Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 63

Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 63
Menning 63FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Hvað gerist þegar þriðji ísbjörninn gengur á land og móttökunefndin samanstendur af þremur hugmynda- ríkum krökkum. hann er kominn! Sprenghlægileg saga eftir einn vinsælasta barnabókahöfund landsins. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudaginn 20. og 21. nóvember kl. 19.30 Eftirlætis barokk í Langholtskirkju Hljómsveitarstjóri: Nicholas Kraemer Einsöngvari: Dominique Labelle Perlur barokktónlistarinnar á borð við Kanón Pacelbels og vatnatónlist Handels hreyfa við öllum tónlistarunnendum. Unaðsleg og tímalaus tónlist. Athugið - frjálst sætaval. ■ Laugardaginn 22. nóvember kl. 17 Á indjánaslóðum Kristalstónleikar nóvembermánaðar í Þjóðmenningarhúsinu eru helgaðir slagverkssveit hljómsveitarinnar og amerískri tónlist sem sækir innblástur sinn í tónlist og menningu indjána. Tryggið ykkur miða á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar og Sinfóníuhljómsveitarinnar 5. desember. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÚTGÁFA á bókum Halldórs Lax- ness er í uppnámi og mun enginn útgefandi vera með samning um út- gáfu á verkum skáldsins. For- saga málsins er sú að Forlagið náði sáttum við Samkeppniseft- irlitið fyrr á þessu ári vegna samruna JPV út- gáfu, Máls og menningar- Heimskringlu og Vegamóta. Í sáttinni fólst meðal annars að Forlagið myndi selja all- an lager verka Halldórs Laxness, sem og útgáfugögn. Þá var Forlag- ið skuldbundið til að gera hvorki nýjan útgáfusamning um verk Halldórs, né að endurnýja þágild- andi útgáfusamning. Sá samningur rann út í sumar. Í sáttinni kom einnig fram að Forlagið myndi selja útgáfurétt á Íslenskri orðabók, Ensk-íslenskri orðabók, Íslenskum samtíð- armönnum, Sögu Reykjavíkur, Ís- lendingasögunum og Sturlungu. Höfundarverk í hættu Í sumar auglýsti Forlagið út- gáfuréttinn að þessum verkum til sölu, en engin tilboð bárust. „Svo virðist sem fáir íslenskir út- gefendur hafi burði til þess að kaupa lagerinn og annast útgáfu á þessum verkum. Þannig að við telj- um mjög ólíklegt að burðugur kaupandi finnist,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu. Hvað útgáfu á verkum nób- elsskáldsins varðar segir Jóhann Páll að erfingjar skáldsins, sem jafnframt eru höfundarréttarhafar hafi óskað eftir því að Forlagið annist útgáfumál skáldsins áfram, líkt og verið hefur. „Aðstandend- urnir eru uggandi yfir ástandinu, enda krefst viðhald lagers og um- sjón erlendra og afleiddra réttinda, leiksýninga, kvikmyndaréttar og svo framvegis, mikillar vinnu,“ út- skýrir Jóhann Páll. „Meðan enginn útgáfusamningur er í gildi fylgir enginn eftir ýmiss konar tækifær- um, sölu og kynningarstarfi. Þann- ig að höfundarverk skáldsins er í mikilli hættu ef vanræksla þessara þátta verður langvarandi. Það er hætt við því að afleiðingin verði tjón fyrir alla, ekki síst íslenska bókmenningu.“ Mega ekki prenta Jóhann Páll segist ekki sjá hvernig sé hægt að knýja höfund- arréttarhafa til þess að gefa út þar sem þeir vilja ekki gefa út. „En það er ekki einu sinni í boði – það hefur ekki borist tilboð í þetta verk. En þetta er ekki eitthvað sem Forlagið eða Samkeppniseftirlitið hafa eitt um að segja, það eru að sjálfsögðu sjónarmið erfingjanna sem hljóta að vega þyngst í þessu máli. Þann- ig að í raun og veru er þetta al- gjörlega óskiljanlegt. Útgáfusamningur okkar við erf- ingjana rann út í sumar og sam- kvæmt sáttinni er okkur óheimilt að endurnýja hann,“ segir Jóhann Páll. Samkvæmt sáttinni við Sam- keppniseftirlitið má Forlagið selja þann lager af verkum Laxness sem enn er til, en því er hins vegar ekki heimilt að endurprenta bækurnar. Það er því hætt við því að bækur Laxness klárist hreinlega í versl- unum. „Það er alveg ljóst, ýmis verk hans verða bara ófáanleg. Það styttist í að einhver verk hans selj- ist