Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 9

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 9
SKINFAXI 9 orðin er ófrjó og óhæf til annars en þess eins, að halda i erfðavald sitt með ofheldi. En ég er ekki al- veg viss um, að okkur sé hitt eins ljóst, hversu mikl- ar og margliáttaðar skyldur við tökum okkur sjálf á herðar með kröfum okkar til gerbreyttrar skipu- lagningar á samfélagi mannanna. Og þó er hér um eitt hið þýðingarmesta atriði að ræða, mikilvæga hættu, sem hlífðarlaust her að varast, — þá liættu, að gleyma kröfum sjálfsskyldunnar í ákafa barátt- unnar fyrir hinum félagslegu kröfum. Það liggur þó raunverulega í augum uppi, að sú stétt, sem ætlar að sigra, og það ekki einungis i eitt skipti fyrir öll, lieldur og að tryggja grundvöll fyrir áframhaldandi sigrum undir breyttu skipulagi, — sú stétt verður að samanstanda af sterkum einstakling- um, — einstaklingum, sem skynja gildi skilningsins á æfilöngum tilgangi, gildi manndómsins og eðlisgöfg- innar, gildi persónuleikans. Þessvegna er það, að hverjum einasta byltingasinnuðum visindamanni, verkamanni, listamanni, bónda, — allri hinni vinn- andi stétt anda og handar, — þarf að verða það full- komlega ljóst, að sérhver þumlungur, sem bætist við hæð livers einstaks persónuleika, eykur heilli alin við siðferðilegan rétt stéttarinnar til valdatöku hennar, og að hver hrestur, sem kann að finnast á mann- dómi einstaklingsins, skapliöfn eða skilningi, dregur að sama skapi úr þessum mikilvæga rétti. Nú kynnu einhverjir að varpa fram minum eigin orðum og það með fullum sanni: .... hvað hlutum vér? Eiuungis áþján og strit. Og hvaða tilgang er í slíku að finna og hver skilyrði til þess vaxtar persónuleikans, sem þú talar svo skáld- lega um? Auðvitað verð ég auðmjúklega að játa, að gegn þvílíkri aðstöðu er ærið erfiít um hvorttveggja: ádeilur og eggjanir. Sjálf hin lágstéttarlega þróun er

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.