Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 96

Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er laugardagurinn 9. maí, 129. dagur ársins. 4.33 13.24 22.18 4.01 13.09 22.19 2009 2009 Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% Evrópa og yfirvegun Það þarf hvorki að ferðast víða um Evrópu né grufla lengi í fréttum frá álfunni til að verða ljóst að Evrópusambandsand- stæðingar og aðildarsinnar fara báðir með rangt mál í áróðrinum sem nú dynur á okkur úr öllum áttum og yfirgnæfir umræðu um allt annað. EVRÓPA er fráleitt laus við félags- leg vandamál, fátækt og kreppu. Í mörgum löndum er atvinnuleysi landlægt og hefur verið kynslóðum saman. Byggðaröskun af völdum miðstýrðrar auðlindanýtingar er víða svo mikil að jaðrar við brot á efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum mannréttindum íbúanna. Það er með öðrum orðum hrein firra að aðild að Evrópusam- bandinu ein og sér tryggi auðlegð, velsæld, hagvöxt og endalausar, sjálfbærar blómabreiður í sígræn- um högum atvinnulífsins eins og barnalegustu aulahrolls kratarnir láta í veðri vaka. HITT er líka út í hött, að í aðild felist aðeins afsal auðlinda og dauðadómur yfir fullveldi aðildar- ríkjanna og sérkennum þjóðanna sem þau byggja, eins og manni gæti skilist á hinu undarlega sam- krulli útgerðarauðvaldsins og afdankaðra austantjaldssossa sem mest hamast gegn henni. Evrópu- sambandið er greinilega engin einsleit grámóða sem leggst yfir löndin og sýgur úr fólki allan þrótt, frumkvæði og sköpunarkraft. Það er ekki eins og ríki sambandsins hafi öll verið gleypt af yfirþjóð- legu svartholi sem máð hafi út einkenni þeirra hvers um sig og steypt þau öll í sama mótið eftir staðli frá Brussel. ÞAÐ er með öðrum orðum jafn- vitlaust að mála skrattann á vegg- inn og að vera með glýju í augun- um. Þetta er ekki spurning um líf eða dauða heldur hvort aðild henti okkur eða ekki. Annaðhvort byggj- um við okkur framtíð í samband- inu eða utan þess. Við getum ekki byggt hana í dyragættinni – þar sem við höfum haldið okkur til þessa. ÞESS vegna er ánægjulegt að rík- isstjórn flokka sem eru á öndverð- um meiði hvað þetta varðar skuli hafa náð sátt um að leiða þetta mál til lykta með lýðræðislegum hætti svo hægt sé að fara að sinna brýnni verkefnum. Sömuleiðis er hlægilegt að heyra formann Sjálf- stæðisflokksins tala um það sem veikleikamerki, en eins og kunn- ugt er logar sá flokkur stafna á milli af ágreiningi um Evrópumál. Þar er ekki einu sinni hægt að ná sátt um að lenda málinu með leik- reglum lýðræðisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.