Skinfaxi - 01.03.1936, Side 57
SKINFAXI
57
^yggjunum. Enda geri eg ráð fyrir því, að þetta starf
st unnið af þeim — og Jjeim einum — sem væri það
nóg endurgjald, að vita sig liafa unnið gott og þarft
verk; vita sig hafa hjálpað sveitunga sínum og félaga
til Jiess að koma sér upp snotru býli; vita sig hafa með
því styrkt og stuðlað að því, að fleirum en áður er það
kleift, að lifa og starfa heima í sveitinni sinni. Auk þess
fá ungmennafélagarnir þarna tækifæri til þess að starfa
saman. Félagslund ])eirra glæðist og starfslöngunin vex.
Og livað er ungmennafélögunum einmitt nauðsjmlegra
nú, en að finna eitthvert J)að starf, sem heimtar sam-
starf? Efling félagslundar mun glæðast betur á þenna
eða annan slikan liátt, heldur en með málfundum og
skemmtiferðum, þó að J)að sé auðvitað gott og nauð-
synlegt með. ,
En eg ætla, að ávinningurinn af þessu starfi sé ekki
sagður allur enn. Hvað er eðlilegra en að slíkt starf
vekti margan og forðaði mörgum frá J)ví, að bætast í
hóp atvinnuleysingjanna í kaupstöðunum? Væri J)að
óliklegl að J)etla styrkti rætur sveitarbarnsins, festi J)að
í sveitinni sinni, sér og öðrum til blessunar?
Nýbýlamólið og bindindismálið eiga að vera efst á
stefnuskrá livers ungmennafélags. Þeim eiga ung-
mennafélögin fyrst og fremst að helga krafta sína. fíjá
J)eim mun J)á og vakna áhugi á öðrum góðum málefn-
um. Þegar bj'ggðin J)éttist og blómgast, vex áhuginn á
J)ví, að koma upp góðum barnaskólahúsum. Aukin
ræktun ieiðir af sér aukna menningu.