Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 27

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 27
SKINFAXI 27 að læra ákveðna, fallega stafagerð. Það kostar mikla umhugsun, nákvæmni og æfingu i fyrstu. En þegar vér höfum æft höndina nægilega lengi undir stjórn hugans, verður hún að lokum svo einfær um stafa- gerðina, að vér þurfum sjaldan að ljá henni nokkra hugsun framar. Þannig er þvi varið með allar aðrar íþróttir og líkamstamningar. Leiðsögn og kennsla í þessum fræð- um er mjög vandasamt og ábyrgðarmikið starf. Til mikils er að vinna og mikið er i liúfi, ef illa tekst til. Kennarinn verður að hafa víðtæka þekkingu, og alltaf að vita, hvert hann stefnir með æfingavali sínu og öllum sínum gjörðum, og ætíð hafa ákveðið upp- alandi markmið fyrir augum. Margir telja það, að starf fimleika- og íþróttakenn- arans sé eingöngu líkamlegs eðlis, og hans hlutverk sé aðallega í því fólgið, að gera menn að aflrauna- mönnum eða fimleikatrúðum. Þetta er ekki rétt skoðað. Það er miklu víðtækara, enda er það alls eigi tilgagurinn, þó að einstöku menn villist inn á þær hrautir. Starfið er að mjög miklu leyti sálræns og sálfræðilegs eðlis. Tel eg mjög vafasamt, að nokkrar þær fræðigrein- ar, sem í skólum eru kenndar, séu þess megnugar, að liafa jafn víðtæk og holl áhif á allt lundarfar og skapfestu manna og iðkun leikja, fimleika og íþrótta, undir góðri sljórn. V. En hvað kemur allt þetta „kapitali" og kreppu við? munuð þið spyrja. Það kemur einmitt lienni við, og ö'Jlum öðrum kreppum, sem fju'ir koma á lífsleið einstaklinganna, sem oft eru margar og erfiðar. Vér einstaklingarnir eru sjálfir hið raunverulega „kapital“, sem allt veltur á, að ekki falli í verði,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.