Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1925, Page 31

Skinfaxi - 01.03.1925, Page 31
SIÍINFAXI 31 í Austurveg. ]?að nefndu ættfeður vorir að herja í Austurveg, er þeir gerðu út lciðangur og héldu inn í Eystrasalt og herjuðu þar á bæði lönd, námu nesjanám og hjuggu strandhögg. Nú er komin önnur öld. Vesöld og óáran olli því, að vér urðum eftirbátar og sporgöngumenn frændþjóða vorra í s,tað þess að sigla þeim samflota. En sú óáran er nú um garð gengin, og því mætti ætla, að vér vildum nú hefja víking að nýju og herja í Aust- urveg. En hernaður sá slcyldi þó rekinn með öðrum hætti en hinn forni. Nú eru það eigi þrælar eða ambátt- ir, gull né góðir gripir, sem hafðir yrðu heim að her- fangi. Og þá er vér lierjuðum í Austurvcg héðan, mundi oss fyrst bera að landi við Noreg. Og þar er þeim víkingum, sem nú tíðkast, útfúsum æskumönnum, gott til fanga við andlegt strandhögg og viðtökur varmar. Kunnugt er það, að engar tvær þjóðir munu svo ná- skyldar í Norðuráll’u sem Islendingar og Norðmenn. Að vísu niá segja, að skyldleikinn gerist nú forn, þar sem hann er þúsund ára gamall, og svo er að vísu. En nú hygg eg einmitt, að frændsemin sé svo langt fram komin, að eigi yrði bætta á við nánari kynni, að rætt- ist forn orðslcviður: „Frændur eru frændum verstir“. Framan af öldum íslands bygðar, voru sögur íslands og Noregs svo undnar saman á margvíslegan hátt, að eigi varð önnur rakin án þess að hin í’ylgdi með. ]?etta breytlist. Fjörður varð milli frænda og viðkynning Þvarr. En þrátt fyrir það má segja, að öldustig og öldu- hnig j viðhurðarás og hnignun og þróun beggja fylgist með furðulegri nákvæmni. þetta örlagasamband er það, sem margir hinna yngri uieðal Austmanna hafa fest auga á, og þykjast í þvi •sjá tákn þess, að þessar tvær frændþjóðir eigi meiri

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.