Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 5

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 5
SKINFAXI 5 sér að atvinnulífi landsmanna með fullri athygli og fullum krafti. Ungmennafélög sjóþorpanna verða að taka með virkri festu þátt i baráttu æskunnar fyrir atvinnu og menntun, gegn atvinnuleysi og böli, sem þvi fylgir. Þau verða að leita að nýjum atvinnuleið- um og finna þær; nýju atvinnuskipulagi og skapa það. Þetta er aðkallandi mál liðandi dags — mál vaxandi æsku. Málið, sem æska nútímans vill hugsa um og glima við. Framtið hennar og lif. En ungmennafélögin eru einkum félög sveitanna. Og atvinnumál sveitanna þurfa engu síður hressilegra á- taka nýrrar æsku. Á þeim þarf á skammri stund að verða sú róttæka bót og breyting, að öll sú æska, sem vex upp i sveitum landsins komandi áratugi, eignist þar með fæðingunni lífvænlegt framtíðarstarf, sem hún getur trúað staðfastlega á, elskað og virt. Sá timi er úti, að hugga megi sig við liið fornkveðna: „Lengi tekur sjórinn við“. Samvinnubyggðir; fjölhreyttari framleiðsla; stór- aukin ræktun, einkum ræktun og um leið notkun, grænmetis; kornyrkja. Þarna eru nokkrir fyrstu lið- irnir í starfsskrá ungmennafélaga næstu árin. Þetta er sjálfstæðismál þjóðarinnar, framtiðarmál sveita- æskunnar — lífskilyrði hennar. Og það er menningar- mál og þjóðernismál um leið. — —- Eg veit ekki, hvort þú liefir tekið eftir því, fé- lagi, að nokkur undanfarin hefti Skinfaxa, stefna að alveg ákveðnu marki: Þvi marki, að fá ungmenna- félögin i sveitunum til að einbeita orku sinni að við- reisn sveitanna og landbúnaðarins, staðfestingu æsku- lýðsins í sveitunum, framtíðarskipulagningu á atvinnu og menningarskilyrðum sveitafólksins. Að þessu miða greinarnar um sænsku ungmennafélögin (J.U.F.), sem ég tel að við ættum að taka oss til fyrirmyndar um margt. Að því miða greinar Klemenzar á Sámsstöð- um um kornrækt og Steingríms búnaðarmálastjóra

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.