Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2009 Starfsmenn útivistar- og íþrótta- verslana eru sammála um að áhugi fólks á líkamsrækt og útivist auk- ist sífellt. Ekki hefur dregið úr sölu á íþrótta- og útivistarfatnaði þrátt fyrir allt tal um að buddur landsmanna séu almennt orðnar léttari. „Undanfarin ár hefur áhugi fólks á tindaferðum farið vax- andi,“ segir Guðbjörn Margeirs- son, starfsmaður útivistarversl- unarinar Everest í Skeifunni, og vísar til þess að landsmenn séu farnir að klífa Hvannadalshnjúk af kappi. Að hans sögn hefur stöðug sölu- aukning orðið á útivistarfatnaði undanfarin ár og ekkert lát orðið á sölunni þrátt fyrir efnahagsleg- ar þrengingar landsmanna. Ein skýringin á aukinni þörf fólks fyrir útivistarfatnað liggi hugsan- lega í því að margir hafi meiri frí- tíma en áður. Berglind Magneudóttir hjá Int- ersport á Höfða er sömu skoðunar. Spurð um fatnað sem konur setja í forgang er hún fljót til svars. „Konur eru alltaf tilbúnar til að eyða í góðar æfingabuxur, en halda þá frekar í við sig þegar kemur að bolum og öðrum fylgihlutum. Þær vilja líta vel út í æfingabuxunum. Ef rassinn á þeim virkar aðeins minni í dýrari buxunum eru þær keyptar hiklaust, frekar en þær sem eru mun ódýrari.“ Berglind er jafnframt á því að viðskiptavinir gefi sér yfirleitt meiri tíma en áður til að ígrunda kaupin. „Enda er útsöluhornið vinsælt, þar sem hægt er að finna bæði nýjar og eldri vörur á góðum afslætti.“ Sigurlaug Stefánsdóttir hjá Sportveri á Glerártorgi á Akureyri tekur líka undir það að sala á úti- vistar- og íþróttafatnaði hafi ekk- ert minnkað. „Líklega er lífsstíll fólks að breytast. Enda hefur við- horfið til hreyfingar og útivistar tekið miklum breytingum á undan- förnum árum,“ nefnir hún. - vg Aukinn áhugi á útivist Ekki hefur dregið úr sölu á íþrótta- og útivistarfatnaði. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er námskeið fyrir þá sem eru ráðvilltir og vilja þægileg og einföld ráð til að bæta mataræð- ið og stuðla að bættri heilsu og líðan,“ segir Inga Kristjánsdótt- ir næringarþerapisti, sem stend- ur fyrir námskeiðinu Veistu ekki hvar þú átt að byrja í Heilsuhús- inu í Lágmúla á þriðjudaginn næst- komandi. „Ég kynni á einfaldan máta fyrir þátttakendum hvað er til á markaðnum og hef við hendina vörur sem eru bæði þægilegar og einfaldar í notkun. Fer mikið út í næringarefni, ræði hvers konar fitu og olíur sé best að nota, hvað henti í matargerð og þar fram eftir götum. Svo fjalla ég aðeins um blóðsykurstjórnun og hvernig sé hægt að raða öllu þessu flókna fæði saman til að fá sem jafnasta og besta orku yfir daginn. Þetta er haft aðgengilegt svo allir skilji, hvar svo sem þeir eru staddir í þessum fræðum.“ Að sögn Ingu hafa margir sem koma á námskeiðin jafnvel aldrei stigið fæti inn í verslun með heilsuvörur og hafa litla innsýn í fræðin; telja sig jafnvel þurfa að kúvenda lífi sínu, án þess að gera sér grein fyrir hversu miklu er hægt að áorka með litlum breyt- ingum. „Ég fer yfir það á þessum tveimur tímum sem hvert nám- skeið tekur og svo gefst tími til að spyrja spurninga og grannskoða kennslugögnin.“ Inga segir aðsókn hafa aukist verulega, en námskeiðið á þriðju- dag er það sautjánda sem hún held- ur síðan í nóvember á síðasta ári. „Það hefur aldrei verið eins mikið að gera hjá mér. Einhvers konar vitundarvakning hefur átt sér stað, kannski vegna þess að marg- ir hafa nú meiri tíma til að kynna sér þessi mál,“ segir Inga og bætir við að með þessu áframhaldi sjái hún fram á að halda aukanámskeið í Heilsuhúsinu. Allar nánari upplýsingar á www. heilsuhusid.is. - rve Þægileg og einföld ráð Inga kennir fólki á einfaldan máta hvernig það geti bætt heilsuna með betra mataræði, á sérstöku námskeiði í Heilsuhúsinu næstkomandi þriðjudag. Öll fjölskyldan fer út að hjóla í sumar á gæðahjólum frá Hvelli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.