Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 3

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 3
SKINFAXI 3 félagsskapnum. Til þess liggja einkum fern rök: 1) Sú sálfræðilega staðreynd, að eftir unninn úrslitasig- ur kemur venjulega tilslökun, hvild. — 2) Áhrif heims- styrjaldarinnar á þá kynslóð, sem átti að taka við af stofnkynslóð U.M.F., voru neikvæð. Hún var kald- ari, þolminni, skorti hugsjónir og flug, — síngjarnari. Sú kynslóð er tiltölulega fámenn i U.M.F. 2) Forvígis- menn U.M.F. margir liurfu frá félögunum til starfa á stjórnmálavettvangi, — urðu með samvinnumönn- um meginstof'n Framsóknarflokksins. Þeir breyttu fé- lagsmálum U.M.F., mörgum, i stefnumál stjórnmála- flokks, og drógu með þvi þrótt úr æskufélagsskap sínum. 4) Hin öra breyting síðustu áratuga á atvinnu- lífi landsmanna, þjóðflutningurinn úr sveit að sjó, hefir þó vafalaust lamað U.M.F. mest. Einkum sú tilfinning, sem verið hefir og er rik meðal ungs fólks, — vitandi og óafvitandi, — að það eigi reyndar hvergi heima og óvist sé við hvaða landshorn framtið þess kunni að verða bundin. Þessi leynda eða ljósa spurn- ing í hugskoti næstum hvers einasta ungs einstaklings: „Hver veit, nema ég fari héðan burtu?“ hefir lamað hann og aftrað honum að færa verulegar fórnir á þeim stað, sem enginn veit nema hann yfirgefi von bráðar. Menn eru alltaf staðbundnir með fórnir sínar, hugsjónir og drauma. Af þessum fernum rökum fyrir hnignun U.M.F. skulum við drag fjóra lærdóma, þeim til uppbygg- ingar og viðreisnar. 1) Sjálfstæðismálið var megin hitamál U.M.F. og aflbrunnur, og við úrslit þess dofnaði yfir félags- skapnum. Líklegt má telja, að nýtt sjálfstæðismál gæti verið oss samskonar orkuvaki. Og fullt tilefni er nú fyrir íslenzka æsku, að taka upp nýtt sjálfstæðismál. Ekki vegna sambandsins við Dani, því að litlu skiptir, hvort því er slitið eða ekki. En út á við þurfum vér að verja fjármálasjálfstæði vort gagnvart Bretum. Og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.