Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 10
10
SKINFAXI
sem sé einmitt viðleitni hinna undirokuðu til að
losna úr áþján siðdrepandi afla, til þess á síðan að
geta skapað fullkomnari skilyrði fyrir persónuleika-
vöxt einstaklinganna. Og það er í fljótu bragði álika
réttmætt, að heimta þroskaðan siðferðisstyrk af kúg-
uðum launaþrælum, eins og að skipa fuglinum i búr-
inu að fljúga.
En meðal annarra orða: Hvar liggur þá hinn raun-
verulegi siðferðisstyrkur, ef ekki einmitt lijá hinni
undirokuðu stétt, sem þjáist og stritar? Og hvers
vegna, þá einmitt lijá henni, þrátt fyrir allt? Vegna
þess, að hún, þrátt fyrir allt, hefir staðið tilgangi sín-
um næst, — hún hefir eytt orku sinni i það að skapa
verðmæti, og hvar liggur hinn siðræni kjarni menn-
ingarlegs samfélags, ef ekki einmitt i þvi að skapa
verðmæti? En þetta sköpunarverk starfsstéttarinnar
hefir vitanlega verið afskræmt og svipt öllum ljóma
gildis síns af sýklum og sníkjudýrum samfélagsins,
þeirri arðráns- og eyðslustétt, sem hefir troðið sínum
sérstaka tilgangi, sinni forréttindakúgun, inn í afköst
hins vinnandi fólks, og þar með gert hverja verð-
mæta athöfn að marklitlu striti, hugsjónasnauðum
launaþrældómi. Því að hvað verður um tilganginn i
verðmætasköpun hins vinnandi þegns, ef eðlilegir á-
vextir iðju hans eru jafnóðum frá honum teknir?
En svo undramáttugt er eðlisgildi alls framleiðslu-
starfs, að jafnvel enda þótt það liafi þannig verið
svipt höfuðtilgangi sínum, þeim tilgangi, að tryggja
sjálfum starfsþegninum æ frjálsara og fegurra lif, þá
hefir það samt sem áður getað varðveitt siðferðis-
styrk vinnustéttarinnar og þar með rétt hennar til að
gera sínar félagslegu kröfur, sína menningarlegu
uppreisn.
Ég treysti því, að allir skilji, að það siðferðilega
hugtak, sem hér er miðað við, er menningarleg vaxt-
arhæfni, en ekki svokallað „borgaralegt velsæmi", sem