Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 35

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 35
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] maí 2009 Matreiðslumeistarinn Nanna Rögnvaldardóttir er ekki lengi að töfra fram lit- ríkan, sumarlegan og meinhollan austurlenskan lax. Þar sem rétturinn er bæði fljót- legur og einfaldur má vel réttlæta að útbúa hann á virkum degi, þó hann færi ekki síður vel á veislu- borði. „Í þennan rétt má allt eins nota annan fisk, til dæmis silung eða steinbít,“ segir Nanna. Það er ein- mitt í anda hinnar nýju matreiðslu- bókar hennar, Maturinn hennar Nönnu. „Hugmyndin kviknaði í haust í kjölfar bankahrunsins. Ég vildi sýna fólki hvernig það getur nýtt afgangana og það sem til er í ísskápnum en haldið samt áfram að búa til góðan mat.“ Í bókinni eru ýmsir fróðleiks- molar sem gott er að styðjast við í eldhúsinu. Þar eru líka leiðbeining- ar um hvernig hægt er að matreiða fyrir einn. „Margir nenna ekki að matreiða fyrir sjálfa sig. En það er óþarfi að hugsa svoleiðis. Það má til dæmis nota sama hráefnið tvo daga í röð, til að búa til tvo gjör- ólíka rétti.“ Bókina tileinkar Nanna börnum sínum og barnabörnum. „Þau voru soddan sérvitringar en hafa lagast með árunum,“ segir hún og hlær. „Börnin hafa hjálpað mér mikið. Ég hefði sennilega aldrei farið út í að skrifa bækur ef ekki væri fyrir hreinskilni þeirra og matvendni.“ - hhs Bæði hversdags og spari Í nýjasta matreiðslumeistaraverki sínu kennir Nanna Rögnvaldardóttir hvernig búa má til dýrindismáltíð úr því sem til er í ísskápnum. Hún deilir með lesendum Fréttablaðsins upp- skrift að austurlenskum lax sem virkar jafn vel á virkum degi sem á veisluborðinu. FRAMHALD Á BLS. 4 Hollt og svalandi Sorbet og sjeik að hætti Kristínar V. Óla- dóttur hjá Vigtarráðgjöfunum. SÍÐA 6 Sumarlegt salat Matreiðslumeistararnir Alfreð Ómar Alfreðsson og Arnþór Stefánsson deila með lesendum upp- skrift að kjúklingasalati sem bragðast best með sólina í aug- unum. SÍÐA 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.