Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 41

Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 41
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 REYKJAVÍK SHOWROOM er sýning Fatahönnunarfélags Íslands sem haldin er í dag frá 10 til 17 í Portinu í Hafnarhúsinu. Þar má sjá hönn- un margra áhugaverðra fatahönnuða á borð við Andersen & Lauth, Munda, Steinunni, kvk og marga fleiri. Samverustundir með vinunum, sjónvarpsgláp, heimalærdómur og útivera á meðan veður leyfir er lýsing á dæmigerðri helgi hjá bekkjarsystrunum og vinkonun- um Járngerði Kristínu Guttorms- dóttur og Salvöru Káradóttur. Þessi helgi verður þó ekki að neinu leyti dæmigerð þar sem stöllurn- ar ætla að standa fyrir söfnun fyrir félagið Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. „Við verðum með alls konar við- burði. Ætlum til dæmis að selja boli, sem Nakti apinn hefur hann- að fyrir okkur, og verðum svo með íþróttamaraþon, þar sem við stund- um íþróttir alla nóttina,“ bunar Salvör út úr sér, og Járngerður bætir við að í næstu viku standi svo til að sýna heimildarmynd um Göngum saman og brjóstakrabba- mein, sem þær og fleiri hafa verið að vinna að. Uppákomurnar eru liður í góð- gerðaviku sem krakkar úr félags- miðstöðinni 105 í Háteigsskóla fóru af stað með um síðustu helgi og hófst með kökubasar í Garð- heimum í Mjódd. Vinkonurnar sem eiga hugmyndina voru ekki í vandræðum með að fá krakkana til liðs við sig, því eins og Járngerður bendir á þekkja flestir einhvern sem hefur greinst með brjósta- krabbamein. „Vinur okkar á mömmu sem greindist með brjóstakrabba. Hún stofnaði ásamt mömmu minni Göngum saman. Mamma tók svo þátt í Avon-göngunni í New York fyrir tveimur árum. Við Járn- gerður fórum með og Snorri vinur okkar. Það eru bara svo margir í kringum okkur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein,“ útskýrir Salvör. Ekki stóð heldur á að fá skóla- yfirvöld, tískuhönnuði og fleiri til að leggja málstaðnum lið. „Það var ekkert mál. Allir voru mjög opnir fyrir þessu. Við útskýrðum þetta bara fyrir fólki og þá voru allir til í að hjálpa okkur,“ segir Járngerður, en þær Salvör telja söfnunina fyrsta verkefnið af þessu tagi sem nemendur við Háteigsskóla skipu- leggja. Stelpurnar ætla ásamt félög- um sínum að selja bolina frá Nakta apanum á sérstakri vorhá- tíð sem stendur í Háteigsskóla í dag milli klukkan 11 og 15. Salan heldur áfram í vorgöngu Göngum saman, sem hefst í Skautahöllinni á morgun klukkan 11. Loks stend- ur til að ljúka við heimildarmynd- ina, sem krakkarnir hafa unnið að síðustu viku. „Við ætlum að frum- sýna hana í hátíðarsal Háteigs- skóla á miðvikudag klukkan 19.30. Það mega allir mæta og það kostar 300 krónur inn,“ segja þær hressar í bragði. roald@frettabladid.is Leggja góðu málefni lið Óvenjuleg helgi er fram undan hjá vinkonunum Járngerði Kristínu Guttormsdóttur og Salvöru Káradóttur, sem standa meðal annars í heimildarmyndagerð og styrktarsöfnun fyrir félagið Göngum saman. Þær Salvör og Járngerður til hægri, ásamt vinum sínum úr félagsmiðstöðinni 105 í Háteigsskóla, sem hafa lagt dæmigerð helgarplön til hliðar fyrir góðan málstað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.