Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 66

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 66
38 9. maí 2009 LAUGARDAGUR A llt frá því að ég var lítil stúlka vissi ég að hlutverk mitt í lífinu væri að hjálpa börnum sem voru ekki jafn heppin og ég,“ útskýrir Soeur Victorien, kaþólsk nunna frá landinu Tógó í Vestur-Afríku. Victo, eins og hún er kölluð, er stödd hér á landi á vegum styrktarfélagsins Sóley & félagar sem var stofnað til þess að styðja við starf hennar með munaðarlausum börnum í þorp- inu Aneho í Tógó. Félagið var sett á fót af hjónunum Gunnari Smára Egilssyni og Öldu Lóu Leifsdóttur en þau ættleiddu litla stúlku, Sól- eyju, í gegnum klaustrið. „Ég hef verið nunna í 32 ár en vissi frá unga aldri að ég hefði þessa köllun,“ segir Victo. „Þegar ég var í skóla með bræðrum mínum tók ég eftir börnunum á götunni sem þjáðust, sem bjuggu á götunni og áttu ekki foreldra sem elskuðu þau eins og ég átti. Ég fór oft með börn af götunni heim til móður minnar og bað hana að gefa þeim mat, gera að sárum þeirra eða hugga þau,“ útskýrir hún. Tógó er eitt fátækasta land Afr- íku og dánartíðni er há. Ungbörn eru oft skilin eftir úti á víðavangi, börn missa foreldra sína úr eyðni eða öðrum sjúkdómum og verða því að draga fram lífið sjálf á göt- unum. „Þegar ég varð nunna byrj- aði ég fljótlega að fara með börn í klaustrið. Fyrst var það aðeins ég sem fann þau úti en eftir ákveð- inn tíma kannaðist fólk við mig og vissi að það var hægt að koma með börn til mín. Til dæmis fundu her- menn oft ungbörn úti á víðavangi og komu þeim fyrir hjá mér. Það er geðveikrahæli í nágrenninu og þar hafa margar konurnar verið mis- notaðar kynferðislega og verða ófrískar. Barnungar ógiftar stúlk- ur sjá þess oft ekki annan kost en að skilja nýfætt barn eftir ein- hvers staðar þar sem mögulegt er að fólk finni það. Stundum komu líka þriggja eða fjögurra ára börn til mín. Börnin eru oft í skelfilegu líkamlegu ástandi, vannærð og veik. Sum eru líka með eyðni.“ Markmiðið að kenna börnunum að sjá um sig sjálf Það var fyrir um tíu árum sem Victo flutti til Aneho til þess að kenna við barnaskólann þar. „Nú eru liðin níu ár síðan fólk fór fyrst að leita til okkar. Við tökum á móti yfirgefnum börnum, móðurlaus- um börnum, stundum móður- og föðurlausum börnum, börnum sem fá enga hjálp og eiga engan að. Á tímabili sváfu átta unga- börn inni í litla herberginu mínu í klaustrinu,“ segir Victo og hlær dátt. „Mér varð lítið úr svefni þá en stundum fékk ég mér blund á daginn. Það má segja að það sé alls ekki aðstaða fyrir börn í klaustr- inu en við erum að reyna að bæta úr því.“ Victo kynntist hjónun- um Gunnari Smára og Öldu Lóu þegar þau ættleiddu litla stúlku í umsjá hennar fyrir tæpum tveim- ur árum. „Við fundum lítið stúlku- barn í ánni skammt frá skólanum. Hún var ekki meira en fjögurra eða fimm mánaða og hafði bless- unarlega sloppið frá drukknun þar sem hún hafði fest í sefi. Hún var öll þakin sárum og rispum og grét mikið og ástand hennar fékk alla sem sáu hana til að tárast. Gunn- ar Smári og Alda Lóa höfðu sam- band við mig, en þau höfðu áhuga á Köllun mín er að hjálpa börnum Victo, sem er kaþólsk nunna frá Tógó, er stödd á Íslandi á vegum styrktarfélagsins Sóley & félagar sem var stofnað af hjónunum Gunnari Smára Egilssyni og Öldu Lóu Leifsdóttur. Félagið styrkir nunnurnar við að halda uppi heimili fyrir munaðarlaus börn en neyð þeirra er sár í þessu fátæka Afríkulandi. Anna Margrét Björnsson átti stutt spjall við Victo um ævistarf hennar með börnunum. SYSTIR VICTORIEN „Hermenn finna nýfædd börn oft úti á víðavangi og koma þá með þau til mín.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Togo to go Á Skólavörðustíg 22 er nú til húsa lítið klæð- skeraverkstæði þar sem klæðskeri frá Tógó saumar föt. „ Þetta er verkefni sem við settum á fót til að styrkja við samfélagið úti,“ útskýrir Alda Lóa Leifsdóttir. „ Við erum með verkstæði í Tógó hjá Victo þar sem fimmtán nemendur eru að læra að sauma og sníða. Klæð- skerinn okkar, Dieudonné, er mjög vinsæll klæðskeri i Lome og hann kemur í verkstæðið tvisvar í viku til þess að sauma föt með elstu nemendunum. Hann er hérna á Skólavörðustíg í maí að kynna fatalín- una „Togo to go“. Hann saumar úr vaxprentuðum efnum frá Hollandi, og þar er meðal annars að finna kjóla, jakka og barnaföt.“ Frekari upplýsingar eru á www.soleyogfelagar.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.