upp,“ segir útgefandinn, en sem dæmi má nefna að bækur á borð við Sjálfstætt fólk og Íslandsklukk- una eru skyldulesning í mörgum framhaldsskólum. Hæpið fjárhagslega séð Aðspurður segir Jóhann Páll að Forlagið hafi ekki átt annarra kosta völ en að gangast við skilyrð- unum á sínum tíma. „Við stóðum frammi fyrir því að Samkeppniseftirlitið vildi ekki fall- ast á samruna JPV og bókahluta Eddu, og þess vegna urðum við að fallast á sátt. Við áttum engra kosta völ, en það var svo sann- arlega ekki ósk okkar að selja þennan rétt, né Íslenska orðabók eða önnur verk sem okkur var gert að selja samkvæmt sáttinni,“ segir Jóhann Páll og bætir því við að allt hafi þó verið gert til að reyna að selja. „Við höfum gert miklar tilraunir og auglýst þetta bæði í Morg- unblaðinu og Fréttablaðinu, sent erindi á alla félaga í Félagi ís- lenskra bókaútgefenda og vakið at- hygli á þessu með margvíslegum hætti. En við höfum ekki fundið kaupanda að neinu þessara verka.“ Ástæðu hinna dræmu undirtekta segir Jóhann Páll liggja í augum uppi – enginn íslenskur útgefandi hafi bolmagn til þess að kaupa út- gáfuréttinn og sjá um hann í kjöl- farið. „Ég held að útgefendur telji þetta líka mjög hæpið fjárhagslega séð, að kaupa þau verk sem okkur var gert að selja. Þetta eru allt verk sem eru mjög þung fyrir hvaða útgefanda sem er. Það þarf mjög burðugt útgáfufyrirtæki til þess að annast útgáfu og umsjón þessara verka. Ef við tökum verk Halldórs, þá er þetta svo mikill fjöldi verka sem um er að ræða að bara það að eiga öll helstu verkin á lager kostar gríðarlega fjármuni, en salan er ekki hröð. Þannig að þetta er gríð- arleg fjárbinding. Og varðandi Ís- lensku orðabókina, þá hleypur end- urskoðun á henni á tugum milljóna, og það þarf að fram- kvæma hana mjög reglulega. Ég held að síðasta endurskoðun hafi til dæmis kostað á bilinu 70 til 100 milljónir,“ segir Jóhann Páll og bætir því við að rétturinn færi aldrei á innan við 100 milljónir króna. Aðspurður segist Jóhann Páll vonast til að Samkeppniseftirlitið slaki á sínum skilyrðum, eða að það muni jafnvel falla frá þeim. „Ég sé enga aðra leið. Ef við lít- um bara til erfingjanna, handhafa höfundarréttar, þá er þetta ekki hægt. Og í menningarlegu tilliti er þetta algjörlega útilokuð staða. Þetta er bókstaflega fráleitt.“ Halldór Laxness án útgefanda  Samkeppniseftirlitið setti Forlaginu það skilyrði að selja útgáfuréttinn  Enginn kaupandi hefur enn fundist  Hið sama gildir um Íslenska orðabók  „Fráleitt“ segir útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nóbelsskáldið „Höfundarverk skáldsins eru í mikilli hættu ef vanræksla þessara þátta verður langvarandi,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson. „ÞETTA mál er enn í því ferli sem það var sett í upphafi,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins. „Ferlinu er ekki lokið og þau tímamörk sem sett voru eru ekki liðin. Þannig að við höfum ekki tekið aðra afstöðu en þá sem fram kemur í ákvörð- uninni. Svo verður bara að koma í ljós hvort og þá hvernig það efnahagsástand sem nú er uppi mun hafa áhrif á málið.“ Páll Gunnar segir að sett hafi verið upp ákveðin sölutímabil, og af viðskiptalegum ástæðum ríki trúnaður um hver þau eru. Þau tímabil standi hins vegar enn. Ef umræddar eignir seljast ekki af hálfu eiganda er gert ráð fyrir því í ákvörðuninni að samkeppniseftirlitið skipi sér- stakan söluaðila eftir ábend- ingu samrunaaðila. „Hlutverk hans er að selja söluandlagið, og leitast við að ná fram sem hagstæðustum söluskilmálum fyrir eignirnar, en jafnframt að tryggja að markmiðum ákvörðunar Sam- keppniseftirlitsins verði náð,“ útskýrir Páll Gunnar. „En þetta mál er í því ferli sem Forlagið sættist á, og lagði raunar flest skilyrðin til. Það verður bara að koma í ljós hvort breyttar aðstæður kalli á endurskoðun á þessu. En það liggur ekkert fyrir um það núna.“ Sölutímabil stendur enn Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.