskyldunni vill kannast
við það.
Alltaf var afi rólegur og yfirveg-
aður, sama hvað bjátaði á og aldrei
man ég eftir að hann hækkaði róm-
inn eða skipti skapi. Hann var ein-
faldlega alltaf glaður. Afi átti ráð við
öllu en hann var ekki að troða þeim
upp á mann heldur lét hann mann
finna lausnirnar með tryggri og lát-
lausri stýringu. Það var einhvern
veginn eins og afi hefði fleiri stundir í
sólarhringnum en við hin. Alltaf
fyrstur á fætur og síðastur í svefn.
Afi var liðtækur á heimilinu og gekk
í heimilisstörfin ef þess þurfti. Það
var kannski ekki alveg í anda tíð-
arandans þá en þykir sjálfsagt í dag.
Jólasveinasnjókarlinn við eldhús-
gluggann bjó hann til á aðfangadag
og þegar við börnin vorum sest við
eldhúsborðið var sveinki lýstur upp
og þarna sátum við og dáðumst að
honum og borðuðum smákökur og
drukkum súkkulaði. Thomas Edison
sagði: „Ef maður getur arfleitt börn
sín að eldmóði hefur maður skilið eft-
ir sig ómetanleg auðæfi.“ Það er
mikið til í þessum orðum og þú hefur
skilið eftir þig meiri auðæfi en nokk-
ur annar getur státað sig af. Afi var
engill í lifanda lífi og ég trúi því að
hann haldi starfi sínu áfram á öðrum
vettvangi.
Elsku amma, mamma, Lára,
Gunna Hanna, Gestur, Dísa Dóra,
Bogi, Líney, Linda og aðrir nákomn-
ir ættingjar og vinir, Guð blessi ykk-
ur öll fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við þennan yndislega mann
sem við kveðjum í dag. Afi, ég þakka
þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig.
Ásdís Sigurðardóttir.
Elsku langafi.
Ég sakna þín mikið. Ég man hvað
það var spennandi þegar þú varst að
gefa okkur Sylvíu Ósk apríkósur.
Þegar við vorum í heimsókn hjá ykk-
ur langömmu fengum við að klippa
þær í sundur með töng áður en við
borðuðum þær og þegar við fórum
þurfti alltaf að láta poka með þrem
apríkósum detta ofan af svölunum í
Skálarhlíð.
Þegar við fórum svo á leikskólann
fórstu alltaf í göngutúr fram hjá leik-
skólanum þegar við vorum úti að
leika og þá fengum við auðvitað aprí-
kósu í munninn. Það var alltaf gam-
an að koma til þín í heimsókn á
sjúkrahúsið og spila við þig. Það
verður skrítið að geta ekki farið
þangað og hitt þig. Elsku langafi,
það er frábært að hafa fengið að hafa
þig svona lengi í lífinu mínu.
Þinn afastrákur,
Kristófer Rúnar Ólafsson.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þínar langafaskvísur,
Harpa Katrín, Sólveig Birna og
Rebekka Hólm Halldórsdætur.
Halldór Þorsteinn
Gestsson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
HARALDAR M. SIGURÐSSONAR
íþróttakennara,
Akureyri,
sem lést hinn 14. október.
Við þökkum öllum sem sýnt hafa minningu hans
virðingu. Sérstakar þakkir færum við félögum í KA
sem reyndust honum traustir vinir á ævikvöldinu.
Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli eru og færðar
hugheilar þakkir fyrir alúð við umönnun hans
seinasta spölinn.
Guð blessi ykkur.
Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Hanna B. Jónsdóttir,
Einar Karl Haraldsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Haraldur Ingi Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir,
Jakob Örn Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Bugðulæk 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana
í veikindum hennar.
Þorkell Ingimundarson, Helga Geirmundsdóttir,
Þráinn Ingimundarson,
ömmubörn og langömmubörn.