Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.04.2009, Qupperneq 36
 30. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa og útivist Útilegur á Íslandi verða ugglaust með vinsælasta móti í sumar hjá landsmönnum, meðal annars vegna gengismála. Þeir sem hyggja á slíkar ferð- ir með tjald, fellihýsi eða hjólhýsi geta nú sótt sér upplýsingar um tjaldstæði landsins inn á nýjan vef, www.tjalda.is. Þar er hægt að skoða staðsetningu tjaldstæða og finna allt um opnunartíma, að- stöðu og verð. Meðal nýjustu og heitustu frétta sem fram koma á tjalda. is er að nýtt tjaldsvæði verður opnað í Grindavík í maí. Það er 13.500 fermetrar og er við Austur- veg, skammt frá sundlauginni og bryggjunni. Þaðan er stutt alla þjónustu. Í Grindavík og nágrenni eru margar góðar gönguleiðir, innan um sögulega jarðfræði og nátt- úruminjar. Þjónustuhús við tjaldstæðið í Grindavík verður opnað síðar. - gun Allir út að tjalda í sumar Það er gaman í tjaldútilegu í góðu veðri. Fjallað verður um tengslin milli orku- kerfisins, sálrænna og líkamlegra þátta. NORDICPHOTOS/GETTY Uppbygging orkukerfis mannsins og hvernig hægt er að nýta það á meðvitaðan hátt er til umfjöllunar í fyrirlestri Kristjáns Viðars Har- aldssonar í Manni lifandi, Borgar- túni 24, næstkomandi þriðjudag. Í fyrirlestrinum, sem ber yfir- skriftina Hvað er heilun, ætlar Kristján auk þess að varpa fram ýmsum spurningum sem kunna að tengjast heilun og leitast við að svara þeim. Þess skal getið að Kristján Viðar hefur margra ára reynslu sem ráð- gjafi og íþróttaþjálfari. Hann er með gráðu í heilun frá Barbara Brennan School of Healing og hefur auk þess gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.30 og stendur yfir til klukkan 19. Þátttökugjald er 1.500 krón- ur. Hægt er að skrá sig á madur- lifandi@madurlifandi.is. - vg Uppbygging orkukerfisins Í versluninni Betra líf í Kringlunni fæst fjöldinn allur af hreinum ilm- kjarnaolíum. Hafa ber í huga að þær þarf að blanda við grunnolíur eins og til dæmis ólífuolíu, apríkósuolíu eða hnetuolíu áður en þær eru notað- ar á húðina. Þó má alveg nota þær óblandaðar beint í baðið. Mælt er með hafa bómullar- hnoðra við hendina ef við ætlum okkur að lykta af þeim og upplifa þau áhrif sem þær hafa á líkama og sál. Eins og margir vita hefur lofnarblómaolía róandi áhrif og piparmyntuolía styrkjandi áhrif. Rósmarín- og furuviðarlínurnar þykja einstaklega góðar í saunu. Við höfuðverk þykir basilolía góð, og eins fyrir þá sem finna fyrir mikilli streitu. Sítrónulínan hefur aftur á móti hreinsandi áhrif á meðan olía unnin úr sítrónutré er talin vera orkugefandi. Nú er bara að finna út hvaða ilmkjarnaolía á best við þig. - vg Olíur sem hafa góð áhrif á líkama og sál Reykjavíkur Apótek er nýtt apótek sem leitast við að bjóða hagstæð verð og framúrskarandi þjónustu. í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 Sel javegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is Höfum opnað nýtt apótek Eftir erfiðan dag er tilvalið að grípa til ilmolía. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.