Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2009, Blaðsíða 12
12 30. apríl 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fiskveiðistefna ESB Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hefur lagt fram áfangaskýrslu að endurskoðun sameig- inlegrar fiskveiðistefnu ESB, svonefnda grænbók. Í henni er að finna tillög- ur sem taka visst mið af íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfinu, einkum hvað það varðar að auka beina hagsmuni útgerðarmanna sjálfra af ábyrgri um- gengni við fiskistofnana. Þegar Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn ESB, kynnti grænbókina í Brussel í síðustu viku tók hann fram að með henni væri verið „að spyrja spurninga jafnvel um grundvallarþætti stefnunnar; ekkert á að vera undanskilið. Við erum ekki á höttunum eftir ein- hverri venjulegri endurskoðun. Það er kominn tími til að hanna nútímalegt, einfalt og sjálfbært kerfi til að stýra fiskveiðum í ESB, sem er fært um að lifa langt inn í 21. öldina.“ Greining og gagnrýni Í skýrslunni er annars vegar að finna greiningu á hinum marg- víslegu hliðum sameiginlegu fisk- veiðistefnunnar eins og hún er nú. Einkum er reynt að skýra hvers vegna enn er við ýmis alvarleg vandamál að stríða við fram- kvæmd stefnunnar, þrátt fyrir þá grundvallarendurskoðun sem tók gildi árið 2002. Hins vegar er velt upp hugmyndum að breyting- um, sem ætlaðar eru sem grunn- ur að almennri umræðu um end- urskoðun stefnunnar. Ljúka á því stigi endurskoðunarferlisins í árs- lok 2010. Á grunni niðurstöðunnar úr umræðunni á grundvelli græn- bókarinnar ætlar framkæmda- stjórnin síðan að semja tillögu að heildarendurskoðun sameiginlegu fiskveiðistefnunnar, sem lögð yrði fyrir Evrópuþingið og ráðherra- ráðið fyrir mitt ár 2011, með það fyrir augum að svigrúm gefist til að láta málið hafa sinn gang í gegnum lagasetningarferli sam- bandsins fram á árið 2012, þannig að hin endurskoðaða stefna geti tekið gildi í ársbyrjun 2013. Ofveiði er höfuðvandinn Eitt höfuðvandamálið er ofveiði: 88 prósent fiskistofna í fiskveiði- lögsögu ESB-ríkja sæta meira en sjálfbæru veiðiálagi. Heil 30 pró- sent fiskistofnanna eru svo illa ofveiddir – ekki sízt vegna veiða á undirmálsfiski og vegna brott- kasts – að hætta þykir á hruni þeirra. „En þrátt fyrir það höldum við áfram að veiða tvöfalt, þrefalt það sem ákveðnir stofnar standa undir,“ segir Borg. Þetta helgast fyrst og fremst af of stórum fiskiskipaflota með allt of mikla veiðigetu. Rakið er í grænbókinni hvernig slík umframveiðigeta er í raun efna- hagslega skaðleg, því hún minnkar ekki aðeins fiskistofna niður fyrir sjálfbært mark heldur minnkar hún stöðugt arðsemi útgerðar- innar. „Finna verður lausnir til að endurreisa þá stofna sem eru verst útleiknir og tryggja um leið að útgerð verði áfram áreiðan- leg, arðbær atvinnugrein,“ segir Borg. Of mikil miðstýring Auk of mikillar veiðigetu er bent á fjóra aðra aðalvankanta á sam- eiginlegu fiskveiðistefnunni eins og hún er nú: - Skortur á skýrum stefnumið- um, sérstaklega hvað varðar vist- fræðilega ábyrgð og tengsl við heildarstefnu í málefnum sjávar; - ákvarðanataka er of miðstýrð og of skammtímamiðuð, sem oftar en ekki grefur undan sjálfbærni til lengri tíma; - of lítil ábyrgð á framkvæmd stefnunnar er lögð á herðar útgerðanna sjálfra; - of lítill pólitískur vilji hefur reynst fyrir hendi í aðildarríkj- unum til að sjá til þess að