Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 14
14 SKINFAXI Hittast hér niðjar einnar ættar, áður klofnir frá sama stofni. — Bindast iiér nýjum böndum frændur, — böndum trygðar og sömu hygðar. Mætist hér æskan, öra og heita, í anda og blóði tveggja þjóða. — Bergmála Esju hláu hörgar bróðurleg köll frá Dofrafjöllum. Vitum allir „að eyjan hvíta átt hefir daga, þá er fagur frelsisröðull á fjöll og liálsa fagurleiftrandi geislum steypti.“ Vitum, að enn vér eigum og metum arfinn forna og tiginborna. — Enn'þá hyljast í hjörtum manna helgidómar, þó minni sé ljóminn. Snauð er þjóð vor af gullsins gróða, glæstum borgum og höfuðtorgum. — Guðaveigar vér getum ei boðið gestum okkar i þessum flokki. — Bjóðum vér að eins augum gæði í öldnum völlum og reginfjöllum, siklingafossum, feikna-jöklum, fimbulhverum og álftaverum. Bjóðum vér hönd og hjarta, bræður, til lieilla yður í Drotlins friði. — Bjóðum vér norrænt orð og æði, æskugallar þó líf vort spjalli. —- Biðjum vér yður sem best að gleðjast. — Börn eru allir sem guð ákalla. — J?eir, sem mætast við andans arin, öskunni gleyma — en neistann geyma.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.