Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 15

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 15
SKINFAXI 15 auövaldssinnaðan smáborgara getur nú órað fyrir. Hinn mikli sannleikur er nefnilega sá, að svo þján- ingafullt og seigdrepandi sem hið tilgangslausa launa- kúgunarstrit er, svo endurnærandi og fagnaðarrikt getur hið skapandi, ávaxtaríka menningarstarf orðið, enda þótt það kosti margfaldaða orlcueyðslu. Þessu veldur sú magnan, er því fylgir, að finna sig vaxa með verkinu. Og þetta vissi hann af sjálfsreynslu, er vísuparlinn kvað: Sæla reynast sönn á storð sú mun ein — að gróa. Erum við þá loks komin að Stephani G. Stephans- syni og hinni upphaflegu spurningu um það, hvaða erindi hann á til íslenzkrar nútímakynslóðar. Út frá þvi sjónarmiði, sem hér hefir verið rakið, veit ég engan íslending, sem verið liafi heilsteypt- ari persónugervingur mannlegs sköpunarvilja en Stephan G. Vilji því hin vinnandi stétt íslands kynn- ast holdi klæddri ímynd starfshetjunnar, þeirrar starfshetju, sem er blóð af hennar hlóði og andi af hennar anda, þá leiti hún til lians. Hann er sprottinn upp úr íslenzkri alþýðuörbirgð norður í landi, og það er þvi likast, sem þúsundær aðstöðuskortur hins stritandi fólks til menningarlegr- ar verðmætasköpunar hafi gert uppreisn i brjósti hans þegar við vöggustokkinn, allar hinar ófullnægðu þrár hafi dregizt þar saman í einn brennipunkt og brot- izt út í óslökkvandi athafnaþorsta í orði og verki. Jöfnum höndum byrjar hann sem barn á andlegri og efnislegri uppbyggingu. Hinn jákvæði lifskraftur brýzt þá þegar út, ýmist í ljóðyrkju eða jarðyrkju. Raunar voru vísur hans ófullkomnar tilraunir ein- ar. Og að vísu voru sáðreitir hans aðeins spannastór- ir blettir uppi á bæjarveggnum eða holur í fjóshaugn- um. En þetta voru merkilega fyrirheit þess, er síð- ar skyldi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.