Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 51

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 51
SIÍINFAXI 51 jöfnum félagsskap. Og þegar lokin koma, þá er ekki víst, hvað liálfþroskaður unglingurinn ber lielzt úr býtum. Ef til vill hefir hann numið margt gott, þroskazt við mótlæti og lært af því, sem hann hefir séð. En ef til vill er það þveröfugt. Hann hefir þá ekki verið mað- ur til að mæta freistingunum, en fallið fyrir þeim. Þannig verður þá ef til vill unglingurinn spilltur, eftir nokkurra vikna dvöl í kaupstað. Eg er ekki að halda þvi fram, að ekki sé einnig hægt að verða fyrir slæmum áhrifum i sveitinni. En við hin snöggu umskipti úr kyrrlátri sveitinni í iðandi borgina hrífst unglingurinn úr sínum saklausa og kyrrláta æfintýraheimi, út í hring- iðu og straum lífsins. En þá væri nú ef til vill hægt að segja við ungling- inn, áður en hann fer að heiman: „Láttu ekki spilla þér neitt né leiða þig út í slæman félagsskap.“ Já, það er hægt að segja allt. En það er ekki jafn hægt að breyta eftir öllu. Og loforðum unglinga er valt að treysa i þessum efnum. Og eg held, að unglingar ættu ekki að vera að skuldbinda sig mikið né lofa miklu. Heldur að einsetja sér, að verða heiðarlegur og grand- var maður. Sá, sem getur ekki haldið loforð við sjálfan sig, getur það ekki heldur, þó að hann lofi skriflega og undir vitni. ( Auður æskunnar er ekki mikill, nú sem stendur. Og það litur ekki út fyrir annað, en að hinir eldri og reynd- ari menn ætli að skila hinni ungu og upprennandi æsku landinu þannig, að það verði þeim lengi til skammar. Um það getur þó margt breytzt frá þvi, sem nú er. Ef til vill batnar — ef til vill verða enn þá stigin nokkur spor neðar. Og hvað verður þá? Þvi get eg ekki svarað. Ef til vill gera aðrir það. Og það svar væri sannarlega fróðlegt að heyra. En hvað er það í raun og veru, sem bíður æskumanns- ins á næstu árum? Eg er alls elcki maður til að skýra frá því, svo að viðunandi sé. En ef ekkert breytist til 4*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.