Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 28
Hæstráðendur í Frúnni í Hamborg eru Guðrún Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Þorbjörg er við afgreiðslu daginn sem blaðamað- ur er á ferðinni. Milli þess sem hún sinnir viðskiptavinum gríp- ur hún í sauma eða hefur skærin á loft og hannar tækifæriskort. Hver stund er nýtt. „Við leikum okkur mikið enda er vörumerkið fyrir okkar hönnun Frúin í ham!“ útskýrir hún. Antikmunir af mörkuðum erlend- is og innanstokks- munir af heimil- um norðan heiða gefa búðinni hlý- legt andrúmsloft og auðvelt er að gleyma þar tíman- um. Húsið sjálft er antik og hvert herbergi þess hefur sitt yfir- bragð. „Stundum finnst okkur of þungt yfir hlutunum og þá málum við gólfið í einhverjum lit sem hæfir,“ segir Þorbjörg þegar upp- setningu í búðinni er hælt. Að sveitamannasið er Þor- björg innt eftir upprunanum. Í ljós kemur að hún er prestsdóttir undan Eyjafjöllum en hafði við- komu í Reykjavík áður en hún flutti norður fyrir sjö árum. „Ég missti vinnuna og vantaði eitthvað að gera svo ég fékk vinkonu mína sem er héðan til að fara í þetta ævintýri með mér. Við vorum fyrst við Ráðhústorgið, síðan í Brekku- götunni en nú erum við að reyna að eignast þetta hús,“ segir hún bros- andi. gun@frettabladid.is SAMSÝNING Listar án landamæra verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17. Meðal verka er taflborð og taflmenn úr gleri, fjölbreytt mál- verk, handgerðar brúður, teiknimyndasögur og margt fleira. Við opnunina kemur fram grænlenskur trommudansari, Anna Thastum frá Kulusuk. Gult og glæsilegt. Frúin býður í bæinn Prúðbúin gína og gömul ferðataska úti á stétt gefa hugmynd um hlutverk gula hússins í Hafnarstræti 90 á Akureyri. Þar býður Frúin í Hamborg húsmuni frá ýmsum tímum, hatta og frumlegan fatnað. Hér býr hún. Fjölbreyttir skrautmunir fyrir heimilin prýða hillur. Púðar sem Þorbjörg hefur saumað úr göml- um gardínum og pilsum. Þessi gamla klukka gæti sagt frá mörgu. Þorbjörg í horninu þar sem föt frá Spúútnik hanga innan um eigin hönnun verslunareigendanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. Sandvíkur-Skrudda Páls Lýðssonar -gamansögur úr Árnesþingi Páll heitinn Lýðsson, bóndi og sagnfræðingur í Litlu-Sandvík, safnaði árum saman gamansögum af mönnum og málefnum sem tengjast á einn eða annan hátt Árnessýslu. Sigurður Kristinn Hermundarson, ritstjóri í Reykjavík og kunningi Páls, hafði fyrir ári síðan fært það í tal við hann, að gaman væri að sjá þetta efni á bók og var ákveðið að svo yrði. En enginn ræður sínum næturstað, eins þar stendur. Páll lést í umferðarslysi nokkrum dögum síðar, 8. apríl 2008. Engu að síður var áfram haldið og tók sonur hans, Lýður Pálsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga, að sér að búa handritið til prentunar og naut við það aðstoðar áðurnefnds Sigurðar. Í Sandvíkur-Skruddu kennir margra grasa. Þar er fjallað um sýslumennina, bændurna, prestana, alþingismennina, handverksmennina og auðvitað hópferðabílstjórann Ólaf Ketilsson. Og ekki sleppur buxnasalinn. Bókaútgáfan Hólar mun gefa bókina út í júní næstkomandi, en í henni verður að fi nna Tabula memorialis. Þar geta áskrifendur að ritinu vottað Páli heitnum Lýðssyni virðingu sína (nöfn áskrifenda munu birtast þar, nema annars sé óskað), en verð bókarinnar verður kr. 4.000- og er sendingagjald innifalið. Hægt er að gerast áskrifandi í s. 587-2619 og í netfanginu holar@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.