Skinfaxi - 01.03.1936, Side 37
SKINFAXI
37
Ungmennafélagsskapurinn er svo frábrugðinn öllum
öðrum félagskap, að hann er hvorki stétta- né hags-
rnunafélagsskapur, og ekki einungis til þess, að
vinna að framkvæmdum einstakra miála, heldur er
hann, ogáaðvera, nokkurskonar skóli fyrir æsku-
menn og konur, til eflingar einstaklingsviljans og
frjálsrar hugsunar. Ungmennafélögin eiga að kynda
eld áhuga og atorku, einbeitni og framsækni. Það þarf
að auka þrek og þor æskunnar, og sá er, einn meðal
annars, tilgangur félagsskaparins. Því er það bein
skylda hvers manns, sem skilur hlutverk æskunnar og
þessa æskulýðsfélagsskapar, að styðja hann, og það
verður best gert með því, að leggja fram sína eigin
krafta til samstarfs við æslcuna.
Eldri kynslóðin hefir aldrei skilið fyllilega þörf né
gagn þessa félagsskapar, aðallega fyrir það, að henni
hefir ekki virzt hann nógu efnisbundinn. Hún hefir
aldrei komið auga á hina uppeldislegu hlið hans. Þess
vegna hefir ekki fengizt sú viðurkenning né sá stuðn-
ingur ráðnari og reyndari manna, sem sjálfsagður ætti
að vera. Ungmennafélögin liafa, með sinum fögru hug-
sjónum, sameinað undir merki sitt margt æskumanna
og kvenna og þau hafa megnað að gera marga af sínum
félögum meiri áhuga- og umbótamenn, en þeir ella
liefðu orðið, og félagsstarfið hefir búið þá mörgum
rneiri og betri lcostum undir lifið. En þrátt fyrir það
vantar þó mikið á, að félagsskapurinn og félagsstarfið
sé nógu vakandi, og að félagsmönnum sé það svo ljóst
sem skyldi, að það er hin félagslega starfhæfni, sem
aðalræktina þarf að leggja við, til þess að hin uppvax-
andi kynslóð verði starfhæfir borgarar.
Því næst er að velja sér verkefni, eftir því sem þörf-
in á liverjum tima segir til um, og samstilla kraftana
til átaka uni þau. Ungmennafélögin áttu, fná öndverðu,
að vera nokkurskonar þjóðræknisfélög, sem á hverjum
tíma beittu sér fyrir þjóðlegum nytjamálum og stefn-