Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 41

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 41
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 REYKJAVÍK SHOWROOM er sýning Fatahönnunarfélags Íslands sem haldin er í dag frá 10 til 17 í Portinu í Hafnarhúsinu. Þar má sjá hönn- un margra áhugaverðra fatahönnuða á borð við Andersen & Lauth, Munda, Steinunni, kvk og marga fleiri. Samverustundir með vinunum, sjónvarpsgláp, heimalærdómur og útivera á meðan veður leyfir er lýsing á dæmigerðri helgi hjá bekkjarsystrunum og vinkonun- um Járngerði Kristínu Guttorms- dóttur og Salvöru Káradóttur. Þessi helgi verður þó ekki að neinu leyti dæmigerð þar sem stöllurn- ar ætla að standa fyrir söfnun fyrir félagið Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. „Við verðum með alls konar við- burði. Ætlum til dæmis að selja boli, sem Nakti apinn hefur hann- að fyrir okkur, og verðum svo með íþróttamaraþon, þar sem við stund- um íþróttir alla nóttina,“ bunar Salvör út úr sér, og Járngerður bætir við að í næstu viku standi svo til að sýna heimildarmynd um Göngum saman og brjóstakrabba- mein, sem þær og fleiri hafa verið að vinna að. Uppákomurnar eru liður í góð- gerðaviku sem krakkar úr félags- miðstöðinni 105 í Háteigsskóla fóru af stað með um síðustu helgi og hófst með kökubasar í Garð- heimum í Mjódd. Vinkonurnar sem eiga hugmyndina voru ekki í vandræðum með að fá krakkana til liðs við sig, því eins og Járngerður bendir á þekkja flestir einhvern sem hefur greinst með brjósta- krabbamein. „Vinur okkar á mömmu sem greindist með brjóstakrabba. Hún stofnaði ásamt mömmu minni Göngum saman. Mamma tók svo þátt í Avon-göngunni í New York fyrir tveimur árum. Við Járn- gerður fórum með og Snorri vinur okkar. Það eru bara svo margir í kringum okkur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein,“ útskýrir Salvör. Ekki stóð heldur á að fá skóla- yfirvöld, tískuhönnuði og fleiri til að leggja málstaðnum lið. „Það var ekkert mál. Allir voru mjög opnir fyrir þessu. Við útskýrðum þetta bara fyrir fólki og þá voru allir til í að hjálpa okkur,“ segir Járngerður, en þær Salvör telja söfnunina fyrsta verkefnið af þessu tagi sem nemendur við Háteigsskóla skipu- leggja. Stelpurnar ætla ásamt félög- um sínum að selja bolina frá Nakta apanum á sérstakri vorhá- tíð sem stendur í Háteigsskóla í dag milli klukkan 11 og 15. Salan heldur áfram í vorgöngu Göngum saman, sem hefst í Skautahöllinni á morgun klukkan 11. Loks stend- ur til að ljúka við heimildarmynd- ina, sem krakkarnir hafa unnið að síðustu viku. „Við ætlum að frum- sýna hana í hátíðarsal Háteigs- skóla á miðvikudag klukkan 19.30. Það mega allir mæta og það kostar 300 krónur inn,“ segja þær hressar í bragði. roald@frettabladid.is Leggja góðu málefni lið Óvenjuleg helgi er fram undan hjá vinkonunum Járngerði Kristínu Guttormsdóttur og Salvöru Káradóttur, sem standa meðal annars í heimildarmyndagerð og styrktarsöfnun fyrir félagið Göngum saman. Þær Salvör og Járngerður til hægri, ásamt vinum sínum úr félagsmiðstöðinni 105 í Háteigsskóla, sem hafa lagt dæmigerð helgarplön til hliðar fyrir góðan málstað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.