Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 09.05.2009, Qupperneq 40
● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd í versl- uninni Epal Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 GAMALT ÖÐLAST ANNAÐ LÍF Deild með notuð húsgögn og nytjahluti eftir þekkta hönnuði hefur verið opnuð í versluninni Epal. BLS. 2 VEKJA ATHYGLI Þrjú íslensk ungmenni eiga verk í nýrri alþjóðlegri ljósmyndabók sem ber heitið Click. BLS. 2 ÓVENJULEGT Vöru- hönnuðurinn Viggó Jóhannsson fer ótroðnar slóðir í hönnun sinni eins og dyrabjallan eluxonia blonde ber skýr merki um. BLS. 3 ● heimili&hönnun A prílgabb varð kveikjan að þeirri hugmynd að byrja að kaupa og selja vel með farnar hönnunarvörur í Epal. „Við vorum búin að velta þessu lengi fyrir okkur. Svo datt Mogganum í hug að birta aprílgabb um að hér fengjust notaðir hlutir. Við vildum gjarnan vera með í gabbinu og hér varð rosa- leg ös. Það var hringt frá Þýskalandi og Færeyjum og við fengum póst víða að. Þá sáum við hvað áhuginn var mikill og nú erum við að koma þessu á koppinn.“ Þannig lýsir Eyjólf- ur Pálsson tildrögum þess að Epal er að koma upp deild með notuðum húsgögnum, ljósum og öðrum nytjahlutum eftir þekkta hönnuði. Það er Kjartan Páll, sonur Eyjólfs, sem hefur umsjón með nýju deildinni. Hún hefur fengið yfirskriftina Gamalt verður nýtt aftur og þar hefur orðið nýtt tvö- falda merkingu. „Viðtökurnar fyrstu dag- ana hafa verið mjög góðar bæði hjá þeim sem vilja selja og kaupa,“ segir hann og tekur fram að munirnir séu teknir í um- boðssölu hvort sem þeir séu upphaflega keyptir í Epal eða ekki. Tryggt sé að starfsfólk Epals þekki ekta hluti frá kópíum sem séu á markaðinum. - gun Nýtt í tvöfaldri merkingu Kjartan Páll í nýja nytjahorninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrjú íslensk ungmenni eiga myndir í nýrri ljós- myndabók sem kom út nýverið í Bandaríkjunum. Í bókinni, sem heitir Click – Ultimate Photography Guide for Generation Now, er Júlía Runólfsdóttir, fimmtán ára, með fjórar myndir, og þeir Anton Eðvarð Kristensen, sautján ára, og Birkir Örn Björnsson, fjórtán ára, með sína hvora. Allar myndirnar í bókinni eru eftir unga ljós- myndara, alls staðar að úr heiminum. Hún er skrifuð af ungum Breta, Charlie Styr, og er ætluð ungu fólki sem er að koma sér af stað í ljósmynd- un. „Ég fékk bókina senda í síðustu viku og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Júlía. Hún hefur ekki haft ljósmyndun að áhugamáli lengi, eða um tvö ár. Hún gæti sannfært hvern sem er um hið gagnstæða og það er greinilegt að hún hefur næmt auga fyrir fegurðinni. Þessu hafa margir tekið eftir og er flickr-síða hennar vel sótt. Þangað rataði einmitt höfundurinn Charlie Styr og bauð Júlíu að vera með. Útgáfa bókarinnar var mikil reynsla fyrir Júlíu, sem var meðal annars í daglegum samskiptum við útgáfufélagið Random House meðan á undir- búningi hennar stóð. Nú er hún hins vegar á kafi í prófum í Réttarholtsskóla, þar sem hún er á loka- ári. Hún stefnir á að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð í haust og að halda áfram að mynda. „Það er algjörlega draumurinn að halda áfram að læra að mynda og fara út í það í framtíðinni,“ segir hún. - hhs Íslensk ungmenni með verk í alþjóðlegri ljósmyndabók ● Þrjú íslensk ungmenni eiga myndir í bókinni Click, sjálfshjálparbók fyrir unga ljósmyndara. Sjálfsmynd af Júlíu Runólfsdóttur. Litli bróðir Júlíu speglast í glugga flugvallarins í Boston. Júlía á fjórar myndir í bókinni Click. Við Meðalfellsvatn veturinn 2007. Hið þekkta egg eftir Arne Jakobsson. U ndanfarinn áratug hefur Vatnajökull, sem er stærsti jökull Evrópu og þekur um átta prósent af Íslandi, rýrnað að meðaltali um einn metra á ári. Vegna hlýnunar jarðar verður rýrnunin eftir fimmtíu ár væntanlega orðin um fimm metrar á ári. Þá er talið að mikill hluti jökla utan heimskautasvæðisins hverfi að mestu á 150 til 200 árum. Þessar dapurlegu framtíðarspár eru vöru- hönnuðinum Árna Grétarssyni hugleiknar og á hann heiðurinn að táknrænu kerti sem ber nafnið In Memoriam Vatnajökull. „Hugmyndin kviknaði þegar ég og kötturinn minn Bylur töluðum um ástand heimsins yfir frétt- um. Hann sagði mér að hann hefði áhyggjur af því að í kjölfar efnahagskreppunnar myndi umhverfis- vernd gleymast. Þar sem alþjóðleg fyrirtæki eru að nýta sér vatnsfall jökulsins fannst mér kertið gefa tilvalin skilaboð,“ segir Árni. „Með kertastjakanum fylgir aðeins eitt jöklakerti og þegar það er brunnið er minningin ein eftir. Eldspýtustokkurinn sem fylg- ir er táknrænn fyrir verksmiðjur sem ásamt öðru hafa áhrif á bráðnunina.“ Sem stendur fást kertin á www.arnigretars.com en hann vonast til að geta komið þeim í verslanir í sumar. „Þar sem Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu snertir kertið ekki bara okkur heldur alla Evrópubúa. Ég bind því vonir við að hægt verði að koma því út fyrir landstein- ana líka.“ - ve Minningin ein eftir Kveikt er á kertinu með eldspýtum úr eldspýtustokki sem er táknrænn fyrir verksmiðjur sem ásamt öðru hafa áhrif á bráðnunina. MYND/ÚR EINKASAFNI Undanfarinn áratug hefur Vatnajökull rýrnað að meðaltali um einn metra á ári og eftir fimmtíu ár er talið að hann muni rýrna um fimm metra á ári. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 viðarparket 9. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.