Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 35
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] maí 2009 Matreiðslumeistarinn Nanna Rögnvaldardóttir er ekki lengi að töfra fram lit- ríkan, sumarlegan og meinhollan austurlenskan lax. Þar sem rétturinn er bæði fljót- legur og einfaldur má vel réttlæta að útbúa hann á virkum degi, þó hann færi ekki síður vel á veislu- borði. „Í þennan rétt má allt eins nota annan fisk, til dæmis silung eða steinbít,“ segir Nanna. Það er ein- mitt í anda hinnar nýju matreiðslu- bókar hennar, Maturinn hennar Nönnu. „Hugmyndin kviknaði í haust í kjölfar bankahrunsins. Ég vildi sýna fólki hvernig það getur nýtt afgangana og það sem til er í ísskápnum en haldið samt áfram að búa til góðan mat.“ Í bókinni eru ýmsir fróðleiks- molar sem gott er að styðjast við í eldhúsinu. Þar eru líka leiðbeining- ar um hvernig hægt er að matreiða fyrir einn. „Margir nenna ekki að matreiða fyrir sjálfa sig. En það er óþarfi að hugsa svoleiðis. Það má til dæmis nota sama hráefnið tvo daga í röð, til að búa til tvo gjör- ólíka rétti.“ Bókina tileinkar Nanna börnum sínum og barnabörnum. „Þau voru soddan sérvitringar en hafa lagast með árunum,“ segir hún og hlær. „Börnin hafa hjálpað mér mikið. Ég hefði sennilega aldrei farið út í að skrifa bækur ef ekki væri fyrir hreinskilni þeirra og matvendni.“ - hhs Bæði hversdags og spari Í nýjasta matreiðslumeistaraverki sínu kennir Nanna Rögnvaldardóttir hvernig búa má til dýrindismáltíð úr því sem til er í ísskápnum. Hún deilir með lesendum Fréttablaðsins upp- skrift að austurlenskum lax sem virkar jafn vel á virkum degi sem á veisluborðinu. FRAMHALD Á BLS. 4 Hollt og svalandi Sorbet og sjeik að hætti Kristínar V. Óla- dóttur hjá Vigtarráðgjöfunum. SÍÐA 6 Sumarlegt salat Matreiðslumeistararnir Alfreð Ómar Alfreðsson og Arnþór Stefánsson deila með lesendum upp- skrift að kjúklingasalati sem bragðast best með sólina í aug- unum. SÍÐA 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.