Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 4

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 4
4 SKINFAXI inn á við þurfum vér að efla atvinnuvegi vora og gera þá og framleiðslu vora fjölbreyttari, til að tryggja viðskiptasjálfstæði vort og hagstæðan greiðslujöfnuð. Þetta er sjálfstæðismál liðandi og komandi ára, engu smáfelldara en sjálfstæðismálið 1906—’18. Við þetta bætist og í það fléttast sjálfstæðismál allra tíma: verndun og efling menningarlegs og þjóðernislegs sjálfstæðis. 2) Kynslóðin, sem var að vaxa úr grasi á striðsár- unum, beið tjón á sálu sinni af áhrifum hildarleiks- ins. Hún brást U.M.F. að nokkru leyti. Hún gerðist vínlmeigð, lítt fórnfús og gjörn á að spyrja sig og aðra: „Hvað gerir það til?“ — En í þessari kynslóð er sama góða efnið og öðrum kynslóðum þjóðar vorr- ar. Áhrif styrjaldarinnar eru þegar tekin að eldast af henni. Og nú er vaxin og að vaxa upp yngri kyn- slóð, sem mikils má af vænta, og i þeirri kynslóð ligg- ur frelsi U.M.F. og hún geymir fjöregg þeirra. 3) U.M.F. töpuðu á því, að mál þeirra breyttust úr félagsmálum í stjórnmál við myndun Framsóknar- flokksins. Með öðrum orðum: félögin létu taka stór- málin af sér, og létu sér nægja að bauka við smá- málin. Af þeirri reynslu ber oss að læra það, að láta öll áhugamál íslenzkra æskumanna vera málefni ung- mennafélaganna, enda þótt það séu mál, sem barizt er og deilt um á pólitískum vettvangi. Ungmenna- félögin eru ekki pólitísk félög, að þvi leyti, að þau fylgja engum einum pólitískum flokki. En þau verða að fylgja góðum málum, þótt pólitísk mál séu, því að öll mál, sem miklu skipta líðan manna og menningu, hljóta að verða pólitísk. 4) Sá væri meginsigur islenzkra ungmennafélaga, ef þeim tækist að sigrast á heimilisleysi æskumann- anna, afla þeim staðfestu, lífsköllunar, lífvænlegrar framtíðaratvinnu í jarðveginum og á landshorninu, þar sem þeir vaxa upp. Til þess verða U.M.F. að snúa

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.