Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 22

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 22
22 SKINFAXI Hestamenn vita, að þeir eignast ekki trausta og góða hesta, nema þeir séu vel fóðraðir og vel tamdir. Svo er og um oss mennina, að vér þörfnumst tamn- ingar. Með tamningunni næst það fyrst og fremst, að likamiiíii verður auðsveipt og þægt verkfæri viljans. Samvinna verður betri milli hugsana og lireyfinga, eða áforma og athafna. Menn læra að þekkja líkama sinn og getu, þykja vænt um þessa dásamlegu véla- samstæðu, sem er svo auðsveip og lýtur svo vel allri stjórn. Af þessu stafar það, að vel taminn og þjálfaður maður fær óheit á allri nautn eiturlyfja, svo sem víni og tóbaki. Hann vill ekki skipta á vellíðan sinni — að finna til þess, að hann er mjúkur og liðugur og hefir ráð á öllum sínum hreyfingum — og áhrifum víns, sem gera líkamann óstjórnlegan og máttvana. Hann fær ekki skilið, hvernig á því stendur, að menn geta ekki skemmt sér, nema þeir séu kenndir eða fullir, þvi að sjálfum líður honum betur og er glaðari án þess. — II. Golt líkamlegt uppeldi er ekki í þvi fólgið, að lifa lífi sælkerans, fylla magann með lostætum mat og forðast að dýfa hendinni í kalt vatn. Og ekki er heldur fyrir öllu séð, þó að vér höfum nægan, lioll- an og góðan mat og höldum hitastiginu jöfnu á 20° C. í lierberginu, eða hvað menn nú vilja hafa það. Það er mikill sannleikur í gamla máltækinu: „Af misjöfnu þrífast börnin bezt.“ Vér þurfum lífsloft, en af því að það kostar ekki neitt, eða vér þurfum ekki að leggja út fyri það peninga, þá hættir oss við að virða það of lítils, og látum oss nægja það andrúmsloft, sem umhverfis oss er í hvert skipti og ofan í oss vill fara, án nokk-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.