Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 41

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 41
SKINFAXI 41 ölvaðir menn tóku a'ð spilla friðnum á Álfaskeiði. Yel getur svo farið, að þessi fagri og vinsæli samkomustað- ur verði ekki lengur hæfur fyrir samfundi okkar.“ Ýmsir af bestu ungmennafélögum tala eitthvað likt og Árnesingurinn um þetta mál. ]?að er mannlegt og mik- ilsvert, meðan íslendingar vilja heldur láta það hverfa úr sögunni með öllu, sem þeir unna og áttu fegurst og best, en að horfg á það verða að ruslakistu spilling- arinnar og hjara við skömm! Allir ungmennafélagar liafa lieilið því að berjast gegn drykkjuöldinni, og síst af öllu má hún vanhelga hátíðisdaga þeirra. Hér verður því að taka alvarlega í taumana, ef duga skal. Sjálfsagt er að stjórnir íþrótta- móta setji öruggan vörð um samkomustaði sína, þegar mannfundir eiga að vera þar, svo að ölvaðir menn hafi þar engan griðastað. Ef þetta ráð dugar eklci, verður að breyta um samkomustaði, hælta við þá gömlu og velja aðra nýja og hafa þá þar sem skjólin eru betri fyrir lnnum spilta tiðaranda. Taki þá enn að fjúlca í fengnu skjólin, verða iþróttamótin og aðrar allsherjar- samkomur ungmennafélaganna að leggjast niður með öllu, því að annars verða þau dauðadómur þeirrar stefnu, sexn hefir gefið þeim lífið. Þórður Hafliðason. Af vangá ritstjóra hefir dregist að prenta kvæði þetta. Átti kvæðið að fylgja grein um pórð Hafliða- son, sem prentuð var í októberbláði Skinfaxa s.l. haust. )?á sumarið ríkti um hauður og haf kom haustið í Langadalinn, því hann, sem að sönnustu hlýjuna gaf var hniginn í mikla valinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.