Skinfaxi - 01.03.1936, Page 44
44
SKINFAXI
félagsins Ármanns og fyrstu árum, að geta ekki þesa
mannsins, sem mestan átti þar þáttinn í, en það var
Pétur Jónsson blikksmiöur. Hann var að vísu aldrei
formaður félagsins, en hann var andlegur leiðtogi þess
og kennari, og svo var áhugi hans mikill á glimunni,
þegar liann var að kenna, að hann, að sögn félags-
manna, virtist glíma liverja glímu með, og tók hann
þó aldrei virkan þátt í leiknum, því að hann var
maður kominn á efri ár.
Fyrstu störf félagsins út á við voru þau, að halda
tvær kappglímur þegar á fyrsta ári. En jafnframt
var æft af kappi undir glimulceppnina, sem átti að
fara fram á Þingvöllum við konungskomuna 1907.
Þóttu þeir Ármenningar, Hallgrímur Benediktsson,
Guðmundur Stefánsson og Sigurjón Pétursson hera
þar af, ásamt Jóhannesi Jósefssyni, sem liafði komið
að norðan til þessarar glímu. Mátti segja, að þessir
menn, og þá éinkum Hallgrímur, væru á þessu tíma-
bili eftirlætisgoð allrar þjóðarinnar.
Árið 1908 er, fyrir frumkvæði Þórhalls Bjarnarson-
ar prentara á Akureyri, ákveðið að senda menn á
Olympíuleikana, sem þá voru haldnir i London, til
þess að sýna þar íslenzka glímu. Voru 8 þátttakend-
ur í þeirri för, þar af 5 Ármenningar.
Árið eftir var ákveðið á fundi, að senda menn
norður til Akureyrar, til þess að keppa um Grettis-
beltið og konungstignina, og völdust þeir til farar-
innar, Guðmundur Stefánsson og Sigurjón Pétursson.
Þeir urðu meslmegnis að ganga norður, því að erfitt
var um farkost, en glíma þeirra var með þeim ágæt-
um, að Guðmundur vann beltið og Sigurjón varð
lionum næstur að vinningum. Höfðu þeir félagar
Grettisbeltið með sér suður. Hefir það verið sunnan-
lands síðan, og lengst af hjá félögum úr Glímufé-
laginu Ármanni.
Næstu ár eftir þetta er svo glíman lærð og æfð