Skinfaxi - 01.03.1925, Síða 46
46
SKINFAXI
Sá er hinn i'yrsti, aö sýna,,að íslendingasögur og önn-
ur ágætisrit, er. færð hafa verið í letur í fornöld, bera
vitni um enn þá meiri listfengi, en menn hefir jafnvel
áður grunað. pað mun láta nærri sanni að segja, að
flestar muni sögurnar eins vel „ortar“ og kvæðin, er
skáldin kváðu i fornöld. Margir kaflar þeirra eru svo
vel sagðir, að orðhagir menn einir og skáld fá vikið þar
svo til orðum, að ekki spillist hrynjandi. Er þeim líkt
farið og vísum, þar sem hagmælsku þarf til þess, að
hnika til orði, svo að ekki raskist kveðandi. Er því lik-
legt, að enn þá meira orð fari af fornritum, er mönn-
um skilst, live höfundarnir ísJensku settu sér íastar
reglur um málfar. IJtlendingum þeim, er þýða þær,
verður þá ljóst, að sögurnar niissa mikils, ef hrynj-
andi glatast í þýðingu, svo að frásögnin vcrði liáttlaus.
pær eru iþá þvi nær sem ljóð, sem hafa verið svift kveð-
andi og eru birt i lausu máli.
Sá er annar tilgangur þessarar bókar, að benda á það,
að miklar eru líkur til þess, að hrynjandin geti orðið
styrkur nokkur, þegar forn rit eru rannsökuð, til þess
að grafast fyrir um höfunda. Gerum ráð fyrir þvi, að
vafi leiki á um það, livort einhvcr saga hafi orðið til
úr tveimur sögum eða fleirum, og sé því ekki einn höf-
undur hennar. Málfarshættir koma best í ljós, þegar
hending hver er rannsökuð. Sumar hendingar eru ein-
um höfundi tamar, þótt aðrir beiti þeim sjaldan. Er
þvi eins háttað, sem sumum skáldum lætur betur að
yrkja undir einum hætti en öðrum. Hugsanlcgt er, að
langt vcrði komist í þessum rannsóknum, þegar ekki
er að eins að styðjast við orðaval, setningaskipun, held-
ur og hrynjandi, auk ýmissa annara líkinda. Úrslita-
rök verða þó ekki í'ærð fram fyrir þessari skoðun,
hvorki hér né i sjálfu ritinu. pess má þó geta, að snild-
arverk tvö eru til, er hafa svo ólíka hrynjandi, að furðu
gegnir. Annað iþeirra er Njáls saga. par er fátt um þrí-