Skinfaxi - 01.03.1936, Page 29
SKINFAXl
29
Aðalbjörg Sigurðardóttir, sem bæði voru gestir fund-
arins.
Að loknum umræðum bauð ritstjóri „Skinfaxa“ mér
rúm í ritinu fyrir grein um efni erindis míns. Ákvað
eg að taka boðinu og var tilskilið, að greinin skyldi
vera tilbúin um miðju þessa mánaðar. En síðan eg
kom aftur vestur hingað, liafa miklar annir hindrað
framkvæmd þessa áforms. Þrátt fyrir þetta vil eg nú
ú siðustu stundu, í fáum dráttum og í bréfsformi, skýra
ykkur, kæru ungmennafélagar, frá þessu áhugamáli
mínu. Eg mun aðeins stikla á stærstu steinum. Þið,
sem eruð ung i anda, lesið i mál milli lína og brúið bil
milli brota.
I.
Árið 1903 bar Hermann heitinn Jónasson frá Þing-
eyrum fram á Alþingi þingsályktunartillögu um „að
skora á landsstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi
frumvarp til laga um þegnskylduvinnu á lslandi“.
Meginákvæði þessara laga skyldu vera þau „að allir
verkfærir karlmenn, sem eru á Islandi og hafa rétt
innfæddra manna, skuli, á tímabilinu frá þvi þeir eru
18—22 ára, inna þegnskylduvinnu af hendi........Að
þegnskylduvinnan sé í því fólgin, að hver einstakur
maður vinni alls 7 vikur á einu eða tveimur sumrum,
eftir þvi sem hann óskar, og að vinnan sé endurgjalds-
laus að öðru en þvi, að hver fái kr. 0.75 sér til fæðis
yfir hvern dag, sem liann er bundinn við nefnda vinnu“.
— Þegnskylduvinna þessi skyldi „framkvæmd með
jarðyrkju, skógrækt og vegavinnu“, og skyldi lienni
stjórnað eftir föstum, ákveðnum reglum, líkt og á
sér stað við heræfingar.
í greinargerð sinni með tillögu þessari, sagði flutn-
ingsmaður: „Það liggur aðallega þrennt til grundvall-
ar fyrir henni (þ. e. tillögunni). I fyrsta lagi það, að
kenna öllum landsmönnum þýðingarmikla vinnu; í
öðru lagi miðar hún að því, að venja þá við reglu-