farið sé eftir settum veiðitakmörkunum. Allt sé uppi á borðinu Til að bregðast við þessum van- köntum stefnunnar er í grænbók- inni lagt til að allt sé uppi á borð- inu, þar á meðal það sem hingað til hefur verið talið til grundvall- arreglna á borð við meginregluna um hlutfallslegan stöðugleika. Önnur atriði sem lagt er til að verði endurskoðuð eru niður- greiðslur til sjávarútvegsfyrir- tækja, samningar um fiskveiðimál við lönd utan ESB, fyrirkomulag ákvarðanatöku um fiskveiðimál í ESB, auk þess sem lagt er til að útgerðir axli meiri ábyrgð sjálfar á að sjá til þess að fiskistofnar séu ekki ofveiddir. Spurningamerkið sem í græn- bókinni er sett við regluna um hlutfallslegan stöðugleika er til þess að rekja, að hin fasta hlut- deild hvers útgerðarríkis í sam- bandinu í heildarkvóta úr sameig- inlegum fiskistofnum (svo sem í Norðursjó) valdi því, að öll reyni þau að hámarka þennan kvóta og þetta fyrirkomulag hvetji til ofveiði og skammtímahagnaðar- hugsunar. Framkvæmdastjórnin hefur kannað hug aðildarríkjanna 27 til þess að þessi meginregla sam- eiginlegu fiskveiðistefnunnar yrði endurskoðuð. Einungis eitt ríki – Holland – lýsti sig reiðubú- ið til þess. Hvað sem líður þess- um vangaveltum í grænbók fram- kvæmdastjórnarinnar liggur því nú þegar fyrir að ekki verður hróflað við reglunni. Önnur hugmynd, sem líka miðar að því að láta útgerðarmenn axla meiri ábyrgð á að markmið um sjálfbæra nýtingu fiskistofn- anna séu virt, tekur mið af kerfi framseljanlegra aflaheimilda líkt og við lýði er á Íslandi og í Nor- egi. „Notkun markaðstækja eins og framseljanlegra veiðiréttinda gæti verið hagkvæmari og ódýr- ari leið til að draga úr offjárfest- ingu og leið sem sjávarútvegur- inn sjálfur þyrfti að taka meiri ábyrgð á,“ segir í grænbókinni. Rétturinn til nýtingar og ábyrgð- in á góðri umgengni þurfi að fara saman. Eftirspurn eftir íslenzkri þekkingu Önnur sönnun þess, að fram- kvæmdastjórnin vill líta til þess hvernig Íslendingar haga málum við stjórn fiskveiða, er að hún ósk- aði eftir því að íslenzka sjávar- útvegsráðuneytið tilnefndi full- trúa í nefnd sérfræðiráðgjafa, sem fyrir hönd framkvæmda- stjórnarinnar vinnur að endur- skoðun sameiginlegu fiskveiði- stefnunnar. Sá fulltrúi er Stefán Ásmundsson, sem þegar er tekinn til starfa í Brussel. Í ljósi þess hve framkvæmda- stjórnin virðist að þessu sinni einörð í að vilja ná fram alvöru umbótum á stjórn fiskveiða í Evr- ópusambandinu er vert að benda á að verði af því að Íslendingar hefji fljótlega viðræður um aðild að ESB, nógu fljótlega til að endur- skoðunarferli sameiginlegu fisk- veiðistefnunnar væri enn í gangi þegar aðildarsamningur lægi fyrir, gæfist Íslendingum væntan- lega færi á að hafa enn meiri bein áhrif á mótun stefnunnar. Ábyrgð útgerða aukin SJÓMAÐUR Í FRAKKLANDI Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veltir því nú fyrir sér að taka að hluta til mið af íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is BYGGINGADEILD KLETTAGÖRÐUM 12 WWW.SINDRI.ISSÍMI : 575 0000 Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is Nýtt nám á Íslandi Fræðileg og hagnýt þekking Staðnám og fjarnám – hentar með vinnu Metið til eininga í Lýðheilsuvísindum HÍ Umsóknarfrestur til 11. maí MÁLEFNI INNFLYTJENDA -NÁM Á MEISTARASTIGI Stangaveiði Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar í Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.