Skinfaxi - 01.03.1936, Page 50
50
SKINFAXl
Magnús Guðmundsson, Mykjunesi:
Framtíð æskunnar.
Það er ef til vill álitamál, hvað sé efst á stefnuskrá
ungra manna nú um þessar mundir. Á síðari árum hafa
örðugleikarnir vaxið og lífsskilyrðum fækkað. Atvinnu-
vegirnir hafa rýrnað og hópar hins atvinnulausa fólks
stækkað. Þá er spurningin: Hvað er hægt að gera, til
þess að úr rakni ? Um það eru skiptar skoðanir, eins og
bert kemur fram í stjórnmálablöðunum. Alltaf sýnist
sitt hverjum. Og auðvitað er hægt að fara margar leiðir.
Allir vita, að strax eftir fermingu fara þeir ungling-
ar, sem ekki eru settir til mennta, að leita sér atvinnu.
Það mun nú vera svo i sjávarþorpunum, að börnin, sem
gengið liafa um göturnar, síðan þau komust á legg,
taka ekki eins nærri sér, þó að atvinnan sé lítil til að
byrja með. Þau hafa séð svo margt, fró því þau fóru
fyrst að hafa vit á hlutunum, að það verða ekki mjög
mikil vonbrigði, þó að atvinnan bregðist. En svo eru
unglingarnir i sveitunum. Strax eftir fermingu fara
þeir einnig að leita sér atvinnu, því að það er öllum í
blóðið borið, að vilja vinna sér fyrir daglegu viðurværi
á einlivern liátt. Reyndar fara ekki allir unglingar i
burtu, því að sumir unglingar í sveit eru alltaf heima.
En þó eru hinir miklu fleiri, sem fara til sjávar ýfir
vetrarvertíðina. Þá þyrpast þeir i kaupstaðina. Og hvað
er það þá, sem fyrst mætir unglingnum, þegar hann
kemur til Reykjavíkur? Kolsvartur reykjarmökkurinn
hylur því sem næst bæinn, og rykið þyrlast upp af göt-
unum. Hópar atvinnulausra manna ráfa aftur og fram.
Engin vinna! Það er eins og þyrmi yfir unglinginn. Og
liann óskar þess jafnvel, að hann væri kominn heim
aftur. Hann fær lítið að gera, en lendir ef til vill í mis-