Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 10
10 SKINFAXI orsökin? — Fastliygli. Hugur stúlkunnar beinist að andliti hennar og blóðið streymir henni til höfuðs, — og vér höfum það fyrir satt, að þær slúlkur verði fríð- ari, sem roðna oft. Japanar hafa, eins og eg mintist á áðan, sérstakar fasthyglis-iðkanir. Hefi eg lieyrt, að þær séu kendar i skólum þeirra, og' muni eiga drjéigan þált í tápi þeirra og stillingu, likt og nýhyggjan, hugræktarstefnan am- eríska, virðist hafa eflt og stælt Bandarikjamenn. Japneskir hugræktarmenn líta svo á, að hugsahir sé í raun og veru eins konar verur. peir liugsa ríkt einhverja sérstaka hugsun, og heimta svo af henni, að hún inni það hlutverk af hendi, sem þeir þarfnast. Tök- um dæmi: Maður nokkur gengur eftir götu. Hann er fjáður maður, en er hræddur um, að fé lians sé á förum, af því að eittlivert fyrirtæki, scm hann er við riðinn, stend- ur völtum fótum. Áhyggjur sækja að honum. Hann heinir að þeim huga sinum og talar við þær í hljóði, eins og maður talar við mann. Sýnir hann þeim fram á, að þær gcti eigi orðið honum að liði. Biður hann þær því að fara og sækja vonina og segja henni að halda um sig vörð, svo að ótti og kvíði komist eigi að sér. — Og þetta dugar. Yonin heldur vörð um manninn. Hann hefir úr því frið til þess að hugsa, hvað gei’a skal. pað getur ef til vill orðið til þess, að hann hjargi við þvi fyrirtæki, sem virtist standa höllum fæti. Aðferðin franska, sem kend er við Emile Coué, er mörgum kunn. Sumir vilja eigi telja hana með fast- hyglis-iðkunum. Er það sakir þess, aö Coué heimtar eigi eins fasta hugsun og Indverjar. Hann leggur meira kapp á að menn segi sérstök orð, eins og tuttugu sinn- um, í röð, og helst eins og tvisvar á dag. Hefir hann mjög notað hugsanaiðlcanir sínar til lækninga. Og að þvi er sagt hefir verið, verður honum mikið ágengt. Honum er það Ijóst, að lxugsanir megna mikils. Marg-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.