Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 36

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 36
36 SKINFAXI hafa lagzt í eyði á þriðjungi aldar! í stað hverra 10 býla, sem eyddust, var aðeins reist 1 — eitt — nýtt býli. Hvert stefnir með þessu áframhaldi? Þarna er stærsta hlutverkið fyrir stórhuga æsku. „60 ný býli á ári næstu 10 árin“! Gerið þessi orð ný- býlastjórans að ykkar orðum Gangið í lið með honum og samstarfsmönnum hans, og látið orðin verða að veruleika: 600 ný býli í landinu eftir einn áratug. Æskumenn! Eg nem hér staðar. íhugið mál þetta allt, og ef þið sannfærist um gildi þess, þá látið eigi sitja við sannfæringuna eina og orðin tóm. Takið málið upp á starfsskrá ykkar, vinnið þvi fylgi og komið því í framkvæmd. Með vinarkveðju. Ludvig Guðmundsson. Karl Helgason: Ungmennafélögln þrátfn ára. Hinn 6. janúar s. 1. voru 30 ár liðin frá stofnun fyrsta ungmennafélagsins hér á landi. Það var stofnað á Ak- ureyri 6. janúar 1906. Mér finnst ástæða til, við þessi timamót, að rifja upp og gefa öðrum yfirlit yfir stefnu fortíðar og framtíðar, þótt ekki verði nema i stórum dráttum. Þótt mikil breyting hafi á orðið, til hins verra, um framkvæmd stefnu þeirrar, sem laðaði menn saman og knúði fram til stofnunar þessa félagsskapar, dylst mér þó ekki, að vér eigum forgöngumönnum hans mikið að þakka, og gagnvart félagsskapnum stöndum vér í mik- illi þakkarskuld. ,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.