Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 67

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 67
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 39 Vandræðalegasta augnablikið? Varðar nekt en get ekki farið nánar út í það. Gáfulegustu orð sem þú hefur heyrt? Eltið gamla manninn. Hvaða íslenska örnefni finnst þér fallegast? Vonarskarð. Sumarið er skemmtilegt því þá... ...er almennilegt veður, oft- ast. Gott leikverk þarf að vera... ...sett upp á svið. Ef ég væri ofurmenni í einn dag, myndi ég... ...sinna eigin- hagsmunum til hins ýtrasta. Mér finnst best að panta mér pizzu með.... ...tómötum og oreg- ano kryddi. Finnst samt viðbjóð- ur að panta pizzur, miklu betra að gera þær sjálfur frá grunni. Þú ferð í skemmtiferð til Akur- eyrar. Nefndu fjögur atriði sem þú munt gera í bænum. Sjá eitt- hvað í leikhúsinu, fara á Amor og Karólínu, fara í sund. Það er ekki hægt að gera neitt meira. Þú færð það verkefni að mála og skreyta Perluna – hvernig læturðu hana líta út? Ég myndi aldrei nenna því. Þó kannski láta klæða hana með hrafntinnu eins og Þjóðleikhúsið. Það þarf að brjóta upp öll þessi Hrafntinnu- sker sem eru á víð og dreif. Yfir hverju hefurðu mestar áhyggjur í augnablikinu? Fram- tíð þjóðarinnar. Hvaða kæki ertu með? Enga, alls enga. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búningi sem er. Í hverju ferðu? Ég þarf alltaf að vera í búningum í vinnunni svo ég nenni aldrei að taka þátt í svo- leiðis rugli. Hvað er það besta sem þú hefur bragðað um ævina? Sushi á Ó-Sushi lestinni í Iðuhúsinu, það er best. Hvaða frasa ofnotar þú? All in, herra minn! Eftirlætissjónvarpsþáttur? Seinfeld, Klovn og The Simp- sons. Frægasti ættinginn þinn? Ég á fullt af frægum ættingjum í Fær- eyjum, allt tónlistarmenn. Hvaða leikverk hefur þér þótt skemmtilegast, íslenskt, sem þú hefur sjálfur ekki leikið í? Þú ert hér! Í Borgarleikhúsinu. Alger snilld. Hvernig persónur er erfiðast að leika? Venjulegar. Eftirlætiskvikmynd? Þessa dagana er það The Sound of Music. Að lokum – ef þú byggir í Aust- urríki og ættir þar herragarð með sundlaug og sjö börn – hvað myndirðu ráða margar barn- fóstrur? Eina fyrir hvert barn og þar á meðal yrðu útrásarvík- ingar, þeir hafa ekkert að gera núna. Og þó, veit ekki hvort ég myndi treysta þeim fyrir börnun- um mínum, ætli þeir myndu ekki reyna að selja þau. Á fræga ættingja í Færeyjum Kapteinninn í Söngvaseið söng sig inn í hjörtu ófárra kvenna þegar hann kyrjaði um alparósina í austurríska Ölpunum. Jóhannes Haukur Jó- hannesson fer með hlutverk kapteinsins í nýrri uppfærslu í Borgarleikhúsinu á verkinu. Júlía Mar- grét Alexandersdóttir tók leikarann í yfirheyrslu. VENJULEGU TÝPURNAR ERFIÐASTAR Jóhannes Haukur Jóhannesson segir að erfiðast sé að leika venjulegar persónur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN að ættleiða barn héðan. Þau fengu litlu Sóleyju til sín og allar götur síðan hafa þau veitt okkur algjör- lega ómetanlega hjálp. Þau hafa styrkt okkur gífurlega mikið, til dæmis stækkað skólann, borg- að fyrir okkur rafmagn svo að við getum kveikt ljós á nóttunni, hjálpað með sjúkrakostnað, uppi- hald og fleira. Koma þeirra var eins og sólargeisli sem lýsti upp líf okkar og það er sannarlega guðs blessun að við kynntumst þeim.“ Victo segir að markmið styrktar- félagsins sé að mennta börnin svo þau geti unnið fyrir sér og séð um sig sjálf í framtíðinni. „Til dæmis hefur verið sett á fót klæðskera- verkstæði þar sem lærður klæð- skeri kemur tvisvar í viku og kennir börnunum. Önnur læra til dæmis smíði, hárgreiðslu og aðrar iðngreinar og þau sem eru á skóla- aldri ganga í skóla. Svo erum við með matjurtagarð og seljum örlít- ið af grænmeti þaðan. Markmiðið er svo að safna styrktarforeldrum til þess að sjá fyrir uppihaldi og skólagöngu barnanna.“ Victo seg- ist þó þrá það heitast að börnin á heimilinu finni fjölskyldur. „Það er svo sárt að eiga enga foreldra að. Mín heitasta ósk er að einhver barnanna geti eignast pabba og mömmu sem elska þau.“ Lýðveldið Tógó er á hinni svokölluðu þrælaströnd vestur Afríku. Það liggur í mjórri lengju á milli Ghana og Benín. Þar sem Evrópubúar teiknuðu Tógó sjálfir upp á landakort Afríku líkt og önnur lönd álfunnar búa þar saman þrír ættbálkar - þeir Ewé, Kabré og Mina – samtals 6,3 milljónir manna. Í landinu ríkir slæmur efnahagur, þar er lítil sem engin þjóðarframleiðsla og nærri fimm- tíu prósenta þjóðarinnar er ólæst. Í Tógó ríkir ekki hungursneyð sem slík, en vatnið er mengað og hundruð deyja vegna mal- aríu og næringarskorts. Börn látast vegna niðurgangs, vannæringar eða umönn- unarleysis þegar foreldrar og fjölskylda hrynja niður úr sjúkdómum eins og malaríu, lifrarbólgu, mænusótt, eyðni og kóleru. Mæður sem því miður eru oft á tíðum of ungar til þess að geta fætt barn deyja iðulega úr barnsburði og í kjöl- farið eru nýburar oft skildir eftir á götunni þar sem einhver er líklegur til að finna þau. Því miður eru örlög götubarna oftast aðeins ein: dauðinn bíður þeirra. ➜ BÖRN Á GÖTUM ÚTIÉg fór oft með börn af göt- unni heim til móður minnar og bað hana um að gefa þeim mat, gera að sárum þeirra eða hugga þau. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson FÆÐINGARÁR: 1980. Sama ár gaf Bubbi út Ísbjarnarblús. Á HUNDAVAÐI: Víðistaða- skóli, Flensborg, Leiklistar- skólinn, Leikfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið, Borgarleik- húsið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.