Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 46

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 46
46 SKINFAXI um 10 árum, en það eru þeir Jens Guðbjörnsson, núverandi formaður féla'gsins, og Jón Þorsteinsson frá Hofstöðum, kennari þess, og má í rauninni segja, að framgangur félagins beri þeim gott vitni. En þrátt fyrir það, að félagið hefir unnið hvern sigurinn öðr- um meiri, er það ekki meira en það, sem við er að búast, með þeim dugnaði og ósérplægni, sem þessir menn og nokkrir aðrir hafa sýnt í starfi sínu fyrir félagið. Eins og áður er sagt, átti Glímufélagið Ármann ekki einasta beztu glímumenn landsins, heldur skar- aði það einnig fram úr í frjálsum íþróttum. En árið 1924 er byrjað að iðka fimleika og hnefaleika, og skömmu síðar sendir félagið flokk glímumanna til Danmerkur. Árið 1927 er stofnaður sundflokkur inn- an félagsins, og 1929 er sendur flokkur glímu- og fim- leikamanna til Þýzkalands. Það ár eru stúlkur tekn- ar i félagið í fyrsta skipti og byrjuðu þær þegar æf- ingar. Á Alþingishátíðinni 1930 gat Glímufélagið Ármann sér mikið frægðarorð fyrir hinar myndarlegu íþrótta- sýningar sínar. Það ár er byrjað að stunda róður innan félagsins, á nýjum kappróðrarbátum, sem það hafði eignazt. Árið 1931, á 25 ára afmælinu, er hald- in feiknamikil hópsýning i fimleikum, og 1932 sendir félagið flokk leikfimis- og glímumanna á íslenzku vikuna í Stokkhólmi. Þótti það hin mesta frægðar- för. Ennfremur hefir félagið haft ótal sýningar og mót, að ógleymdri skjaldarglímu Ármanns, sem hald- in hefir verið á hverju ári, og ætið þykir merkur viðburður. Núna, á 30 ára afmælinu, á Glímufélagið Ármann á að skipa um 1200 félagsmönnum. Það tekur virk- an þátt í öllum íþróttgreinum, sem hér eru stund- aðar, nema knattspyrnu, er víða fremst og annar- staðar framarlega. Félagið hefir, þrátt fyrir fjöl-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.