Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 31
SKINFAXI
31
færra vinnuhanda, sem heimta rétt sinn á atvinnumark-
aði þjóðarinnar. Vinnumarkaðurinn þrengist, offyll-
ist. Atvinnuleysi er ávöxturinn. Og nú ganga hundruð
manna atvinnu- og iðjulausir, vikum, mánuðum, jafn-
vel árum saman. Og meðal þessara atvinnulausa manna
er fjöldi ungmenna; enginn veit tölu þeirra, þvi að
margir þeirra koma aldrei i skráningarstofur atvinnu-
lausra. Atvinnuleysi er öllum böl, sem við það verða að
búa. Engum er það þó jafn hættulegt sem ómótuðum
æskumönnum. Atliafnaleysið lamar líkamsþrótt þeirra,
þol og starfsgetu, sviftir þá þjálfun þeirri, mótun og
festu, sem skipuleg vinna veitir. Veikir viljann, brjálar
siðferðisvitund þeirra og sljófgar hæfileika þeirra til
aðgreiningar á réttu og röngu. Og þessir ungu menn,
sem hamingjan hefir leikið svo grálega, eiga eftir nokk-
ur ár að taka við stjórninni í þessu landi!
III.
Hér þarf aðgerða við. Ef eigi er unnt að auka markað
fyrir vinnu i landinu svo mikið, að allir verkfærir,
vinnufúsir íslenzkir menn og konur fái nóg að gera,
verður f. o. fr. að tryggja þeim, sem þyngstar hyrðar
bera, þá atvinnu, sem til er. En það eru þeir, sem veita
forsjá heimilum, sjúklingum, gamalmennum og börn-
um.
En ef þetta er eigi hægt, nema með því móti, að ein-
hverjir, sem nú keppa við þá um vinnu, víki af vinnu-
markaðinum, gefur að slcilja, að ellin og æskan verða
að víkja. Gamla fólkið, sem á að baki sér langan, erfið-
an starfsdag, er vel að hvíldinni komið. En um leið og
það dregur sig i hlé og rýmir til á offylltum vinnumark-
aði, færist sú skylda á þjóðarheildina að sjá þvi far-
borða í ellinni. — Nægi þetta eigi, verður einnig nokk-
ur hluti æskunnar að vikja af vinnumarkaðinum. Fylk-
ing atvinnulausra ungmenna er nú stór. Með þessum