Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 76

Fréttablaðið - 09.05.2009, Page 76
48 9. maí 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Frísklegan brúnbleikan kinna- lit með tvíd-áferð frá Chanel sem gefur sumarlegt yfirbragð. Ég brosti oft út í annað þegar ég bjó í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Frakkarnir eru mikið fyrir að setja fólk í kategóríur og það eru vissu- lega ákveðnir hlutir sem maður gerir eða gerir hreint ekki ef maður ætlar að halda sér inni í tískukreðsunum. Flestar franskar konur sem ég hef séð búa yfir miklum klassa og það var skemmtilegt að fylgjast með því hvað var talið merki um „klassa“ og hvað ekki. Efst á lista var að kunna að sýna mátulega mikið af holdi. Ef maður er með fallega leggi á maður að sýna þá, og eins með barminn. Hins vegar þykir ekki smekklegt að láta glitta of mikið í barminn ef hann er í stærri kantin- um því þá færi maður að minna á Pamelu Anderson og verða sjoppu- legur. Það sama gildir um of þröng föt og því ætti hin vakúmpakk- aða „skinkutíska“ sem oft sést á götum Reykjavíkur og á neonlýstum göngum Kringlunnar alls ekki upp á pallborðið á frönskum kaffihús- um. Áberandi merkjavara þykir stimpla fólk sem nýríkt, sem er jú ekki smart. Frökkum finnst að ef fólk er í raun og veru efnað þurfi það ekki að flagga Louis Vuitton-töskum og Gucci-skóm og allt slíkt þykir bera vott af þeirri tísku sem ríkir arabar aðhyll- ast. Hvað varðar andlitsfarða þá á hann að vera í náttúrulega kantinum, eða að minnsta kosti í brúna eða gráa litaskalanum. Skær- ir litir á augum eða vörum þykja hræðilega „cheap“ og blái augnskugginn er aðeins fyrir gamlar breskar konur eða konur þær sem hanga á götuhornum á hinni alræmdu Rue St Denis. Rauðan varalit má þó auðvitað nota svona spari, því það gerði jú Coco Chanel. Langar negl- ur, gervineglur, og þá sérstaklega neglur með skrauti eða of hvítum naglaendum, þykja argasti viðbjóð- ur og skulu neglur ávallt vera fremur stuttar og snyrtilegar til að minna ekki á fótbolta- eiginkonu, norn eða vændiskonu. Hvað sem hverjum kann að finnast um ofan- greind atriði er örugglega slatti af sann- leik sem býr í þessari speki hinnar tísku- þenkjandi þjóðar suður á meginlandi. Franskar klassapíur Nýjasta ilminn frá Gucci sem nefnist Flora. Dásamlega fágaður og frísklegur ilmur í gullfallegu glasi. Hydramax Act- ive Sérum sem er nýtt rakagel frá Chanel og ljáir andlitinu fallegan ljóma. COCO CHANEL BJÓ YFIR MIKLUM KLASSA. Ljóst eða milliblátt gallaefni sást víða á tískupöllunum fyrir vor- og sumartískuna 2009. Það var oftast notað við svart leður eða rokkaðan stíl og birtist í ýmsum útgáfum. Mátti sjá galla- skyrtur og jakka, þröngar gallabuxur og stutt gallapils og jafn- vel dömulega gallakjóla. - amb VESTI Blá gallaskyrta við vesti, buxur og rokkaralegar hálfsfestar frá Rag and Bone. ÞRÖNGT Bláar þröngar gallabuxur við leðurjakka og ökklaskó frá Rag and Bone. STUTT Sætt galla- pils við köflótta skyrtu og herraleg- an blazer-jakka frá Rag and Bone. HÖNNUÐIR HRÍFAST AF BLÁU GALLAEFNI: Gallabuxnasumar AXLA- PÚÐAR Svalur galla- jakki í her- manna- stíl frá Balmain. SNJÁÐAR Flottar ljósar buxur við bol og „eighties“- jakka frá Balmain. KÚREKASTÍLL Hér eru ljósar gallabux- ur undir svörtum reiðbuxum úr leðri, frá Givenchy TÖFF Hér glittir í gallaskyrtu undir svörtum toppi og við svartar níðþröngar leðurbuxur. Frá Givenchy. > TÍSKUSÝNING Í HAFNARHÚSINU Annað árið í röð stendur Fatahönnunarfélag Íslands fyrir sýningu í Portinu í Hafnarhúsinu dagana 8.-9. maí undir nafninu Showroom Reykjavík. Sýningin er ætluð til þess að vekja athygli innkaupafólks á því að nú býðst fjöl- breytt úrval af íslenskri hönnun og framleiðslu. Sýningin er opin í dag á milli 10 og 17.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.