Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1925, Page 29

Skinfaxi - 01.03.1925, Page 29
SKINlíAXI 29 lmgfró karlmennskunnar, og hún bregst lionuxn aldrei. ]?egar hann sér fornvinu sína ganga með nýja unn- ustanum, lýsir stakan hans hógværð og andans ró: Græna móa gekk eg á, gleðin bjó þar spaka. Ungan spóa einn þar sá yfir lóu kvaka. Nú er horfin útþrá æfintýramannsins, cn átthaga- þráin dregur hann að sér. Hann hefir ekki fundið gull í gæfuleitinni, og hverfur nú heim til æskustöðvanna. þegar hann hefir dvalið þar um stund, finnur hann, að heima er gott að vera, því heima á hann flest. Hann veit það reyndar, að kotið iians muni ekki gefa lionum gull né græna skóga, en það er gott samt, og i vöggu æskunnar vill hann deyja. Nú yrkir hann um bújörð- ina sina: Reykjarhídl mér löngum lét, þótt lítill væri auður, þaðan ekki fer ég fet, fyr en ég er dauður. Á heiðum vormorgni lofar sveitabarnið og hagyrð- ingurinn fegurð náttúrunnar með heilagri lotningu. Hann sér fjóluna, ímynd æsku og fegurðar, baða sig i tárum himins og jarðar. —- Geislandi guðs-augað horfir frá hástóli himnanna yfir nóttlausa daga. pegar hagyrðingurinn lifir í slíku ljósliafi lifsins, verður hon- uni ofraun að þegja. Hann hlýtur að kveða: Sólin þaggar þokugrát, þerrir sagga-úða. Fjólan vaggar kolli kát, lclædd í daggarskrúða. pað er löngum dimmra yfir mannlifinu, en náttúr- Unni i augum hagyrðingsins. Heimska og togstreita uágrannanna eru honum þyrnar í augum. ]?egar liann

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.