Skinfaxi - 01.03.1936, Page 45
SKINFAXI
45
og lialdnir fundir. Árið 1912 eru enn sendir menn
á Olympiuleikana, sem þá voru haldnir i Stokk-
hólmi, og voru allir þátttakendur nema einn úr Ár-
manni.
Eftir þetta fer að dofna yfir félaginu. Þeir, sem
höfðu staðið að stofnun þess, urðu hlaðnir öðrum
störfum, og á striðsárunum, meðan allt var i glund-
roða og upplausn, lá Glímufélagið Ármann svo til
alveg i dái. En eftir striðið, eða 1919, hefir Sigurjón
Pétursson forgöngu að því, að félagið er vakið upp
á ný, og varð formaður þess Ágúst Jóhannesson,
sem þá var nýkominn frá útlöndum.
Ágúst var ágætur iþróttamaður og skildi vel nauð-
syn þess, að Ármann gerðist alhliða íþróttafélag, jafn-
hliða því sem hann stundaði glimuna. Þetta starf
var tekið upp, með þeim árangri, að félögum, sem
í byrjun þessa tímabils voru aðeins 18, fjölgaði á
skömmum tíma upp í 400; félagslif var fjörugt og
félagið fór að taka þátt í mótum í útiíþróttum og
vann þegar glæsilegan sigur á fyrsta Allsherj armót-
inu, er hér var haldið 1921, og síðan á næstu Alls-
herjarmótum þar á eftir.
En þótt félagið skaraði þannig fram úr í íþrótt-
um, átti það við mikla örðugleika að stríða. Fjár-
hagurinn var afarþröngur og það, sem gert var til
þess að bæta hann, mistókst, svo að félagið stóð uppi
með stórar skuldir. Dró þetta svo úr starfsemi stjórn-
arinnar og félagsins í heild, að nærri lá að riði því
að fullu. En þá var það, að nokkrir velunnarar fé-
lagsins lilupu undir bagga, jöfnuðu skuldina og skil-
uðu félaginu skuldlausu á aðalfundi. Var það dreng-
skaparbragð.
Með þessu liefst það hagsældartímabil, sem enn
stendur yfir lijá Glímufélaginu Ármanni. Um þetta
leyti koma þeir líka að félaginu, mennirnir, sem
mestan þált hafa átt í viðgangi þess á undanförn-