Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. apríl 2009 DÓMSTÓLAR Tæplega fertug kona hefur verið dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði. Konan stal í allmörg skipti áfengi úr vínbúðum ÁTVR. Hún valdi tegundir af sterkari gerð- inni svo sem koníak, viskí og vodka. Að auki stal hún fötum og snakki úr Hagkaupum, svo og fimm DVD-myndum úr Krón- unni. Auk ofangreindrar refsingar var konunni gert að greiða skaða- bætur upp á tæplega níu þúsund krónur til Hagkaupa og skaða- bætur til ÁTVR að upphæð rúm- lega 24 þúsund krónur. - jss Tæplega fertug kona: Stal koníaki, viskí og vodka VÍNBÚÐIRNAR Konan hélt sig aðallega við sterkari tegundirnar. SJÁVARÚTVEGUR Eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2007 var 110 milljarðar, eða 25,3 prósent. Þetta kemur fram í ritinu Hagur fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007 sem Hagstofa Íslands hefur gefið út. Niðurstöður efna- hagsreiknings sýna að heildar- eignir sjávarútvegsins voru 435 milljarðar króna en heildarskuld- ir 325 milljarðar. Afkoma sjávarútvegsins á árinu 2007 var almennt viðun- andi þrátt fyrir erfið ytri skil- yrði. Tekjur fiskveiða námu 85,4 milljörðum króna og heildargjöld námu 67,1 milljarði króna. Tekjur fiskvinnslu námu 94,3 milljörðum króna og rekstrarkostnaður nam 87,7 milljörðum króna. - shá Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki: Eigið fé 110 milljarðar 2007 Hebron-Vinnufatnaður Smiðjuvegi 1, Grá gata www.hebron.is s. 567-6000 20% kynningAr afsláttur til 8. maí V INNUFATNAÐUR FÆST NÚ Í HEBRON ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 58 78 0 4/ 09 Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. • Stöðumat • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Ráðgjöf • Greiðslujöfnun • Heimilisbókhald • Breyting á lánaskilmálum • Lífeyris- og tryggingamál • Lenging lánstíma • Netdreifing/útgjaldadreifing • Tímabundin frestun afborgana • Sparnaðarleiðir Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF FYRIR ÞIG DÓMSMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri, Sverrir Pétur Péturs- son, hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið til tveggja ára, fyrir að skjóta 60 milljónum króna undan skatti á tveggja ára tímabili. Honum er gert að greiða 120 milljóna sekt í ríkissjóð. Sverrir, sem er málarameist- ari, bar að hann hefði skilað öllum virðisaukaskattskýrslum eftir að rannsókn málsins hófst, en gögn málsins bera það hins vegar ekki með sér, að því er segir í dómi. Sverrir hefur ekki áður gerst sekur um lögbrot. - sh Dæmdur fyrir stórfelld svik: Skattsvikari sektaður um 120 milljónir EFNAHAGSMÁL Skattrannsóknar- stjóri rannsakar nú hugsanleg skattabrot félags og býst við að kæra málið til ríkislögreglustjóra. Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri segir þetta mál vera hluta af stærra máli. Það teygi anga sína til Lúxem- borgar, eins og mörg önnur mál sem tengjast bankahruninu. Lengra komist rannsókn slíkra mála ekki, vegna bankaleyndar þar ytra. „Það dúkka upp fleiri og fleiri svona mál sem tengjast Lúxemborg þannig að það er alveg klárlega mín skoðun að þau gögn sem þar liggja eru lykilgögn til að ná utan um starfsemi bankanna,“ segir hún. Í desember 2008 fór þáver- andi bankamálaráðherra fram á að stjórnvöld í Lúxemborg afléttu bankaleynd gagnvart íslenskum rannsakendum. Sigrún segir að ekki hafi verið opnað fyrir aðgang að þessum gögnum. Alþjóðleg þróun, þrýstingur annarra landa, þoki þessu þó í rétta átt. Afar þýð- ingarmikið væri að fá þessari leynd aflétt, fyrir íslensk yfirvöld. Ekki náðist í Gylfa Magnússon, núverandi bankamálaráðherra. - kóþ Skattrannsóknarstjóri segir ekkert þokast í bönkunum í Lúxemborg: Verði kært til ríkislögreglustjóra BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Skattrann- sóknarstjóri segir að miklu máli myndi skipta fyrir íslenska rannsakendur að fá bankaleynd aflétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.